Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 46

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 46
þurftir að líta aftur fyrir þig þá horfðir þú bara beint inn í hettuna, og þeir myndu aldrei ná vinsældum. En öll vitum við hvernig það fór. Sjóhattar og vírvettlingar eru ekki algengir á sjónum í dag, bara hettur og gúmmívettlingar. Út í einum haug Já, mönnum þótti oft nóg um þessa gífulegu hröðu og miklu þróun. Sumir voru opnari en aðrir fyrir nýjungunum og gaman er að rifja upp ýmsar skemmtilegar sögur þessa tíma. Til er saga af því er keyptur var bátur með netauppstillingu frá Keflavík til Vestmannaeyja. Það fyrsta sem menn gerðu þar var að henda uppstillingunni í land og greiddu svo fiskinn úr á lestarlúgunni. Svona hefðu menn alltaf gert og skyldu gera það áfram. Eins og ég sagði ergaman að rifja liðna tíma. Fyrstu netavertíðina mína var ég á Pétri Thorsteinssyni frá Bíldudal og rérum við hingað í Breiðafjörðinn. Við vorum með 15 trossur og sumar allt að 25 neta langar, hampteinar með glerkúlum og netasteinum. Pétur sem var austur-þýskurtappatogari valt svakalega og saup mikið inn á sig. Ef það reis alda á Breiðafirði kom hún um borð til okkar, svo það voru ófáar trossurnar sem fóru út í einum haug. í dag eru komnir flot- og blýteinar og hægt að draga netin í gegnum rör aftur á rassgat. Þessu hefði engin trúað á þessum árum. Þama flaug baujan Baujuvaktir gátu oft verið erfiðar. Ef slokknaði á baujuljósinu í brælu og snjókomu gat tekið langan tíma að finna hana á ný. Þá gat maður reyndarfengið auka kríu á meðan leitað var þ.e.a.s. ef maður týndi ekki baujunni sjálfur. Það kom líka fyrir að menn sáu Ijós og sigldu í áttina að því þar til að þeir sáu að þetta var viti. Það eru til margar skondnar sögur af týndum baujum. Ein slík segir frá því er verið var að leita að bauju að skipstjórinn kallar „þarna er baujan". Hásetinn sem var á útkíkki með honum segir þá „nei, þetta er bara fugl". Skipstjórinn varð þá alveg grautfúll, eins og von var ef bauja týndist, leit á hásetann og sagði „ef ég segi að þetta sé bauja þá er það bauja!" Stuttu seinna heyrðist í hásetanum „þarna flaug baujan". Sjanghæjaðir um borð Síðutogararnir voru merkilegur kafli í sögunni og í upphafi slógust menn um plássin á þeim. Þóttu þessir karlar miklir harðjaxlarog færðu þjóðinni auð eins og segir í textanum. Síðustu ár síðutogaranna snérist þetta við og erfitt var að manna skipin. Til að fá rétta hausatölu, svo hægt væri að halda til veiða, voru menn sjanghæjaðir um borð, eins og það var kallað. Það var hlutverk 1. stýrimanns að ná í menn. Fór hann í leigubíl með kassa af brennivíni og leitaði að þyrstum mönnum, sem síðan voru keyrðir um borð þegar þeir voru búnir drekka slatta af brennivíninu. í sumum tilfellum lá togarinn úti á ytri höfninni og lóðsbátur sigldi þá gjarnan á milli með mennina til að þeir kæmust ekki í aftur land. Þetta myndi trúlega kallast mannrán í dag. Hörkusjómenn En það var nú samt ekki svo að það væru bara lassarónar á síðutogurunum, þarna voru hörkukarlar eða eins og maður segir sjómenn. Þegar siglt var með aflann á Bretland eða Þýskaland var siglingaleiðin fram hjá Færeyjum, en á þessum árum voru margir Færeyingar á íslensku síðutogurunum. Sumir fóru í land í Færeyjum, sem kom sér vel fyrir fjölskyldumenn, og voru síðan teknir um borð aftur á bakaleiðinni. En hinir komu með okkur í fjörið í útlandinu. Færeyingarnir komu líka mikið á vertíð allt í kringum landið, bæði í verkanirnar og á bátana. Þetta voru eins og fslendingarnir hörku sjómenn og margir hverjir ílengdust hér eins og við þekkum. Trúlega væri ég einhleypur ef tengdapabbi hefði ekki komið á vertíð til íslands. Sjómennskan hefur alltaf verið erfið og er það enn, þó svo að margt hafi breyst til betri vegar. Þetta er eilíf barátta við veðurguðina sem hafa verið okkur erfiðir síðasta vetur. Því segi ég eins og einn góður maður sagði, þið eruð hetjur hafsins og hermenn þjóðarinnar. Ég vil að lokum þakka sjómannadagsráði þann heiður að fá að vera hér í dag. Sjómenn og ykkar fylgifiskar til hamingju með daginn. Spurningar til sjómannskvenna Nafn og starf? Margrét Síf Sævarsdóttir, námsmaður. Hefur þú farið á sjó og á hvaða bát? Já, ég hef farið út á sjó en ekki til þess að vinna, fór stundum með afa Snorra á trillunum sem hann átti og svo ef það má kalla að fara á sjó, skemmtisiglingarnar á sjómannadaginn. Varstu sjóveik? Nei, ég hef ekki orðið sjóveik í þessi skipti sem ég hef farið á báti út úr höfninni. Hlustar þú á óskalagaþátt sjómanna? Nei, það geri ég ekki. Vildir þú fara í rallý með manninum þínum? Já, ég myndi vilja það, treysti honum fullkomlega. Hver ætti að keyra? Klárlega Oddur ef við ættum að vinna rallýið því hann er betri bílstjóri en ég. Uppáhalds sjónvarspþáttur? Eins og staðan er í dag þá á ég mér engan uppáhalds en mérfinnst Scandal mjög góðir þættir. Ertu búin að sjá Mamma Mia? Já og hún er æði, ég er búin að horfa á hana oft og syng með. Hvernig væri draumafríið þitt ? Að fara með fjölskyldunni minni í gott veður og afslappað umhverfi, það er draumurinn. Hver er munurinn á báti og skipi? Bátur myndi ég segja að væri eins og dagróðrabátur en skip er stærra og lengur út á sjó í einu. Ertu á facebook eða tvitter og hvað áttu marga vini? Ég er á facebook og ég á 358 vini. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Ég á tvo uppáhalds liti og þeir eru rauður og bleikur. En svo elska ég Víkings bláa litinn. Gefur maðurinn þinn þér blóm á konudaginn? Nei, hann hefur ekki gert það, kannski fæ ég blóm næst. I Hvaða starfi væri maðurinn þinn ef hann væri ekki sjómaður? í inni kósý vinnu eins og hann talar sjálfur um. Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég á mér ekki eitthvað eitt uppáhalds lag, ég hlusta mikið á tónlist og þá á tónlist sem er ný í dag. Islensk tónlist er samt alltaf best. Hver er aðal kosturinn að eiga sjómann? I mínu tilviki eru það góð frí eins og hvernig róðramennskan á Steinunni SH 167 er. En ókosturinn ? Haustin, því þá fara þeir á Vestfirði og eru svo lengi í burtu. Það er mjög leiðinlegurtími og ekki má gleyma áhættunni sem fylgir sjómennskunni. Færði koss frá bóndanum áður en hann fer á sjóinn? Já, hann kyssir mig alltaf áður en hann fer út á sjó. Mottóið mitt er: Hreyfðu þig og hugsaðu um heilsuna. Þú átt bara einn líkama og farðu vel með hann. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.