Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 43

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 43
lista með símtala- og skeytakostnaði hvers og eins, og nótum yfir úttekt úr kaupfélaginu, fyrir utan pantanir á rekstrarvörum eins og dýptarmælapappír, varahlutum o.þ.h.. Er Kaupfélagið opið núna Það var í togarasamningunum að menn áttu að geta keypt um borð sjógalla, vettlinga og stígvél. Einnig sígarettur, reyktóbak, eldspítur, neftóbak og vasahnífa. Þessvegna var alltaf nóg að gera þegar farið var úr höfn við að afgreiða hlífðarfötin úr lítilli kompu undir stiganum niðri á íbúðagangi og svo tóbakið sem geymt var í læstum skáp í loftskeytaklefanum. í daglegu tali var þessi litla verslun kölluð kaupfélagið og menn komu stundum sposkir á svip í gættina hjá mér og sögðu: „Er kaupfélagið opið núna?" Skipstjórinn Sambandið milli skipstjóra og loftskeytamanns var yfirleitt nokkuð náið, því öll fjarskipti fóru fram í umboði og á ábyrgð skipstjórans. Togaraskipstjóri er alltaf undir miklu álagi og hann veit innst inni að hann er bara skipstjóri meðan að hann fiskar vel. Loftskeytamaðurinn var uppi allan tímann sem skipstjórinn var í brúnni. Skipstjórinn kom venjulega upp milli kl. 10 og 11 á morgnana og fór niður uppúr miðnætti, eftir að hann var búinn að fá kódablaðið á miðnætti, spjalla við stýrimanninn og afhenda honum skipið fyrir nóttina. Loftskeytamaðurinn sá um viðhald siglinga- og fiskleitartækja, hélt brúnni að mestu hreinni og var alltaf við hendina til að stilla eða laga eitthvað eða skreppa niður og sinna einhverju fyrir skipstjórann. Það þótti sjálfsagt að maður væri búinn að setja í gang öll siglingatæki og ganga úr skugga um að þau væru í lagi, áður en skipstjóri mætti til skips eftir inniverur og eins að ganga frá þegar komið var í höfn og áður en farið varfrá borði. Svo hafði það kannski einnig góð áhrif að loftskeytamaðurinn var bundinn í loftskeytaklefanum úr b/v Röðli/TFPC sem er uppsettur í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Svavar Benediktsson skipstjóri stendur við langbylgjusendinn. Mynd Atli Már Hafsteinsson. þagnareiði um fjarskiptin og það sem hann heyrði, sem gerði það að verkum að hann fór yfirleitt vel með það sem fyrir eyrun bar og á fiskiríi voru þeir oftast tveir einir í brúnni. Svo voru þeir skipstjórar sem voru formenn í kodafélaginu, það var þeirra loftskeytamaður sem bjó til nýjan kóda og sá um að endurnýja kódabókina. Ennþá eftir nærri fjörutíu ár eru fagnaðarfundir þegar ég hitti minn gamla skipstjóra Svavar Benediktsson, og ég held að hann hafi fyrir löngu gleymt og fyrirgefið stráknum „loftnetaprílið". Egill Þórðarsson VIÐ ÓSKUM SJÓMÖNNUM TIL HAMINCJU MEÐ DAGINN FARSÆLT SAMSTARF UM FORVARNIR Sjóvá er adalstyrktaradili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Sjóvá leggur mikla áherslu á forvarnir og frædslu og sú stefna fellur vel ad markmidum Landsbjargar. Líkt og Landsbjörg hefur Sjóvá þann tilgang ad vera til stadar þegar mest á reynir og tryggja verdmætin í lífi fólks. lil SLYSflVflRNflFÉLflGIO LflNDSBJÖRG SJÓVÁ Sjóvá er adalstyrktaradili Slysavarnafélagsins Landsbjargar 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.