Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 54

Jólapósturinn - 01.12.1948, Side 54
•fc 'k ★ JÓLAPÓSTURINN kæruna, verðið þér að dæma skjólstæð- ing minn sýknan saka.“ Hann gerði hlé á máli sínu og leit á hvern kviðdómand- ann af öðrum. „Ég held því fram, að vafi hafi náð tökum á ykkur,“ mælti hann síðan í hálfum hljóðum, ..jafnvel þótt þér gerið ykkur það ekki ljóst sjálf- ir!“ „Það er enginn efi á sekt hans! Það er enginn efi á sekt hans!“ hrópaði systir kennslukonunnar, sem horfið hafði. Dómarinn þaggaði niður í áheyrend- um og vambsíði lögfræðingurinn í ó- pressuðu fötunum tók aftur til máls. „Hvað munduð þið segja, ef einhver kvennanna, sem þið segið, að hafi verið myrtar, gengi hér inn í réttarsalinn ? Munduð þér þá vera sannfærðir um, að hinar ellefu séu ekki lifandi? Munduð þið enn telja, að ekki væri neinn vafi á sekt skjólstæðings míns?“ Hann lyfti annari hendinni hægt og benti á grænmáluðu dyrnar á réttar- salnum. „Heiðruðu kviðdómendur,“ sagði hann þessu næst. „ég bið ykkur að líta til dyra!“ Það mátti heyra, hvernig allir í réttarsalnum gripu andann á lofti, um leið og þeir litu skjótt til dýra. Hrað- ritarjnn hætti skriftum sínum. Lítill drengur á frémsta bekk stóð á fætur, til þess að geta séð til dyra. Nærri hver þorpsbúi var á einhvern hátt venzlað- ur einhverri hinna horfnu kvenna. Gleðileg jól! Nýja Bíó. Dragsúgur frá glugganum bærði tjöldin við dyrnar á réttarsalnum. Eftir nokkra stund, sem virtist þó margfalt lengri, en á meðan þrumaði þögnin við eyru allra viðstaddra, tók lögfræðingurinn frá Briissel enn til máls: „Ég bið fyrirgefningar ykkar á því að kveikja vonir í hjörtum ykkar. Fyrirgefið mér, að ég skyldi leika á ykkur á þennan hátt. Enginn mun ganga inn um dyrnar þarna frammi. En ég var hinn eini í þessum sal, sem var sannfœrður um það! Allir aðrir hér inni gerðu ráð fyrir því, að ein- hver myndi ganga í salinn. Vafi hefur náð tökum á hugum allra hér inni. Og, heiðruðu kviðdómendur, hafi verið vafi í huga yður fyrir einni mínútu, hvernig getið þér leyft yður að dæma mann til lífláts mínútu síðar?“ Philippe Durand settist. „Þessi lögfræðingur ykkar frá Brussel kann sannarlega að tala,“ hvíslaði Parísarfréttaritarinn að vini sínum, hinum belgíska. „Volpin mun verða sýknaður eftir þessa ræðu.“ En Volpin var ekki látinn laus, sýkn saka. Hann var dæmdur sekur. Dómurinn var á þá leið, að hann skyldi hengdur. Einn kviðdómendanna hafði veitt þvi eftirtekt, að bókhaldarinn hafði ekki heldur horft til dyra. Gleðileg jól! Tómas Jónsson, matvöruverzlun. 52

x

Jólapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólapósturinn
https://timarit.is/publication/1985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.