Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 27
Ældi lif ur og lungum „Mamma varð alveg óð og segir að ég fari ekki neitt og þetta væri bara frekja í Aldísi frænku að gera þetta svona, að ráða fimmtán ára stelpu í vist langt í burtu. Pabbi skipti sér aldrei af svona málum en ég segi þá við mömmu að ég komi bara aftur ef mér líki ekki hjá þeim vistin og svo má maður ekki svíkja loforð sem hafa verið gefin segi ég. Alveg sama, segir mamma en hún hafði ekkert leyfi til að ráða þig. Ég var sammála mömmu um að þetta væri mikil frekja og að ekki hefði verið talað neitt við mig um það en þar við sat og ég var ráðin til vors 1950. Ég fer svo með strandferðaskipi til Reykjavíkur og ég var svo sjóveik á leiðinni að ég ældi lifur og lungum," segir Aldís er hún rifjar upp tildrögin að hún kom á Hellissand í október 1949. Hélt að ég væri komin á tunglið Hún fór með flugvél vestur og flugleiðin var framan undir Jökli og henni fannst skrítið að sjá landslagið. „Ég hélt að ég væri komin á tunglið er ég flaug yfir Nesið, allt í hrauni, allskonar gígar og hólar og svo að sjálfsögðu Snæfellsjökullinn sjálfur. Ég var nú aðeins búin að lesa mig til en það var gaman en samt ótrúlegt að upplifa þetta en svona landslag hafði maður ekki séð fyrir austan. Það voru fáir farþegar með vélinni og við lentum á Gufuskálavelli. Sigmundur tók á móti mér á vellinum en það kom í Ijós seinna að hann vildi ekki fá mig alveg strax vestur því þau hjónin þurftu að fara suður til að erinda eitthvað. Hann náði bara aldrei í mig í síma til að láta mig vita um það. Þau hjónin fara svo til Reyjavíkur eftir nokkra daga og á meðan var mér komið fyrir úti í Rifi hjá þeim miklu sómahjónum Halldóru og Friðþjófi í eina viku en kaupfélagsstjórahjónin vildu ekki skilja mig eftir eina. Þá kynnist ég Ester dóttur þeirra hjóna en hún var ári eldri en ég, þá nýorðin 16 ára. Þá voru öll börn þeirra hjóna heima, Sævar var tveimur árum yngri en ég og Kristinn sjö árum yngri og svo Svanheiður en hún var fædd 1939. Einnig voru foreldrar Friðþjófs á heimilinu en Rifsbærinn vartvær hæðir. Ég skal segja þér að ég hef aldrei kynnst eins góðu fólki og Friðþjófi og Halldóru og börnum þeirra. Alltaf gott viðmót og elskulegheit alla tíð. Við Ester urðum upp frá þessu miklar vinkonur og oft gisti ég hjá henni á helgum." Kunni að sjóða kartöflur „Jæja, svo koma Sigmundur og Sigríður úr bænum og vinna mín hefst hjá þeim. Þau voru orðin frekarfullorðin bæði tvö og ágætisfólk en voru ekki góð til heilsunnar. Mér líkaði vel og vinna mín var að þrífa og taka til. Þau áttu engin börn en tóku að sér stúlku sem hét María og var átta ára er ég kom á heimilið. Þau bjuggu í kaupfélagshúsinu sem var á tveimur hæðum og húsið leit vel út. í íbúðinni voru tvö herbergi og sváfum við í öðru herbeginu ég og María. Það voru tvær stofur, baðherbergi, eldhús og svo var kontorinn sem kallaður var. Þá var einnig salur á hæðinni sem var kallaður stúkusalur. Sigríður vann ekki úti að minnsta kosti á þessum árum. Þetta gekk allt vel og einu sinni tók ég meðal annars að mér að gera matinn fyrir Sigmund í nokkra daga en konan hans fór til Arngríms læknis í Ólafsvík . Blessunin hún mamma mín var ekki búin að kenna mér neitt í matreiðslu en ég kunni þó að sjóða kartöflur. Já, það var talsverður munur á Hellissandi og Norðfirði á þessum árum. Á Hellissandi voru t.d. Ijósin slökkt kl. 12 á miðnætti. Húsin fyrir austan voru stærri og þar voru fleiri götur. Bátar á Hellissandi voru minni sem og höfnin líka enda var miklu fleira fólk fyrir austan. Að sjálfsögðu voru líka lítil hús á Norðfirði eins og á Hellissandi en það var svo mikil rómantík í þessu öllu hérna að mér fannst. Helstu fyrirtækin hér á staðnum að ég man voru þá Hraðfrystihús Hellissands og svo Kaupfélagið og Bensabúð." Rómantíkin tekur í taumana Um veturinn 1950 tók svo rómantíkin í taumana sem Aldís minntist á en þá kynntust hún og Aðalsteinn Elías Jónsson en hann var frá Hellissandi. Aðalsteinn var fæddur 27. september 1928 og sonur hjónanna JónsOddssonarogSólveigarAndrésdótturen þaubjuggu Aldís og Aðalsteinn með barnahópin sinn. Myndin er tekin á Gufuskálum á jólunum 1967. F.v. Dís, Þór, Svanur, Ásdís, Stefán, Heiðbrá, Sólveig, Rut og svo Aðalsteinn. Myndina tók Þórður Markússon. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.