Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 25

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 25
Hvar er eiginlega þessi Hellissandur? Rætt við Aldísi Stefánsdóttur húsmóður á Hellissandi Eg er sestur inn á fallegt heimili Aldísar Stefánsdóttur húsmóður á Hellissandi. Tilefnið er að fara yfir lífshlaup hennar en hún hefur frá viðburðaríkri ævi að segja. Þriggja ára gömul lendir hún í miklu slysi á heimili sínu á Norðfirði og fer á næstu árum í nokkrar aðgerðir hjá læknum til að reyna að bæta skaðann. Fimmtán ára ræður hún sig í vist hjá kaupfélagsstjórahjónunum á Hellissandi og ekki var aftur snúið á heimslóðirnar á Norðfirði til að búa þar. Hún eignast níu börn með eiginmanni sínum Aðalsteini Elíasi Jónssyni. Aldís tók mikinn þátt í félagslífi á staðnum með dugnaði sínum, glaðværð og útsjónarsemi. Byrjum á byrjuninni en Aldís erfædd 19. apríl 1934 íNeskaupstað en sá dagur bar upp á sumardaginn fyrsta það ár. Stefán faðir hennar var fæddur í Krossanesi í Vöðlavík 20. júlí 1905 en afi hennar, Eiríkur Þorleifsson útvegsbóndi og amma hennar Aldís Stefánsdóttir fluttu á Norðfjörð með fjölskyldu sína árið 1914 en hann var þá búinn að kaupa, ásamt Jónasi bróður sínum, húsið Dagsbrún en það var líka kallað prófastshúsið. Seinna var svo alltaf talað um systkinin í Dagsbrún á Norðfirði en þetta hús var úti á svokölluðu Nesi. Móðir Aldísar var Guðný Guðnadóttir en hún var fædd á Norðfirði árið 1908 á bænum Strönd. Móðurafi Aldísar hét Guðni Eiríksson og amma hennar hét Þuríður Ásmundsdóttir frá Vindheimum í Norðfjarðarsveit. Guðni drukknaði eftir að þau höfðu eignast sex börn á sex árum og einnig misstu þau eitt barn í fæðingu. Aðalsteinn Jónsson og Aldís Stefánsdóttir í sólskálanum í húsi sem þau byggðu að Naustabúð 12 á Hellissandi. „Ég er elst sjö systkina og við erum sex á lífi. Einn bróðir okkar er dáinn en ég var átta árum eldri en hann. Banamein hans var krabbamein en hann var sextíu og sex ára þegar hann dó. Já, ég elst upp á Norðfirði í húsi sem hét Sunnuhvoll," segir Aldís þegar hún rifjar upp æskuárin á Norðfirði sem urðu svo sannarlega Þór var smíðaður í Noregi árið 1928 og var 21 brl. Hann var í eigu Stefáns föður Aldísar og tveggja bræðra hans og einnig voru tveir aðrir eigendur. Þessi bátur var seinna seldur til Seyðisfjarðar. I janúar 1946 eignaðist Stefán ásamt félögum sínum stærri bát sem hét Dröfn NK 31 og var hann 25 brl smíðaður á Akureyri árið 1900. Skipstjóri var Björgvin Bjarnason og áttu þeir hann til ársins 1963. viðburðarík hjá henni og fjölskyldunni. „Foreldrar mínir leigðu efri hæðina hjá bróður pabba á Sunnuhvoli. Pabbi var útgerðarmaður en var ekki sjálfur á sjónum því hann var alltaf svo sjóveikur, en hann átti fyrst bát sem hét Þór NK 32 ásamt fleiri mönnum á Norðfirði". „Já, þetta var þannig að báturinn fór á vertíðinni til Hornafjarðar og þaðan réri báturinn og pabbi fór alltaf með og var að beita línuna. Þeir voru þar á lítilli eyju og héldu til í verbúð sem þar var. Fiskinum var svo landað uppi á landi og svo var farið út í eyju og dvalið þar þangað til að róið var aftur. Til að sækja vistir í land var farið á lítilli skektu. Ég man þegar ég var fimm ára þá fór ég með mömmu að heimsækja pabba þangað. Ég elst upp á Norðfirði og geng í skóla þar eins og venja var hjá öðrum krökkum. Þegar ég varð eldri, svona 13 ára, fór ég að vinna í bakaríinu á laugardögum og sunnudögum." Aldís rifjar líka upp að nær hver einasti bátur í bænum átti sitt svokallaða pakkhús en þar var fiskurinn saltaður og veiðarfærin geymd. Þá var beitt í öðru húsi og stundum fengu krakkarnir að fylgjast með köllunum er þeir voru að beita. Enginn vegur yfir fjöllin „Á þessum árum var síldin ekki komin í það horf eins og seinna varð þegar allt fylltist af síld í öllum fjörðum fyrir austan. Ég náði þó seinna, þegar ég varð eldri, í eitt sumar í söltun og það var mjög gaman að finna stemminguna eins og hún var. Það var gott að geta þénað pening en það vantar oft þegar verið er að byrja lífið. Annars var talsvert að gera fyrir austan en það var mikill fiskur sem kom á land og líka voru þarna verslanir og önnur fyrirtæki en þetta var um 1500 manna bær. Þá var ekki komið sjúkrahús en það var sjúkrastöð sem svo var kölluð ef þörf var á því að fara til læknis". Á þessum árum þegar Aldís var að alast upp var enginn vegur yfir fjöllin og því fóru allar samgöngur fram á sjó en flugvöllur var þó kominn á Norðfjörð. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.