Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 60

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 60
Sjómannadagurinn á Hellissandi 2015 Báturinn til vinstri er greinilega á undan. Ljósm: JRK. Sjómannadagurinn 2015 var haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ helgina 5.-7. júní. Dagskrá hófst á laugardegi með sameiginlegri dorgveiðikeppni á vegum Sjósnæ og síðan voru grillaðar pulsur á eftir. Skemmtidagskrá byrjaði svo venju samkvæmt við Rifshöfn kl 12:30 og var mæting góð. Veður var fínt norðan andvari, hálfskýjað og sáust sólarglætur stöku sinnum. Keppt var í þrautarkeppni, róðrarkeppni, reiptogi og brettahlaupi og kíkti svo þyrla landhelgisgæslunnar við og var hún til sýnis gestum og gangandi. Guðbjartur SH, Særif SH og Tryggvi Eðvarðs SH sáu um dagskrá helgarinnar og bauð gestum upp á fiskisúpu og fleira sem vakti mikla lukku. Örvar SH sá um skemmtisiglinguna og endaði svo laugardagurinn með sameiginlegu sjómannahófi sjómannadagsráðanna í Snæfellsbæ þar sem Jón Kristinn á Hrauninu sá um matinn, Björn Bragi var veislustjóri, Alda Dís og Mummi komu fram og hljómsveitin Á móti sól hélt svo uppi stuðinu fram á rauða nótt, tókst þessi sameining hófanna með eindæmum vel og er þetta vonandi einhvað sem komið er til að vera í náinni framtíð. Sunnudagurinn byrjaði með sjómannamessu, að henni lokinni var lagðurblómakransaðminnismerki látinnasjómanna. Hátíðardagskrá hófst svo í sjómannagarðinum kl 13:00, Erla Guðlaugsdóttir flutti hátíðarræðuna og Ester Úranía Friðþjófsdóttir var heiðruð sjómannsfrú. Leikhópurinn Lotta varsvo með leiksýningu ÍTröðinni. Kaffisala slysavarnadeildanna Helgu Bárðardóttur og Sumargjöf var að venju til staðar í slysavamahúsinu Von og kíkti Leikhópurinn Lotta í heimsókn. Leiksýningin Saga Guðríðar Clausen var sýnd í Frystiklefanum og endaði svo dagskráin með sameiginlegri grillveislu í húsakynnum FMÍ í Ólafsvík og voru þar einnig hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina sem vöktu mikla lukku. Sjómannadagsráð þakkar öllum styrktaraðilum og þeim sem komu að og hjálpuðu til. F.h. Sjómannadagsráðs Hellissands, Atli Már Gunnarsson Flekahlaupið er alltaf vinsælt. Ljósm: JRK.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.