Jólapósturinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 53

Jólapósturinn - 01.12.1948, Qupperneq 53
 JÖLAPÓSTURINN ~k -k 'k haldarans. Stúlkan hefur ekki sézt síðan. Hinum ágæta sækjanda hefur ekki tekizt að finna neinn, sem hafi séð þau ganga inn í hús Volpins, en hins- vegar lagði hann fram sem sönnunar- gagn háhælaðan skó, sem fundizt hafði í svefnherbergi Volpins. Kona gestgjafans heldur því fram, að þetta sé annar skór ókunnu stúlkunnar. Viku síðar sá dyravörðurinn í kvik- myndahúsinu, hvar Volpin settist við hliðina á Molreaux-stúlkunni með mál- uðu varirnar. Ekkjan frú Préjean, sem er nágranni Volpins, segist hafa heyrt kvenmannshlátur í húsi Volpins þetta kveld. Hún vinnur eið að því, að það hafi verið hlátur Molreaux-stúlkunnar. Stúlka þessi hefur hinsvegar ekki sézt síðan og saksóknarinn leggur mikla á- herzlu á grænan skó, sem fannst í drag- kistu skjólstæðings míns. Næst hlýdduð þér á framburð um Louise Rhon, kennslukonu frá Saint- Vith. Skólastjórinn skýrði yður frá því, að ungfrú Rohn hafi sagt lausri stöðu sinni til þess að flytjast til Villeroi til þess að giftast þar bókhaldara, Volpin að nafni. Ekillinn vinnur eið að því, að hann hafi ekið konunni og farangri hennar heim til hins ákærða. Saksókn- ari sýndi yður brúnan götuskó, sem fannst í kjallaranum hjá Volpin, og systir kennslukonunnar kom frá Saint- Vith og kvaðst þekkja skóinn. Þér hafið heyrt nákvæman framburð Gleðileg jól! Verzlunin Höfn, Vesturgötu 12. varðandi hvarf annarra kvenna, sem horfið hafa undir sömu eða svipuðum kringumstæðum. Þegar Moya, fimmtán ára gömul dóttir Benois læknis, hvarf, handtók lögreglan Henri Volpin. Hafði sézt til hins ákærða, þar sem hann var að kaupa ilmvatnsglas handa henni í lyfja- búðinni. Leit, sem síðar var fram- kvæmd í híbýlum Volpins, leiddi í ljós, að þar var f jöldi kvenskóa. Þetta eru sönnunargögnin, sem lögð hafa verið fram gegn Henri Volpin. Hann er ef til vill ekki af því tagi manna, sem þér munduð vilja telja meðal vina yðar, en þér eruð ekki hingað komnir til þess að dæma um kosti hans sem gests í húsi yðar. Þér eruð hingað komnir til þess að kveða upp úrskurð um, hvort hann eigi að halda lífi eða vera sviftur því. Hafið það hugfast, að ekkert mælir svo fyrir í belgískum lögum, að dauða- sök sé að safna kvenskóm. Samkvæmt lögum Belgíu megið þér ekki dæma Henri Volpin til dauða, nema þér séuð sannfærðir um — nema enginn efi kom- ist að — um að hann hafi framið morð!“ Faðir Moyu, telpunnar fimmtán ára gömlu, spratt á fætur: „Á því er alls enginn efi!“ „Heiðruðu kviðdómendur,“ hélt Dur- and áfram máli sínu, „ef þið sannfær- ist um, að ekki hafi tekizt að sanna á- Gleðileg jól! Verzlunin Gimli. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Jólapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.