Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 93

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 93
Myllurnar 50 km frá landi Einnig var ég nýlega í Þýskalandi þar sem verið er að reisa 97stk af 6MW myllum (582MW) sem nægir til að sjá um það bil 412.400 þýskum heimilum fyrir raforku. Þar sem myllurnar geta staðið allt að 50km frá landi, þá þurfum við sem störfum þarna úti að búa á Norðursjónum. Til þess eru notuð hótelskip og eru þetta yfirleitt eldri bílferjur sem hafa verið endurgerðar fyrir þessar aðstæður. Þá þarf að flytja okkur með minni bátum á milli hótelskips og vindmylla og eru til þess notaðir svokallaðir CTV eða Crew Transfer Vessel. Þetta eru yfirleitt 12 manna bátar sem geta lagst bæði að vindmyllunum og að hótelskipinu, en ef ölduhæð fer yfir tvo metra er yfirleitt ekki hægt fyrir mannskapinn að fara af Transfer bátnum og yfir á vindmylluna og í rauninni er það bannað vegna hættu. Þegar svo er, er engin vinna þann daginn og eru þeir dagar kallaðir vinddagar og ef ölduhæðin hækkar enn meira leitar hótelskipið einnig í var eða siglir í höfn. 100 metrar og 200 tonn Það þekkist einnig að það sé búið um borð á prammanum sem reisir myllurnar svokallað Jack Up Ship. Þar skiptir ölduhæðin ekki mestu máli þar sem pramminn er langt yfir sjávarmáli og tjakkaður upp með stórum fótum sem ná niður á hafsbotn. Við hífingar á svona stórum hlutum eins og turnum vindmyllanna er ekki hægt að hífa ef vindhraðinn fer yfir 15 metra á sekúndu. Turnarnir í dag eru fluttir og hífðir í heilu lagi og eru þeir hundrað metra háir og vega yfir 200 tonn. Eins og gefur að skilja eru veturnir dýrir í þessum bransa þar sem veður í Norðursjónum eru ekki alltaf eftir óskum. Til að mynda hljómar vinnutíminn minn uppá 14 daga úti og er svo 14 daga heima og það hefur komið fyrir að á þessum 14 dögum sem ég er úti þá hef ég haft einn vinnudag. Þrátt fyrir marga daga án vinnu eru aðstæður eins og best verður á kosið. Öll þjónusta er um borð á hótelskipunum, þar er matur allan sólarhringinn, bíósalur, líkamsræktarsalur, káetunum er | | 1 mmm Myllutumarnir eru 100 m háir og 200 tonn að þyngd. Starfsmennirnir agnarsmáir miðað við turnana. TP, eða Transition Piece er sá hluti sem sjálfur vindmylluturninn stendur á, og þar sem við lendum „transfer" bátnum til að komast á myllunna. Skemmtilegt sjónarhorn yfir einn vindmyllugarðinn. Myndin er tekin ofan af 3.6 MW Siemens vindmyllu, Meerwind Helgoland í Þýskalandi. haldið hreinum, þvotturinn þveginn af okkur og yfirleitt höfum við internet sem er mikill lúxus miðað við fyrri ár þar sem samskipti við fjölskylduna á þessum slóðum voru af skornum skammti. Sjóveiki Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að verja svona miklum tíma úti á sjó, þarsem ég hef alltaf verið sjóveikur/bílveikur og sem barn gat ég ekki verið farþegi í bíl eða um borð í bát öðruvísi en að verða sjóveikur. Mér er minnisstæð ein ferð til Reykjavíkur með pabba um borð í Skálavík SH-208. Þetta var stuttu eftir nýsmíði Skálavíkur frá Póllandi. Ég man eftir mér og Benna frænda en við vorum svakalega spenntir með VHS myndbönd og fleira þar sem við ætluðum aldeilis að hafa það gott í nýja bátnum á leið til Reykjavíkur. Það passaði, að um leið og komið var úr höfn byrjaði sjóveikin. Það varð úr að ég eyddi nóttinni á klósettgólfinu alla leið suður með höfuðið ofan í skálinni. Þau voru líka hissa foreldrar mínir þegar ég tilkynnti þeim hvaða starf ég hafði ráðið mig í, það gleymist nú seint hversu drengurinn þeirra var alltaf bílveikur og sjóveikur, sama hversu stutt var farið. Áþyrluíland Það kemur þó fyrir að ég verð aðeins veikur, en ekkert í líkingu við fyrri tíð, myrkur og langur tími í litlum bátum er verstur. Við þurfum stundum að bíða við vindmyllurnar eftir öðrum tæknimönnum, þar sem við erum kannski búnir á undan og eða að sigla í land við mannaskipti. Það er misjafnt hversu langt hótelskipið er frá landi og hvernig við erum fluttir. Stundum siglir hótelskipið í höfn, stundum er okkur ''skutlað" á CTV bátunum og eða okkur er flogið með þyrlu sem er að sjálfsögðu þægilegast og fljótlegast. Siglingartíminn í land getur varað frá einum til allt að fjórum klukkustundum. Nóg að gera framundan Atvinnulega séð, lítur framtíðin vel út í vindmyllubransanum. Plön næstu ára eru mjög stór við að auka raforkuframleiðslu með vindmyllum og eru þær nær allar reistar offshore, að minnsta kosti hér á evrópusvæðinu, einnig verða myllurnar sífellt stærri. Siemens er að byrja að reisa 7MW myllur, Vestas er að reisa fyrstu 8MW myllurnar og spurst hefur út að Siemens sé með 10MW myllu á teikniborðinu. Bæði þessi fyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar í Danmörku. Ég ætla ekki að láta þetta verða lengra og sendi kveðjur okkar frá Aarhus til allra í Snæfellsbæ. Sjómenn og fjölskyldur. Eigið þið gleðilegan sjómannadag Lúðvík Rúnarsson 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.