Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 81

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 81
Þórsnes SH í rallinu 2016 Þórsnes SH 109 hefur verið í netaraliinu hér á Breiðafirði þetta vorið. Þórsnesið er 362 brl og hét áður Keflvíkingur KE og var smíðaður í Þýskalandi árið 1964. Dag einn í annari viku eftir páska var hann að landa f Ólafsvík um 15 tonnum af góðum fiski en það var jafnframt síðasti róðurinn í þessu ralli. Mig langaði til að spjalla við skipstjórann um aflabrögð og fleira og fór því niður á bryggju. Þegar ég er komin upp í brú kemur í Ijós að skipstjórinn, umkringdur margskonar tækjum og tólum, er Ólsari sem heitir Margeir Jóhannesson og er sonur hins mikla aflamanns Jóa á Nesi eða Jóhannesar Jónssonar og Geirlaug Geirsdóttir, móðir Margeirs, var mikil sómakona. Hún sá m.a. um sjómannagarðinn í Ólafsvík í mörg ár af stakri prýði. ,,Já, við vorum að klára í dag," segir Maggi en svo er hann oft kallaður „og ætli við séum ekki búnir að fá um 250 tonn í 12 róðrum. í fyrra vorum við í Faxaflóanum en núna í Breiðafirði en Saxhamar er í Faxaflóa. Það voru þrír bátar sem sóttu um núna og það var dregið um það og þetta kom í okkar hlut núna. Aflinn nú er kannski ekki eins góður og í fyrra en þá var aflinn líka mjög góður," segir Maggi. „Trossurnar eru lagðar eftir fyrirfram ákveðnu kerfi sem kemur frá Hafró og alltaf á sömu staði ár eftir ár. Mesti fiskurinn á þessu ralli var í Vesturbrúninni, Snaganum og vestur af Nesinu. Flákinn var ekki alveg að gefa sig til eins og áður. Frá Hafró eru þrír starfsmenn um borð sem taka tuttugu og fimm fiska í hverju neti sem þeir mæla og kvarna og taka allskonar prufur í þágu vísindanna. Svo er að bíða hvað þessi þáttur rannsókna er stór í ákvörðun á heildaraflanum." Aflinn orðinn 1000 tonn „Það sem erframundan hjá okkurerað taka önnurnet um borð og ég er að fara út af Látrabjarginu og prófa þar í hrygningarstoppinu. Það erekkertslakað á og við eigum góðar heimildir núna. Svo förum við að reyna við ufsa og seinna förum við á lönguveiðar í maí austur við Vestmannaeyjar. Þetta verður allt unnið í fiskvinnslu Þórsness í Stykkishólmi," segir Maggi er hann lýsir því sem framundan er. Þeir eru búnir að fiska um eittþúsund tonn á vertíðinni þegar viðtalið er tekið sem er mjög gott enda aflabrögðin með eindæmum góð í vetur og reyndar í öll veiðarfæri. Um borð eru ellefu harðduglegir kallar og skipið mjög gott og útgerðin er í góðum höndum. Fimmtán ára á vetrarvertíð Maggi skipstjóri byrjaði ungur á sjó eða þegar hann var fimmtán ára og það er árið 1974 sem hann byrjar á vetrarvertíðinni með Úlfari Kristjónssyni mági sínum á Bervíkinni. „Já, þeir voru þarna um borð Steini Randvers kokkur, Grímur Benna vélstjóri, Laugi var stýrimaður og einhverjir fleiri sem ég man ekki alveg í augnablikinu. Já, ég kláraði mig alveg þótt ég væri ungur og ég var með Úlla í 'tJLUINJ Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi SH. Mynd: Pétur Steinar. þrjú ár. Svo hætti ég um tíma og fer á annan bát og fer svo aftur sem vélstjóri á Bervíkina er Grímur hættir. Svo tók Hafþór Guðmundsson við af mér er ég hætti aftur." Á dragnót í 23 ár Maggi tók pungaprófið hér fyrir vestan en þá var verið að reyna að stoppa undanþágurnar á bátunum og eftir það verður hann í nokkur ár stýrimaður hjá Brynjari Kristmunds á Halldóri Jónssyni SFI. Hann flytur svo suður 1986 og er þar með bát sem hét Sæljón RE 19. Síðartekur hann svo við Arnari KE 26 og er með hann árin 1992 til 2000.„Þá kemur að því að ég er ekki með næg réttindi og útgerðarmaðurinn segir þá við mig. „Þú verður að fara í Stýrimannaskólann Maggi og taka einn bekk." Ég geri það 1993 og útgerðarmaðurinn er með bátinn á virkum dögum og reyndar var ég svo með bátinn um helgar/' segir Maggi og brosir en hann var 36 ára er hann fer í skólann en það gekk allt vel upp. í 23 ár er Maggi eingöngu á dragnót á þessum bátum þarna suður frá og þá mest með Arnar KE. Hann er svo með Bervík SH 143. Það er svo ekki fyrr en 2009 sem hann tekur fyrst netabát, en þá hafði hann heldur ekki verið með bát á línuveiðum. Maggi er búin að vera hjá Þórsnesi ehf frá árinu 2010 og þegar hann er spurður hvernig er fyrir Ólsara að búa í Stykkishólmi stendur ekki á svarinu. „Mér líkar alveg rosavel hérna í Stykkishólmi og hér er allt til alls fyrir alla og útgerðin sem ég er hjá mjög góð," segir Margeir Jóhannesson að lokum. Viðtal: Pétur Steinar Jóhannsson SS7 bORSNES , yli' É L' : ;r~ mU J KV< HP rm’ ~ - _. , JM Þrír af skipshöfn Þórsness SH, hressir kallar. Mynd: Pétur Steinar. Þórsnesið við bryggju í Ólafsvík og kallarnir nýbúnir að landa. Mynd: Pétur Steinar. 79

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.