Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 169
167
Goðasteinn 2013
Elín Björk Haraldsdóttir
Elín Björk Haraldsdóttir fæddist Næfurholti
8. júní 1929 þar sem hún var uppalin. Foreldrar
hennar voru Haraldur Runólfsson fæddur 1902,
dáinn 1990 og Guðrún laufey Ófeigsdóttir fædd
1911, dáin 2001. Hún var þriðja í hópi sjö syst-
kina. Þau eru Ófeigur fæddur 1926 en lést á sama
ári, Sverrir fæddur 1927, Klara Hallgerður fædd
1933, Sigríður Erla fædd 1934, Ester Helga fædd
1940, hún lést 2008 og Guðrún Auður fædd 1953.
Í Næfurholti gat orðið mikið fjörið í stórum syst-
kinahópi og strax gaf hún þeim eldri ekkert eftir,
hvað leik og krafta varðaði, við að reka völur eða
aðra leiki sem þau undu sér við. Allt frá því hún
var krakki hafði hún yndi af dýrum og var hesta-
mennskan henni í blóð borin. Hún hafði mikið lag á hrossum og gat náð í hvaða
hest sem var, jafnvel þá ljónstyggustu. Árið 1943 fluttist hún með foreldrum
sínum og systkinum að Hólum sem var nýbýli úr landi Næfurholts. Hún gekk
í barnaskólann á Strönd, mánuð í senn og mánuð í fríi heima. Hún fór ung í
vinnumennsku á Hróarslæk í kringum 1947. Á þeim tíma kynntist hún Gunnari
Klemenzsyni sem síðar varð eiginmaður hennar og settust þau að í Svínhaga
árið 1952. Þar bjó hún þar til hún fluttist að Hellu, fyrst á Hólavang síðar á
Ártún. Þar bjó hún með Magnúsi Klemenzsyni. Börn hennar eru: Rúnar fædd-
ur 1948, börn hans eru: Björk, Brynja, Gunnar, Grettir, Bára og Bjarki og auk
þess á hann uppeldisbörnin Brynju dögg og Arnór Óla, barnabörn hans eru
17 og barnabarnabörn 2. Elvar fæddur 1958. Haraldur fæddur 1961 en hann
lést þriggja mánaða. Haraldur fæddur 1963, sambýliskona hans er Bergþóra
Björg Jósepsdóttir, börn þeirra eru Magnús Gabríel, Jósep Hallur og Hvönn,
barnabörnin eru 2.
Hæglæti og hógværð einkenndu Elínu Björk alla tíð en sömuleiðis vinnu-
semi og elja. Það var ekki til í henni leti. Hún gat hlaupið hratt og mikið enda
var hún einstaklega létt á sér og kom hún oft að miklu gagni við smalamennsku.
Hún var einkar hreinleg og lagði hún mikla alúð og rækt við eldamennsku.
Mikilvægast var þó að fólkið hennar, vinir og að aðrir tækju vel til matar síns
m.a. af hennar ógleymanlegu flatkökum, kleinum og pönnukökum. Alltaf var
eitthvað til hjá henni og góðgæti í boði. Frá því um 1974 var hún við vinnu á
hálendinu í virkjunum m.a. í Eyvindaveri. Hún vann við þrif og eldamennsku,
kunni vel við þessi störf og eignaðist á þessum tíma marga trygga og góða vini.
Samkvæmt ósk Elínar var ekki
ljósmynd í sálmaskrá við útför
hennar, en þar sem hún var
mikill unnandi birkis þykir við
hæfi að birta hér mynd af einu
slíku.