Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 5

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 5
Sr. Karl V. Matthíasson # Hugvekja Dagur sjómanna - sjómannadagurinn var í barnæsku minni einn mesti hátíðardagur, sem um gat, næst á eftir aðfangadeginum sjálfum. Og enn er svo víða um land, þó önnur hátíð sem kölluð er „hátíð hafsins" sé haldin daginn áður. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíð- legur hér á landi þann 6. júní árið 1938 bæði á Isafirði og í Reykjavík. Þessi dagur var þá minningardagur um íslenska sjómenn og á honum hefur virðing íslensku þjóðarinnar fyrir sjómönnum sínum jafnan komið vel í Ijós. Við getum hugsað til allra þeirra sem hafa farist við störf sín á sjó. Við vitum að það er ógrynni manna. Við höfum séð á bak hundruðum sjómanna, sem hafa skilið eftir sig ófyllt skörð, manna sem hafa fallið nánast bótalaust frá barnmörgum fjölskyldum og í beinu framhaldi af þessu verður okkur hugsað til eiginkvennanna þeirra hvernig þær máttu svo berjast fyrir afkomu sinni og barnanna. íslenskir sjómenn síðustu aldar eru sú stétt sem hvað stærstan þátt áttu í því að leggja grunnin að því velferðarkerfi sem við búum nú við og fórn þeirra var líka mikil fórn sem við munum seint fá fullþakkað og skilið. Sjómenn eru heiðraðir á sjómannadegi og augu manna beinast nú að hinum miklu hættum sem sjómenn glímdu við í gegnum aldirnar fram á okkar daga. Öryggismál sjómanna hljóta því einnig að skipa sinn sess á degi sjómanna. Sem betur fer hefur manntjón minnkað stórlega hin síðari ár og skipssköðum fækkað. Ánægjulegt er að útgerðarmenn hafa sýnt öryggis málum aukinn áhuga hin síðari ár. Fækkun sjóslysa er einkum fyrir að þakka betri öryggisgæslu og tilkomu betri skipa og öryggistækja allt frá flotbúningi til björgunarþyrlu, samt er alltaf full ástæða til að bæta öryggisþættina, læra af reynslunni og þeim mistökum sem átt hafa sér stað. Hvað má betur fara og hvernig er best staðið að því að laga það? í þessu sambandi hljótum við að spyrja okkur hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða fyrirkomulag strandveiðanna, sem sumir kalla fyrirkomulag kappveiðanna og breyta því til öruggara horfs. Sumarið 1975 naut ég þess að fá skipsrúm hjá Þráni Sigtryggssyni skipstjóra á Hrönn SH 149. Það var gott sumar, ég var matsveinn á einum og kvart til að byrja með og þegar ég hætti að sjóða kolann og hafa fjölbreyttari matseðil þá hækkaði hluturinn í einn og hálfan. Alltaf fæ ég góða tilfinningu þegar ég kem í þetta góða sjávarpláss sem Ólafsvík er. Leita þá á mig minningar liðins tíma og margar aðrar sem tengjast góðum skipsfélögum og öðrum sjómönnum. Því miður hafa grimmar greipar hafsins hrifið suma þeirra og á þessum degi fyllumst við lotningu og þökk fyrir þá. Guð blessi minningu þeirra allra. Efnisyfirlit 4 Ávarp sjávarútvegsráðherra Gunnar Bragi Sveinssonn 7 Viðtal við Hermann Magnússon Pétur Steinar Jóhannsson 14 Myndir af lífinu á bryggjunni Pétur Steinar Jóhannsson 16 Síldveiðar á Víkingi ÍS 106 Björn Jónsson 20 Á v/s Tý í Miðjarðarhafi Baldur Ragnar Guðjónsson 23 Viðtal við Aldísi Stefánsdóttur Pétur Steinar Jóhannsson 31 Kristmundur Halldórsson „El capitan" Samantekt: Pétur Steinar Jóhannsson 34 Myndir frá sjómannadegi í Ólafsvík Þröstur Albertsson 37 Hvað gerðu loftskeytamenn? Egill Þórðarson 43 Ræða á sjómannadegi í Ólafsvík 2015 Sigurður Arnfjörð 46 Myndir úr Grundarfirði 2015 Sverrir Karlsson og Tómas Freyr Kristjánsson 47 Viðtal við Gísla Kristjánsson Pétur Steinar Jóhannsson 52 í Ólafsvík Ljóð eftir Gunnar Björgvin Jónsson 55 Léttir SH 175 sekkur Pétur Steinar Jóhannsson 56 Sjómannadagsræða á Hellissandi 2015 Erla Gunnlaugsdóttir 58 Sjómannadagurinn á Hellissandi 2015 Atli Már Gunnarsson 60 Heiðrun fyrir björgun úr sjávarháska 2015 Pétur Steinar Jóhannsson 62 Myndir teknar á sjó Guðlaugur Albertsson 64 Viðtal við Svan Tómasson Pétur Steinar Jóhannsson 68 Fiskmarkaður Snæfellsbæjar opnaður Pétur Steinar Jóhannsson 70 Breyting á bátaflotanum í Snæfellsbæ 2015 Þórður Björnsson 72 Myndir frá sjómannadegi í Stykkishólmi 2015 Gestur Hólm 74 Minni sjómanna, flutt á sjómannahófi f Klifi 2015 Gyða Hlín og Lára Jóna 76 Myndir frá Sjómannahófi í Klifi 2015 Þröstur Albertsson 79 Viðtal við Margeir Jóhannesson Pétur Steinar Jóhannsson 80 Æskuminningar frá Ólafsvík Valdimar Elíasson 82 Myndir frá Marokkó Lúðvík Ver Smárason 84 Myndir af trillukörlum Pétur Steinar Jóhannsson 87 Viðtal við Kristinn Ó. Jónsson Pétur Steinar Jóhannsson 90 Vinnustaðurinn minn - Norðursjór Lúðvík Rúnarsson 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.