Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 41

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 41
móttaka veðurkorts með veðurlýsingu frá kl. 09:00. Við vorum alveg sjálfum okkur nógir um veðurspár með kortunum og eigin veðurathugun, hlustuðum því sjaldan á veðrið. 11:30 kódatími, síðan veðurathugun og sending veðurskeytis, 12:30 matur. Yfirleitt lagði ég mig eftir hádegismatinn, þá komu menn stundum kurteisir að kojustokknum og spurðu hvort hægt væri að hringja í land sem auðvitað var sjálfsagt mál.14:45 veðurathugun og sending veðurskeytis, svo skroppið niður í kaffi. 15:30 kódatími. Ef það var bræla voru tekin veðurkort kl. 16:30 og 17:30, kannski á kvöldin líka kl. 21:30 og 22:30. Veðurathugun kl. 17:45 og sending veðurskeytis, síðan matartími. Kódatími kl. 18:30. Þrisvar til fjórum sinnum í túr sýndi ég bíó kl. 19:00, videóið var ekki komið og 16 mm filmurnar voru fengnar á leigu hjá Filmum og Vélum á Skólavörðustígnum og svo ókeypis hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna vestur á Melum. Veðurathugun og sending veðurskeytis kl. 20:45. Kódatími kl. 23:30, síðan veðurathugun og sending veðurskeytis á miðnætti. Þegar maður var búinn að kíkja niður í messa á miðnætti var vaktmótttakarinn fyrir 2182 stilltur fram í brú og svo var skrúfað aðeins upp í mótttakaranum fyrir neyðarbylgjuna á morsi 500 kHz, því maður vaknaði alltafvið eigið kallmerki eða SOS. Reyndarsíaðist flest sem fram fór á bylgjunni inn í gegn um svefninn. Reglulega var fylgst með viðskiptalistum hjá Reykjavíkradíó/TFA ef það skyldi vera skeyti eða samtal til skipsins. En oft gáfu þeir manni kall á morsinu á 500 kHz ef þeir höfðu eitthvað, skeyti eða samtal. Þetta varnotalegt og skemmtilegt starf þarsem maðurvarsífelltað passa klukkuna og dagurinn var fljótur að líða, upplýsingarnar biðu ekki. Loftskeytamannsgrauturinn Við vorum með SIMRAD EK dýptarmæla með blautpappír sem hægt var að endurnýta. Það var gert þannig að notaðar rúllur voru settar í pott með vatni og bætt út í salti og joði. Á gufutogurunum létu þeir pottinn standa niðri á fýrplássi, en ég varð að semja við kokkinn um að lofa pottinum að standa aftast á eldavélinni, þar sem hann héldist heitur en sauð ekki, þá runnu lóðningarnar út úr pappírnum. Maður fékk stundum smá skot frá kokknum: „Kemur hann nú með loftskeytamannsgrautinn" eða „ertu nú með andskotans pottinn", en það risti nú ekki djúpt. Samtöl við land. Loftskeytamaðurinn afgreiddi öll samtöl við skipið, sem yfirleitt voru nokkur á dag. Skipstjórinn var skuldbundinn kódafélaginu um að engar upplýsingar færu út um fiskirí eða staðsetningu skipsins og loftskeytamaðurinn þurfti því að fylgjast með að menn töluðu ekki af sér í samtölum. Ef það gerðist var tólið tekið af viðkomandi. Annar kokkur var eldri maður, færeyskur öðlingur, Joen Hendrik Poulsen, faðir Eli Poulsen sem hefur verið fréttaritari Ríkisútvarpsins í Þórshöfn í Færeyjum. Jói Færeyingur kom yfirleitt upp til mín, að kvöldi til þegar hann vissi að við vorum nærri Færeyjum og vildi hringja í gegn um Tórshavnradíó. Þetta voru ógleymanlegarstundir, því hann var svo andaktugur að koma upp til okkar og þetta var greinilega nokkuð sem hann hafði hugsað um og hafði hlakkað til að gera. Yfirleitt var löng röð hjá Tórshavnradíó svo við þurftum að hlusta á mörg samtöl og höfðum góðan tíma til að spjalla meðan við biðum eftir að komast að í röðinni. Svo talaði hann vel og lengi þegar við vorum komnir í samband við hans fólk í Færeyjum. Jói Færeyingur hafði verið mótoristi á færeyskum skútum, hann lagaði svo sterkt kaffi að það stóð næstum í manni. Strákarnir spurðu hann stundum hvort hann hafi verið svo lengi á skútunum að hann væri ennþá að spara vatnið. Nei, nei sagði hann með hægð; „kaffið tað skal smaka". Joen Hendrik Poulsen, annar kokkur á togaranum Guðsteini. Loftnetin I brælum og ísingu þurfti að hugsa sérstaklega vel um loftnetin, einangrarana og gegntökin. Þá þurfti maður oftast að byrja á því að fara upp á brúarþak og hreinsa ís af loftnetsgegntökum, einangrurum og loftnesniðurtökum áður en kveikt var á sendinum. Það gátu því orðið margar ferðir upp leiðarann á klakað brúarþakið þegar verst voru veðrin. Maður heyrði stundum skipstjórann tuða: „Veru ekki að þessu helvítis príli drengur". Hlustvaktin Hlustvaktin var megin hluti starfsins sem bar þó ekki mikið á og fæstir gerðu sér kannski grein fyrir mikilvægi hennar. Stóru togararnir voru alþjóðlega flokkaðir sem Hx skip sem þýddi að hlustvarslan á neyðar- og uppkallsbylgjunum var óskilgreind, svo reyndin var sú, að maður var í raun á vakt allan sólarhringinn og þurfti því að halda sig sem mest nærri tækjunum, enda var kojan í loftskeytaklefanum. Það þótti illt til afspurnar ef kalla þurfti oft á skip með loftskeytamann um borð. Flutningaskipin voru hinsvegar yfirleitt flokkuð sem H8 skip og þar þurfti loftskeytamaðurinn að standa a.m.k. 8 klst. hlustvakt eftir ákveðnu kerfi sem átti að tryggja að einhvervaralltaf að hlusta á ákveðnu hafsvæði. Svo voru til H16 og H24 skip með tveim eða fleiri loftskeytamönnum, eins og stóru farþegaskipin, herskip ofl. Veöurathugun og veðurkort Veðurathugunartímar eru samræmdir um allan heim kl. 03:00, 06:00, 09:00, 12:00, 15:00, 18:00, 21:00 og miðnætti. Við fengum Á myndinni eru Borgþór H. Jónsson og Markús Á. Einarsson veðurfræðingar. Myndin er líklega tekin árið 1992. Ljósmyndari: Edda Völva Eiríksdóttir 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.