Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 82

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 82
Æskuminningar frá Ólafsvík eftir Valdimar Elíasson Af tillitsemi við ókunnuga fer ég út í smá ættfræði. Ég heiti Valdimar Elíasson og er sonur Elíasar Valgeirssonar. Hann átti bróðir sem hét Gunnar sem er faðir Gunnars nokkurs sem er Ólsurum að góðu kunnur. Foreldrar mínir fluttu með okkur þrjú systkinin til Ólafsvíkur 1954 þar sem pabbi tók við rekstri Rjúkandavirkjunar fyrir hönd Rariks en heimili okkar var að Ennisbraut 21. Pabbi var auk þess fæddur að Kjalvegi í Neshreppi utan Ennis. Fyrstu minningar eru frekar daufar frá fyrstu árum enda bara þriggja ára gamall. Ævintýrin biðu með opinn faðminn en þau voru óþrjótandi. Einhvern tímann var grafinn skurður einn mikill og langur sem náði frá Ennisbraut á móts við hús númer 18. Hann náði uppundir kirkju og lá vestan við Barna og unglingaskólann. Við þetta urðu til miklir moldarhaugar sem drógu að sér ieikþyrsta krakka sem réðust í miklar vegaframkvæmdir og var svæðið eins og mauraþúfa á að líta. Síðar var þetta jafnað til vegna annarra framkvæmda. í mínu tilfelli var fjaran næst en þar fann ég mig heldur betur og því var keyptur á mig sjógalli sem lítið hald var í. Á myndinni er greinarhöfundur, leikfélaginn og bassasöngvarinn Viðar Gunnarsson. Allt fór í hreina þvottinn Eitt sinn byggði ég heilmikið virki úr sandi og var stoltur af. En svo kom sjórinn og eyðilagi allt bölvaður atarna. Einu sinni tók ég til við að tína rusl sem ég fann og myndaði þar með góðan bálköst. M.a. fann ég tvö dekk sem úr varð mikill reykur sem liðaðist upp fyrir bakkana við Ennisbrautina er ég kveikti í. Skyndilega birtust húsmæður sem höfðu meira af vilja en mætti brotist gegnum reykjarmökkinn, því allt fór þetta í hreina þvottinn sem var á snúrunum! Það sem endanlega fældi mig úr fjörunni var fyrirbæri með tvö stingandi augu og ég hljóp heim eftir fyrstu kynni mín af skötusel sem þar lá. Eins og óargadýr Næst var það hafnarsvæðið með öllum sínum töfrum. Dag einn var mikið öldurót og það gaf yfir Norðurgarðinn. Ég stóð við hornið á Hróahúsunum og þetta mikla rót horfði ég á alveg dolfallinn. Ég færði mig nær þessu og var komin að þar sem garðurinn beygði til austurs. Þá reis upp alda ein mikil eins og óargadýr yfir mér og þeytti méryfir bryggjugólfið. Þótt það væri úrtimbri með góðu bili á milli þá flaut ég yfir og næstum fram af hinum megin. Ég rétt náði taki á einum bryggjupollanum og hélt mér eins og ég gat. Þarna lá Rjúkandavirkjun. ég eins og gegnblaut tuska og þorði mig ekki að hreyfa strax. Að endingu hafði ég af að mjaka mér burt og skjögra heim. Móðir mín var vön að taka við mér meira og minna blautum og því voru engar spurningar. Innanum og saman við þessar uppákomur og ósköp kom strákur úr Reykjavík til sumardvalar hjá afa sínum og ömmu sem þá bjuggu á Ennisbraut 14. Þetta var Guðmundur Einarsson og hann dvaldi nokkur sumur hjá afa sínum og ömmu en þau voru sr Magnús Guðmundsson og kona hans sem alltaf var kölluð frú Rósa. Sjómönnum og fiskverkafólki á Snæfellnesi færum við hamingjuóskir á sjómannadaginn. RACNAR& ASCEIR EHF. STYKKISHÓLMl - CRUNDARFIROI - SNÆFELLSBÆ 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.