Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 19

Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 19
'k 'k JÓLAPÓSTURINN Karl ísfeld: 1 • ■ ® >* ® bkipstjori Plægði ég títt öll hnattarins úthöf og innhöf með áhöfn og farþega í leit að áfangastað og spurði mig sjálfan: Hvert erum við annars að fara? Eitthvað er bogið við strikið! Ég er nú hræddur um það. Mín þekking nær skammt og auk þess öll í molum, en eitt veit ég samt upp á hár — eða þar um bil: að varlega reiknað er veraldarsigling okkar vafasöm útgerð. — Það er nú líkast til. Því datt mér í hug á hljóðri andvökunóttu — horfandi úr kýrauga í rökkurhaf þokugeims — að varla sakaði að setja kompás og radar og sextant í kollinn á reiðara þessa heims. Vort heimslíf er fleyta — leiksoppur storma og strauma án stýris og reiða, með fúnar stoðir og bönd. Og tilveran svipuð úfnu ómælishafi áttlausu og veglausu og hvergi sést nokkur strönd. 17

x

Jólapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.