Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 43

Jólapósturinn - 01.12.1948, Síða 43
•k ~fc JÓLAPÓSTURINN frekar klaufalega upp að vörum sínum og sagði á lélegri frönsku: „Er hann ekki indæll, saklaus engill? Þessi hreini munnur, þetta friðarbros, þessi öfundsverða hvíld. Þetta yndis- lega barn er öll hamingja mín, gleði og unun míns auma lífs, minn kæri, eini sonur, Akilles.“ Sú saga var sögð í Berlín um þetta leyti, að móðir barnsins væri, söng- konan Antonia Bianchi, en með henni hafði Paganini spilað og ferðast um Þýzkaland og hún hefði fyrir aðeins ári síðan sungið á konsert hans í' Vínarborg. Sagt var að hún hefði yfir- gefið elskhuga og barn af því að hún hefði ekki getað þolað að vera nálægt þessum ógeðslega fiðluleikara lengur. Og svo heyrði ég Paganini og sá hann leika í óperunni, af því að konsert- salur leikhússins varð allt í einu of lítill fyrir hann. Hann kom fram og hneigði sig klunnalega fyrir fólkinu, sem fór að hlæja. Hann tók upp fiðlu sína og þúsundhöfðaður mannfjöldinn þagnaði og hlustaði, svo að enginn andardrátt- ur heyrðist, eins og hann væri töfrum lostinn. Hann lét bogann falla niður og óveður af köllum og lófaklappi brauzt út um allt húsið, svo að ég hefi aldrei upplifað neitt því líkt, ekki einu sinni þegar Henriette Sontag gerði mesta lukku. Hvernig lék Paganini? Ýmist eins og Gleðileg jól! Verzlunin Baldur. engill eða eins og djöfull — aldrei eins og dauðlegur maður. Það er áreiðan- legt, að slíkir tónar hafa aldrei fram til þessa tíma verið dregnir úr neinni fiðlu. I raun og veru voru þetta ekki fiðlutónar. Þeir hljómuðu eins og öskr- andi stormur, eins og brim, eins og lúðurhljómur, eins og orustugnýr, eins og klukknahringing, eins og fuglakvak, eins og angistaróp örvæntandi manns, eins og kvein og stunur, eins og grátur og ekki. Og þegar hann grét á G-streng- inn var ekkert auga þurrt, menn grétu gleði og sorgartárum. Fiðluleikur hans verkaði á mann eins og þrumuleiftur á niðdimmri nótt. Meðan hann lék fór taugatitringur um allan líkama hans, horaður og vofu- kenndur sem hann var og úr dimmum augum hans glampaði djúpur, tærandi eldur. Um leið og hann hætti hneig hann niður á stólinn, gersamlega upp- gefinn. Tækni hans var dásamleg. Hvort heldur var í hreinustu krómatiskum hlaupum, þá var tónninn ávallt undur- samlega hreinn, eða í glettnum uppá- tækjum, brotnum samhljóðum yfir alla fjóra strengi, frá lægstu dýpt upp í hinar ógurlegustu hæðir, flageolet- tónar hans, hið töfrandi pizzicato, meðan boginn lék jafnframt dásamlega falleg lög, hið fljóta oktövu-spil hans á G-strenginn, silfurtærir bjölluhljóm- Framhald á bls. 53 Gleðileg jól! Bókaverzlun ísafoldar. 41

x

Jólapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.