Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20126
Höfundur Hulda Guðmundsdóttir
Alþjóðlegt ár skóga 2011
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna lýsti því yfir að árið
2011 skyldi helgað skógum
heims með ýmsu móti. Sam-
þykkt var að skora á ríkis-
stjórnir, svæðisbundnar stofn-
anir og alþjóðastofnanir, sem
málið varða og helstu hópa,
að styðja viðburði sem tengd-
ust árinu, m.a. með frjálsum framlögum og með því
að tengja viðburði á sínum vegum við árið. Mark-
miðin með átaksárinu voru þó fleiri og á vefnum
www.arskoga2011.is má lesa yfirlýsingu Sþ í heild
sinni í íslenskri þýðingu Þorbergs Hjalta Jónssonar.
Hér á landi hafði umhverfisráðuneytið forgöngu
um að kalla saman fulltrúa helstu stofnana og sam-
taka sem vinna að málefnum skóga og í framhaldi af
því var stofnuð framkvæmdanefnd sem hittist síðan
mánaðarlega yfir árið. Nefndina skipuðu Magnús
Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
(SÍ), Jón Loftsson skógræktarstjóri og Esther Ösp
Gunnarsdóttir kynningarstjóri, frá Skógrækt ríkis-
ins (SR) og Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri
Landssamtaka skógareigenda (LSE). Auk þeirra
sátu þeir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri SÍ
og Jón Geir Pétursson, sérfræðingur hjá umhverfis-
ráðuneytinu, nokkra fundi. Undirrituð tók að sér að
vera talsmaður/ framkvæmdastjóri Árs skóga sem
fólst fyrst og fremst í því að tengja viðburði við árið
í anda áskorunar Sameinuðu þjóðanna.
Fyrsta verkefnið var að efna til formlegrar opn-
unar ársins og var það gert á Bessastöðum af forseta
Íslands þann 12. janúar 2011. Á sumardaginn fyrsta
var Þjóðarkort sent til allra landsmanna og studdu
fjögur fyrirtæki við það verkefni í samvinnu við
verkefnið Grænan apríl. Þjóðarkortið kynnti merki
Árs skóga og hafði auk þess það markmið að hvetja
til vináttu og samstöðu í samfélaginu ásamt þeim
gamla og góða sið að fagna sumarkomunni.
Um miðjan janúar var Fréttablaðið með opnu-
Opnun ársins 12. janúar á Bessastöðum. Mynd: Hreinn Magnússon.