Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 13

Jólapósturinn - 01.12.1948, Page 13
'k -k 'k JÓLAPÓSTURINN dagsútgáfan er 250 síður), fer ekkert verulega út fyrir New York ríki. Balti- more Sun og St. Louis Post Dispatch koma nokkurnveginn jafnfætis, sem framúrskarandi vönduð blöð, en þau eru ekki mikið útbreidd utan síns ríkis. I stað útbreiðslu einstakra blaða koma einstakir vel þekktir blaðamenn, sem selja greinar sínar mörgum blöðum í einu, eða réttara sagt ákveðinni frétta- stofu eða syndikati, sem símar daglega dálkinn til allra þeirra blaða, sem vilja og hafa efni á að kaupa hann. Walter Winchell t. d. er sagður taka inn á 3. hundrað þúsund dollara á ári fyrir sína dálka, og vitanlegt er, að frú Roosevelt hafði yfir $ 5000 á mánuði í vasapen- inga fyrir að skrifa nokkrar línur á dag fyrir eina fréttastofu. Þannig get- ur maður lesið sömu greinarnar eftir sama höfundinn hvort sem maður er í Los Angeles og les Los Angeles Times eða Daily Mirror í New York. Blöðin eru, eins og eðlilegt er, góður og ef til vill bezti, mælikvarðinn fyrir menningu landsins. Og það kemur greini- lega fram á amerísku blöðunum. Það bezta er það bezta, sem til er í heimin- um og það lélegasta er svo lélegt, að maður verður iðulega steinhissa, að slíkt skuli vera til í landi sem vill heita menn- ingarland. Ég býst við því, að ef menn sem kunnugir eru blaðakosti heimsins, væru látnir greiða atkvæði um hvaða blað væri bezta blað heimsins, að New Gleðileg jól! Skipaafgreiðsla Jes Zimsen, Erlendur Pétursson. York Times mundi fá einna flest at- kvæði, ef ekki langflest. St. Louis Post Dispatch mundi fá einna flest atkvæðin fyrir hreinskilni og kjark til að þora að birta það, sem önnur blöð þora ekki, af hræðslu við auðmenn og auðhringa. Það taldi t. d. ekki alls fyrir löngu upp f jölda húsa og sýndi myndir af mörgum, sem öll voru auð og yfirgefin, en þar sem fram komu 100 atkvæði úr hverju við nýafstaðnar kosningar, þannig að um 45.000 atkvæði höfðu verið fölsuð í St. Louis einni. En svo eru líka til svo dæmalaust léleg blöð, jafnvel í stórborgum, eins og til skamms tíma í Denver, Col., að við þekkjum ekki neitt líkt hér, og það þótt ekki sé unnt að segja, að blaða- mennska sé á háu stigi á voru landi. Sum blöðin eru bara skrítin, eins og t. d. Mormónablaðið í Salt Lake City, sem neitar öllum auglýsingum um á- fengi, tóbak og kaffi, af því að Mor- mónakirkjan gefur blaðið út. Hins veg- ar er blaðið fullt af ættartölum og ætt- artöluauglýsingum, því að hvergi 1 heim- inum, meira að segja að íslandi með- töldu, mun vera lagt eins mikið upp úr ættartölum eins og meðal Mormónanna, sem allir vilja vera skyldir Jóseph Smith og Brigham Young. Evrópumönnum þykir það skrítið, að í mörgum borgum á sami maðurinn tvö eða fleiri blöð, sem standa á öndverð- um meiði í stjórnmálum. O.kkur mundi Gleðileg jól! Þvottamiðstöðinn. 11

x

Jólapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.