Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 89

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 89
Kristinn Ó. Jónsson skipstjóri í Stykkishólmi Frá vinstri er Baldur Ragnarsson í glugganum, Viðar Björnsson, Hreinn Pétursson, Ragnar Kiddó við Simrad asdikið um borð í Þórsnesi. Ragnarsson og Eggert Olafur Jónsson. Þórsnes SH 108 á leið á síld árið 1964 og áhöfnin kveður þá sem standa á bryggjunni. Sjómennskan byrjar „Mín sjómennska byrjar fyrir alvöru um áramótin 1954-55 á Arnfinni SH 3 og er á honum ítvö ár. Fer svo á Tjaldi SH með Kristjáni Kristinn Ó. Jónsson Guðmundssyni skipstjóra og útgerðarmanni. Við byrjuðum reyndar áður að beita saman við Jónas Gunnarsson, vinur minn í Ólafsvík, á bátnum Verði en það var landssmiðjubátur eins og Bjargþór hans Jónasar Guðmundssonar í Ólafsvík en Sigurður Ágústsson var með hann á leigu á þessum árum. Svo var ég seinna í tvö ár með Ágústi Péturssyni á Arnkeli SH en það var blöðrubátur um 50 tonn. Ég réri með Kristjáni tvær vertíðir hér í Stykkishólmi en þá leigði hann bátinn til Sigurðar Ágústssonar á línu og var svo á síld á sumrin á sínum vegum". Kiddó er löngum kenndur við Þórsnesið SH 108 en hann var með þann bát frá 1964 til ársins 1975 þangað til að nýja Þórsnesið kemur úr smíðum á Akureyri í maí það ár. Kristinn Ó Jónsson eða Kiddó í Stykkishólmi þekkir allt er lýtur að útgerðarmálum þar í bæ langt aftur í tímann. Hann er líka þekktur skipstjóri og aflamaður mikill. Hann var með Þórsnes SH 108 og seinna Þórsnes SH 109 sem var byggt á Akureyri 1975. í lok maí skrapp ég í Stykkishólm og fékk að spjalla aðeins við hann um upphafið að sjómennsku hans og líka til að skoða myndir sem hann á frá árum áður sem þið fáið að sjá forsmekkinn af í þessu blaði. Ég skoðaði albúmin hjá honum og þar voru margir „gullmolar" m.a. áhafnamyndir og frá lífinu um borð í bátunum sem hann hefur verið á. Kiddó og kona hans hún Þórhildur Magnúsdóttir búa í afar veglegu húsi að Hjallatanga þar sem sést vel yfir eyjar og sund. Fínn staður fyrir sjómann sem hættur er á sjónum. Við tókum stutt spjall: 87

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.