Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 42

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 42
JÓLAPÓSTURINN 'k 'k 4r litið uppljómað af ánægju og kallaði: „Krakkar, ég hefi heyrt hann. Hann spilar á fiðlu eins og guð, — já, en líka eins og djöfull. Berlínarbúar okkar eru gengnir af göflunum. Aldrei fyrr hefir heyrzt annað eins lófaklapp.“ ,,Þú? Paganini? — Hvar? — Hvern- ig?“ æptum við í blönduðum kór. „Þarna á bak við, til hægri í end- anum á ganginum eru dyr fyrir með- limi hljómsveitarinnar, svo að þeir geti komist beina leið frá leikhúsinu í konsertsalinn. Þar getið þið heyrt viðundrið í gegn um skráargatið.“ Ég var undir eins þotin og farin að hlusta — og undrandi varð ég. Voru þetta virkilega fiðlutónar? Ég hafði aldrei heyrt slíka tóna áður. Hinir leikararnir eltu mig og þarna hlustuð- um við þangað til bjallan kallaði okkur saman til annars þáttar. En við létum ekki nokkura mínútu ónotaða til að hlusta við skráargatið, eins og við værum lostin töfrasprota. Mér er sem ég heyri Lúðvík Bevrient segja: „Þetta er engin timburfiðla, þetta er harma- grátur sundurtætts mannshjarta. Ég vildi að ég gæti ráðið yfir slíkum tón- um sem Lear konungur.“ Þannig heyrði ég Paganini án þess að sjá hann og jafnvel að tala við hann, en án þess að heyra fiðlu hans. Ég var að líta eftir leikstjóra óper- unnar, tónskáldinu og gamanleikahöf- undinum Karl Blum, í leikhúsinu, til Gleðileg jól! Vélsmiðjan Héðinn h.f. þess að tala við hann um hlutverk mitt. Ég fann hann í stofunni með ókunn- um manni, sem kom mér kynlega fyrir sjónir. Hann var fráfælandi ljótur og skinhoraður, eins og hann væri ekki samsettur úr neinu nema grænbrúnni húð og skröltandi beinum. Svörtu föt- in hans dingluðu utan á beinagrind. Hann gekk hægt og gætilega, rétt eins og hann byggist við að beinagrindin myndi falla saman þá og þegar og missa að minnsta kosti einhverja af út- limunum. Andlit hans var eins og á múmíu, með brúnu skinni. Kinnar hans voru holar. Ur djúpum augnatóftum skein óhugnanlegur eldur. Langt, þunnt hár lukti um þennan náhaus eins og höggormar. Mér duttu í hug reiðinorn- irnar í leikriti Sehillers „Ibicuströn- urnar“. Aðrir hafa líkt þessu höfði við höfuð Jóhannesar skírara á bakka Heródíasar. Þessi óhugnanlega persóna, nei, þessi afturganga, gat enginn verið nema Paganini. Og við hlið hans, hvílík mótsetn- ing! Á handlegg hjúkrunarkonu svaf engilfagurt barn, sem Paganini leit hlýlega til meðan á samtalinu stóð. Karl Blum kynnti meistarann fyrir mér. f fáti mínu sneri ég mér að fallega barninu, strauk fagra hárið og kyssti það á kinnarnar, sem voru heitar og rakar af svefni. Þá greip Paganini í hönd mína, lyfti henni skyndilega en Gleðileg jól! Loftleiðir h.f. 40

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.