Jólapósturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 20

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 20
Thorolf Smith ANNARLEG JÓL. TVnj, þegar jólin standa enn einu sinni 1 ” fyrir dyrum, með svipuðum hætti og flest jól, sem ég hefi lifað, þ. e. a. s. hér í Reykjavík, með hálfgerðu hryss- ingsveðri, ös hjá Haraldi, Lárusi, í bókabúðum, Austurstræti iðandi af fólki og allir orðnir of seinir að kaupa allt, sem þeir áttu að kaupa, ef aurar eru þá á annað borð til, langar mig til þess að segja frá öðruvísi jólum, sem ég lifði ,,endur fyrir löngu“, eða fyrir réttum 12 árum, á hafinu milli negra- ríkisins Haiti og Jamaica í Vestur-Indí- um. Eg var þá starfsmaður á „Stella Pola- ris“, norsku ferðamannaskipi, er átti að fara í hnattsiglingu með ameríska ferða- menn, en hafði áður verið leigt til tveggja skemmtiferða frá New York um Vestur-Indíur. Sú fyrri stóð frá 18. des. 1936 til 2. janúar 1937, og það var í þeirri ferð, að ég lifði jól í svolítið ann- arlegu umhverfi. Viðkomustaðir okkar í þessari ferð áttum að vera Bermuda-eyjar, Port-au- Prince á Haiti, Kingston á Jamaica, Havana á Guba og Nassau á Bahama- eyjum. En ég fer hér fljótt yfir sögu, af nógu er að taka, og hræddur er ég um, að greinarkorn þetta yrði of langt, ef ég færi hér að rekja minningar mínar frá þessurn stöðum. Þær koma þá kannske í næsta ,,Jólapósti“ að ári, ef svo vill verkast og Guð og lukkan lofar, eins og sumir segja. Á aðfangadag komum við til Port- au-Prince, höfuðborgar þessa undarlega negralýðveldis á Haiti. Svo órafjarri okkur íslendingum, en þó ekki fjær en það, að síðan þetta gerðist sem ég greini frá, hefir íslenzk flugvél, „Hekla“, Sky- masterflugvél Loftleiða lent þar, en mér hefði þótt einhver fara með rugl, ef mér hefði verið sagt það þá, 24. desember 1936, að svo myndi verða einhvern tíma. Alltaf er mér minnisstætt, er „Stella“ leið ósköp hægt upp að aðalbryggjunni í þessari undarlegu borg. Með ströndinni voru Ijótir kofar og víða blöstu sorp- haugar við. Hitinn var óskaplegur, og þetta var á sjálfan aðfangadaginn. Niðri á bryggjunni hafði safnazt álitleg- ur fjöldi svertingja, flestir berfættir, í skyrtugarmi og brókarræflum, en fátækt virtist þar mikil við fyrstu sýn, að minnsta kosti, og flestir voru þeir held- ur ómannborulegir og slánalegir. En þeir hlógu út undir eyru og gerðu ýmiskon- ar fettur og brettur, þeir ætluðust nefni- lega til þess, að Bandaríkjafarþegar okkar vörpuðu til þeirra smáskildingum, en þetta þótti næsta arðbær atvinnuveg- ur og bersýnilega talsvert rótgróinn. Lögregluþjónar birtust óðar á bryggj- unni, klæddir gulgráum einkennisbún- ingum, með skammbyssu við hlið og kylfu við lend. Þeir ráku upp mikil öskur og reyndu að hrekja landa sína af bryggjunni. Einn tók upp skammbyssu og skaut upp í loftið. Þó virtust þeir •i 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.