Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 33

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 33
Kristmundur Halldórsson Við öll sem eldri erum hér í Snæfellsbæ þekktum að sjálfsögðu Kristmund Hall- dórsson skipstjóra á Matthildi SH 167. Hann fæddist 13. ágúst 1928 og var næst- elstur af níu systkinum sem komust á legg. Hann byrjaði sína sjómennsku þrettán ára með föður sínum Halldóri Jónssyni á Víkingi SH og hann byrjaði skipstjórn sína 1951 á Mumma SH sem hann átti sjálfur. Kristmundur var mikill sómamaður, fiskinn og gott að vera með honum á bát en það er rómur þeirra manna sem voru með honum á sjó. Kristmundur lést árið 1997 en hann og kona hans Laufey Eyvindsdóttir eignuðust níu börn, sex stráka og þrjár stúlkur og fyrir átti Laufey einn strák. Það hefur verið mikið að gera á stóru heimili eins og nærri má geta fyrir utan vinnuna sem þau bæðu stunduðu. Þá var gott að geta tekið sér ærlegt frí og það gerðu þau. í fjölmörg ár fóru þau tvö á Costa del Sol og nutu sólarinnar og ávallt í þrjár vikur og alltaf voru þau á sama hótelinu en það var El Remo. Þá er komið að tilurð þessarar greinar. í þessum fríum fylgdist Kristmundur stundum með sjómönnum sem stunduðu skelfiskveiðar fyrir utan lítið fiskimannaþorp sem heitir Chariuela á strönd Costa del Sol, sem er við hliðina á hótelinu þeirra. Einu sinni skoðaði Kristmundur festingar í plógana í þessum litlu bátum og sá strax að þær voru ekki réttar. Þetta átti eftir að verða sögulegt. Til að fá þessa sögu rétta hafði Sjómannadagsblaðið samband við fararstjóra ferðaskrifstofunnar Útsýnar á þessum árum en það var Sigurdór Sigurdórsson sem var þar ásamt konu sinni Sigrúnu Gissurardóttur. Sigurdór starfaði einnig lengi vel sem blaðamaður. Hann var ein tíu ár fararstjóri Útsýnar í fjóra mánuði á hverju sumri og einnig var hann þjóðþekktur söngvari og hver man ekki eftir laginu Þórsmerkurljóð en hann var þá í hljómsveit Svavars Gests. Sigurdór og þau hjón Kristmundur og Laufey kynntust vel á þessum árum og urðu góðir vinir. En gefum Sigurdóri orðið: El capitan frá íslandi Jæja, ég hitti svo á aðalmanninn en það var faðir tveggja sona en hann var með þá með sér í útgerðinni en þeir áttu þrjá báta eins og áður sagði. Ég segi honum að hjá mér sé staddur í sólarferð El capitan skipstjóri frá íslandi. Hann langi til að kíkja á festingarnar í bátunum því hann sé viss um að þær séu ekki á réttum stað í plógunum. Hann segir að það geti varla passað því að bæði faðir hans og jafnvel afi hans hafi verið með tógin fest á sama stað og hann er með nú. Ég sagði skipstjóranum að ég vissi ekkert um þetta en el Capitan hafi bara sagt mér þetta og vildi láta þig vita. Hann segir þá að það sé allt í lagi að Kristmundur komi og líti á veiðarfærin. Ég segi Kristmundi þetta og seinnipart dags fer hann um borð í bátana og breytir því sem hann vildi og þeir fara út um nóttina og Kristmundur er með einum bátnum. Það sem að var að mati Kristmundar var að plógurinn sat ekki nógu vel á botninum til að skelinn færi inn í hann heldur hoppaði hann yfir skelina. Kristmundur hafði góða reynslu sjálfur af skelveiðum í Breiðafirði og vissi því vel hvað hann var að segja. Góður afli Það er ekkert með það að þeir fá góðan afla. Einn báturinn var með tólf fötur og annar með fimmtán fötur frá því að vera með tvær eða þrjár fötur. Það var allt á endum og þetta spurðist út meðal annara sjómanna. El Capitan varð að breyta hjá þeim líka og þetta gjörbreytti hag sjómannanna sem réru frá þessari frægu Costa del Sol strönd. Þessum feðgum vegnaði mjög vel eftir þetta og urðu efnaðir á spænskan mælikvarða. Eftir þetta dáðu þeir Kristmund mikið og eitt sinn tóku þeir á leigu veitingastað og héldu honum stóra og mikla veislu. Svo er það næsta sumar er Kristmundur og Adda komu út, en ég og konan mín voru þá komin út áður, að pabbinn kemur til El capitan „Þau hjón Kristmundur og Laufey komu öll þessi ár sem við vorum á Costa del Sol en við byrjuðum 1977. Þau voru alltaf á sama hóteli og alltaf á sama stað á ströndinni við hótelið. Þau fóru aldrei í neinar ferðir bara slöppuðu af í sólinni og höfðu það gott. Einn daginn kom hann til mín og segir mér frá þremur bátum sem lágu í fjörunni við hótelið Santa Clara en það var ca 300 metra frá El Remo. Þetta voru bátar sem voru á skelfiskveiðum og drógu á eftir sér skelplóg. Skelin var svo seld til veitingahúsa á Chariuelaströndinni. Kristmundur sagði mér að festingarnar í bátunum í plógana væru ekki réttar. Hann spyr hvort ég vilji koma honum í samband við eigendur bátanna því hann langi til að segja þeim til með festingar á tóginu í plógana. Ég segi Kidda að það skuli ég gera en bátarnir voru að fara út svona um kl. þrjú og fjögur á nóttinni og ég kannist við eigendur þeirra. Svo komu þeir í land á milli kl. tíu og ellefu á morgnana. Hann spyr mig hvort ég viti hvað þeir eru að fá í hverjum róðri og ég segi að þeir séu að fá um tvær til þrjár fötur í róðri. Irish coffee og koníak tekið eftir góða máltíð: Frá vinstri er Kristmundur, Guðjón Bjarnason, Laufey Eyvindsdóttir kona Kristmundar og Kristín Jónsdóttir kona Guðjóns. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.