Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 76

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 76
Minni sjómanna á sjómannahófi í Ólafsvík 2015 etta skemmtilega erindi fluttu þær systur Gyða Hlín og Lára Jóna Björnsdætur á sjómannahófi í Félagsheimilinu Klifi á sjómannadaginn 2015. Kæru sjómenn, fjölskyldur þeirra og aðrir gestir. Til hamingju með daginn. Fjölskyldan í Sandholtinu hefur lifað og hrærst í tengslum við sjávarútveg alveg frá því að við munum eftir okkur. Einfaldlega allt snýst um sjávarútveg frá morgni til kvölds. Veðrið tekið nokkrum sinnum á dag og svo nokkrum sinnum í viðbót, í útvarpinu, í sjónvarpinu, á textavarpinu, í tölvunni og svo tala ég ekki um það þegar norðmennirnir fóru að gefa okkur svona líka góðar spár um veðrið, þvílíkur munur... Janúar út maí voru auðvitað mánuðirnir þar sem allt fór á hvolf, það var sko að detta í vertíð, komin hávertíð eða vertíðin að klárast, hvenær ætti að byrja á netum, hvenær ætti að hætta á netum, fara á snurvoð eða hætta á snurðvoð, hvernig gengur að vinna aflann, það er allt of mikið í húsinu, það vantar kör, það vantar salt, of mikið af birgðum, of lítið af birgðum, hvernig er skilaverðið, hvernig er salan, hverjir eru að landa hjá okkur og svona má halda endalaust áfram, allt hefur snúist um þetta frá því við lærðum að hlusta..og talandi um að hlusta... Við vorum ekki send fram úr á morgnanna með einföldu „góðan daginn" heldur var bara opnað inn til okkarog sagt með skipandi röddu „RÆS" svo einfalt var það og sagði allt sem þurfti. Trúlofun á þessum degi Það gefur því auga leið að sjómannadagurinn hefur skipað stóran sess í lífi okkar og er einn af stærri hátíðardögum ársins. Þessu hefur fylgt undirbúningur og viðhöfn sem meðal annars hafa falið í sér veislur heima, þar sem áhöfn Ólafs Bjarnasonar og starfsfólk vinnslunnar, hita upp og fara svo saman á sjómannahófið. Rétt eins og núna þá er þetta alltaf jafn stór hluti af okkar fjölskyldu. Við systkinin höfum alltaf reyntað mæta ásamtfjölskyldum okkartil þess að taka þátt í þessum degi með foreldrum okkar og starfsfólkinu og þess má geta að núna í fyrsta skipti er þriðja kynslóðin mætt á hófið, gaman af því. Það er meira sem tengir okkur við þennan dag; foreldrar okkar trúlofuðu sig á þessum degi fyrir 48 árum Ólafur Bjarnason SH 137. Lára Jóna er til vinstri og Gyða Hlín til hægri. Ljósm: Þröstur Albertsson og rómantíkin blæs upp hjá þeim gamla og færir hann sinni alltaf blóm í tilefni dagsins! Hvað var meira viðeigandi en að trúlofa sig á þessum degi! Villimaður og náttúrubarn Margir af starfsmönnum Valafells hafa starfað hjá foreldrum okkar í tugi ára og eru orðnir sem hluti af fjölskyldunni. Enda foreldrar okkar alltaf verið heppin með starfsfólk. í gegnum árin hafa margir skrautlegir karakterar komið við sögu okkar en sumir eru ferskari í okkar minni heldur en aðrir. Þegar við vorum yngri og bjuggum ennþá í Sandholtinu þá var mun algengara að áhafnarmeðlimir og annað starfsfólk kæmi heim enda var skrifstofan lengi vel þar í kjallaranum. Menn komu til að sækja uppgjörið eða bara ræða málin. Okkur dettur í hug menn eins og; Danni/Daníel Magnússon en hann kom stundum heim og horfði á fréttirnar með okkur fjölskyldunni og prjónaði peysur, síðan var það pönkarinn hann Siggi/Sigurður Hafsteinsson og tala nú ekki um villimanninn eða náttúrubarnið hann Skarpa/Skarphéðinn Guðmundsson. Já, það var gaman af fá að kynnast mörgum af þessu skrautlegu karekterum. Allir í pungaprófið Við systkinin höfum öll unnið í fyrirtæki foreldra okkar hvort sem það er að verka saltfisk eða selja. Eins þegar að Ólafur Bjarnason fór í Daníelsslipp í bænum þá fékk ég (Lára) menntaskólapían vinnu við að þrífa borðsalinn og káeturnar..já káeturnar þar kom ýmislegt í Ijós (úpps...vona að ég verði ekki skömmuð núna) má þar nefna heimsbókmenntir eins og Colorsex og Weekendsex. (Gyða) Nú skil ég af hverju pabbi vildi að ég þrifi bara borðsalinn! Þar sem fjölskyldan er mikið tengd sjávarútvegi þótti við hæfi að 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.