Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 24

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 24
JÖLAPÓSTURINN til þess að láta það vera fyndið. Þannig er sérstök gjöf handa þeim skipverja, sem talinn er feitastur, minnstur, yngst- ur, elztur eða lengstur. Að sjálfsögðu veit gefandinn ekki, hver hreppir gjöf- ina, því að gjafirnar eru sendar til sjó- mannafélaganna eða skipafélaganna, og síðan er þeim útbýtt eftir beztu vit- und. Nú stóð svo á, að ég var talinn hæsti maður um borð í „Stella Polaris“ og var ég kallaður fram, sem „lengste mann ombord". Ég get ekki sagt, að mér hafi liðið neitt sérstaklega vel, með- an á þessu stóð. En ég labbaði fram og fékk að gjöf — hnausþykka belgvettl- inga. Þetta voru að vísu ágætis ullar- vettlingar, en harla gagnslitlir þarna í hitabeltishitanum. Ég þakkaði fyrir gjöfina og tók í hönd skipstjóra, sem af- henti hana. En mönnum var skemmt. Hvers vegna, veit ég ekki. Að vísu var það dálítið undarlegt, að setja upp helj- armikla belgvettlinga á þessari breidd- argráðu, en hvernig gat gefandinn vit- að, hver hreppti þessa ágætu vettlinga ? í vettlingunum var falinn miði, þar sem sagt var, að, stúlka í Sognfirði í Noregi hefði prjónað þá, og hún vildi gjarnan fé bréf frá þeim, sem hreppti þá. Þótt skömm sé frá að segja, skrifaði ég stúlk- unni aldrei og þakkaði fyrir vettling- ana. Má vera, af því að ég sem íslend- ingur þyrfti ekki að gera það. En ég hefi skammazt mín til þessa dags fyrir að hafa ekki gert það. Stúlkan hefir Gleöileg jól! Lúllabúð. gert þetta af góðvilja einum, að prjóna þessa ágætu vettlinga til þess að hlýja löndum sínum einhvers staðar í Suður- höfum á hvalveiðum, þar sem kuldinn bítur meir en annars staðar. En mér leiðist samt að hafa ekki látið þessa ó- kunnu vinkonu mína vita um afdrif vettlinganna. Ég varð að þramma með þessa blessaða vettlinga einn hring þarna á þilfarin við dynjandi fagnaðar- læti farþeganna, sem fanst þetta óskap- lega fyndið. Þegar allir höfðu fengið sína gjöf, sem margar hverjar voru næsta skringi- legar, hófust frjálsar íþróttir, ef svo mætti segja. Flestar gjafirnar voru á borð við mína; það er að segja þess eðlis, að ómögulegt var, að minnsta kosti í bráð, að notfæra sér þær, en við viss- um, að þær voru gefnar af heilum hug og okkur hlýnaði um hjartaræturnar við að fá þær. Einhver veginn fannst manni þó, að maður væri ekki einmana og úti á hjara veraldar og skrípaleikur- inn, sem fram fór þessa jólanótt, virt- ist ekki eins fáránlegur og ella. Ég býst ekki við, að farþegarnir hafi getað skil- ið tilfinningar sjómannanna, þegar þeir tóku við þessum gjöfum, sem voru, þrátt fyrir allt, sending að heiman, boð- skapur, sem þeir einir gátu túlkað. — — Þegar lokið var við að afhenda gjafirnar, sátum við um hríð þarna á afturþilfarinu, röbbuðum hver við ann- Framhald á tals. 56. Gleðileg jól! Byggingaféiagið Stoð h.f. 22

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.