Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 59

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 59
Á myndinni er Ester Úranía Friðþjófsdóttir en hún var heiðruð á sjómannadaginn á Hetlissandi. Með henni eru börnin frá vinstri, Elvar Guðvin, Jóhann Rúnar, Guðbjörg Huldís, Helena Sólbrá, Snædís Elísa, Dagrún Sólrún og Baldur Freyr. góðan vinahóp, var á fullu í fótboltanum á Egilsstöðum, nýkomin í meistaraflokk fannst mér eins og lífið framundan væri búið. Það fyrsta sem að ég sagði var, „hvar er Hellissandur"? Ég hafði ekki hugmynd um hvar hann væri enda ekki heyrt um Hellissand áður. Pabbi, mamma og Helga Eir systir fóru vestur í apríl en ég fór í september þegar keppnistímabilið í fótboltanum var búið. En 6 mánuðum áður en að við fluttum á Hellissand, höfðum við keypt hús á Egilsstöðum og gert það upp. Þar bjó ég ásamt Frey frænda mínum allt sumarið í tómu húsi, aðeins rúm til að sofa í. Þrjóska stelpan sem ég er ætlaði sko ekki að flytja með á Hellissand, ætlaði bara að flytja til afa Eiríks sem bjó í húsinu við hliðina á okkur. Þegar ég kem síðan á Hellissand í september árið 1999 með sorg í hjarta eftir að hafa kvatt stórfjölskyldu og vini og þurft að hætta í fótboltanum, tóku krakkarnir í bænum svona rosalega vel á móti mér. Sjómannaböllin ógleymanleg Við tóku góðir tímar og sjórinn og sjómannadagurinn urðu aftur órjúfanlegur hluti míns lífs. Ég vann í fiski á sumrin með skólanum og hluti af stemmingunni var að taka þátt í keppnum á sjómannadaginn. Metnaðurinn var mikill og það var keppt af lífi og sál, ég vildi bikarinn, fékk hann og mynd af mér í sjómannablaðiðl! Sjómannaböllin á Hellissandi á þessum árum eru mér líka ógleymanleg enda náði ég mér í góða tengingu við sjóinn með honum Örvari mínum og dansa enn á sjómannaballi á Hellissandi 15 árum síðar. Já, nú er litla stúlkan sem steig ölduna forðum með kókómjólk og prins póló í hendinni sem sagt orðih stór. Hún er kannski ekki mikill sjómaður stúlkan sú en uppeldi mitt hvort sem það var þar sem fræið varð til eða þar sem það skaut föstum fjölskyldurótum gerir það að verkum að ég tel mig vita vel hversu sjórinn og það sem hann gefur er mikilvægur okkur öllum. Hér fann ég draumaprinsinn minn Ég ákaflega stolt yfir því að vera hluti af samhentri og góðri sjávarútvegsfjölskyldu sem lifir og starfar í þessari mikilvægu atvinnugrein hér í Snæfellsbæ. Hér fann ég draumastaðinn minn, barnanna minna og hér fann ég draumaprinsinn minn hann Örvar. Við sem búum hér í Snæfellsbæ og á íslandi öllu hvort sem er við sjóinn, í sveit eða í borg gerum okkur öll grein fyrir því hvað sjómennskan og sjósókn er samofin sögu landsins okkar. Ég hef sjálf aldrei verið á sjó en ber ómælda virðingu fyrir sjómönnunum okkar og fjölskyldum þeirra. Á fyrri tímum voru sjóslys tíð en með nýrri tækni og gjörbreytingu á öryggismálum þá eru þau sem betur fer orðin mjög fátíð en við megum samt aldrei gleyma okkur eitt andartak þegar kemur að öryggi og velferð ástvina okkar. Kæru sjómenn, fjölskyldur og aðrir hátíðargestir, til hamingju með daginn, til hamingju með sjómannadaginn. Verkalýðsfélag Snæfellinga óskar sjómönnum til hamingju með daginn! Verkalýðsfélag Snæfellinga 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.