Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 10
Björg SH 127. Geysir SH 66. þegar hrærivélin hans Lúlla fór í gang en þetta vandist nú alveg. Svo var líka um tíma verslunin Sunna á efri hæðinni." Trausti var dúfubóndinn „Já, ég var í gamla barnaskólanum og þar var Jónas Þorvaldsson skólastjóri. Jafnaldrar mínir voru t.d. hún Didda, Kristín Guðmundsdóttir, alltaf góð vinkona og frænka mín. Þá voru Lalli Tryggva, Diddi Runna, Brynja ÍValhöll og ein Brynja varí Brúarholti, þá var Erla Þórðar og Pétur Kjartansson og svo líka Gúndi Emma. Við Didda lékum okkur mikið saman en hún gaf okkur strákunum ekkert eftir. Við vorum bæði skírð og fermd saman. Við lékum okkur með báta hér í stórum polli fyrir framan húsin og hún bjó hér í því næsta," segir Hemmi er hann segirfrá jafnöldrum sínum. Hann kemur því líka að með dúfnaræktina hans Trausta bróður síns en hann var með mikið dúfnabú og því dúfubóndinn. „Það var bara verst að bölvaður minkurinn komst svo oft inn í búrin og þá var mikið blóðbað þegar að var komið," segir Hemmi og brosir. Þetta var mikill sprettur Hemmi byrjaði að vinna hjá Kirkjusandi áður en hann fór á sjóinn. Óskar Þorgilsson var verkstjóri og þetta var stór vinnustaður. Hann byrjar svo sína sjómennsku á skaki sextán ára á Björgu SH 127 árið 1962 en það var sextán tonna tréskip sem faðir hans, Oliver bróðir Feðgarnir Hermann og Hermann yngri. Það sést í afturstefni Lárusar Sveinssonar SH. hans og Kristján Helgason áttu og keyptu frá Grímsey árið 1958 en þessi bátur hét áður Nói EA 477. Báturinn var smíðaður á Akureyri 1929 og var 9brl en var svo lengdur á Akureyri 1942. „Skipstjóri á þessum bát var mest Ólafur Björn Bjarnason og var mjög góður og fórvel með bátog veiðarfæri. Hann varmjög veður-og miðaglöggur og fiskaði vel. Á þessum bát var pabbi, Oliver, Kristján og einnig voru líka Edilon Kristófersson og Jónatan Salómonsson sem var minnisstæður maður og gaman að hafa verið með þeim á sjó. Þetta voru allt fínir kallar. Einu sinni man ég er Björgin var að fara á sjóinn að þá labbar pabbi fram hjá húsinu hans og þá situr hann við gluggann og vinkar bara bless. Þá segist hann vera hættur og fór að grafa skurði fyrir hreppinn. Svo einhverjum tíma seinna þá mætir Jónatan bara um borð og er þá hættur að grafa skurði. Segir bara að hann Guðbrandur geti bara sjálfur mokað skurði fyrir hreppinn." Alltaf að verða sjómaður „Á dragnótinni á þessum árum var legið fyrir föstu. Það var sett út bauja og svo kastað og hringurinn tekin og þegar var komið í bauju þá var híft um leið. Það voru tekin 15 til 16 köst yfir daginn og þetta var mikill sprettur" segir Hemmi. „Svo var nótin dregin inn á höndum og það var streð en þó voru næturnar minni en nú er, en garnið var þyngra. Svo þegar var straumur og þungt að draga að þá var losað um legufærin og þá var mikil léttara að hífa inn. Fyrst var híft rólega og svo sett á meiri ferð. Ég man eftir einum sem var með okkur að hann gallaði sig við bryggjuna og fór ekki úr gallanum allan daginn því nóg var að gera. Já, ég ætlaði alltaf að vera sjómaður því það var svo lítið annað í boði. Það voru góðar tekjur á þessu og betri en í landi þannig að ég var ekki að spá í neitt annað. Svo kaupa pabbi og Olli annan og stærri bát en það var Geysir SH 66 og hann kemur 1965 en þetta var 33brl bátur með 220ha GM díselvél. Þennan bát eiga þeir til 1972. Jói á Nesi var með þennan bát í byrjun og fiskaði alltaf vel og svo var Gísli Kristjánsson í Grundarfirði með hann um tíma og fleiri. Það var gott að vera með Jóa en hann var skemmtilegur og fínn kall. Gísli var öllu kunnugur af togurunum og hann kunni allt er laut að vírum en þá vorum við komnir með víra en vorum áður með tóg. Ég var svo áður búinn að vera á Sæfellinu með Guðmundi Jenssyni." Hemmi segir frá því að þegar hann var að byrja á sjónum að þá hafi hann merkt einn kola með upphafstöfunum sínum HM og þremur árum seinna hafi hann svo veitt hann. Einkennileg tilviljun. í sveit á sumrin Svanhildur Pálsdóttir eða Sanný eins og hún er alltaf kölluð kom nú inn í spjallið með okkur Hemma. Hún er fædd í Reykjavík en fluttist 8 ára með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar þar sem þau 8

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.