Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201284
Hnetur sembrafurunnar eru eins og hnetur frænk-
unnar í austri, lindifurunnar, stórar og bústnar og
þykja herramannsmatur. Víða eru þær kallaðar
„Rússahnetur“ til aðgreiningar frá smærri furuhnet-
um sem seldar eru í verslunum um allar jarðir. Fersk-
ar furuköngla-sneiðar með hnetum eru notaðar m.a.
til að fá rétta bragðið í furusnafsinn (zirbenschnaps).
Til vinstri: sembrafuruhneturi. Til hægri: aukaafurðir
sembra furunnarii.
Könglar furunnar eru stórir (4-8 cm) en all frá-
brugðnir öðrum furukönglum, mjúkir og líkjast
fremur ávexti viðkomu svo lengi sem þeir sitja á
trénu.
Í vel þroskuðum köngli geta verið tugir hneta í
snyrtilegum röðum. Hnetur sembrafuru eru stórar
og þungar og berast ekki auðveldlega langt frá trénu
nema með utanaðkomandi aðstoð og sú aðstoð er
tiltekinn fugl; hnotbrjótur.
Á vefsíðu EUFORGEN má sjá eftir-
farandi umfjöllun um samhjálp sembra-
furunnar og hnotbrjótsins (í lauslegri
þýðingu)iii:
„Fræjum furunnar P. cembra er að
mestu leyti dreift af hnotbrjótnum [e:
European nutcracker] (Nucifraga ca-
ryocatactes), fuglstegund sem á í sam-
hjálpar- eða samlífssambandi (mu-
tualism) við sembrafuruna. Fuglinn
tekur köngla af trénu og hneturnar
(fræin) sem hann ekki étur strax fel-
ur hann í lausu sópi skógarbotnsins
og á þær þar til vetrarforða. Flestar
hneturnar enda í maga fuglsins næsta
vetur og vor en allnokkrar verða þó eftir og sumar
á ákjósanlegum stöðum þar sem þær spíra. Hnot-
brjóturinn er afkastamikill og hver fugl getur ár-
lega falið yfir 25.000 furuhnetur á landi í allt að
15 km fjarlægð frá trénu og á 700 m hæðarbili“.
Þannig tryggir hnotbrjóturinn endurnýjun sembra-
furunnar. Hvorki sembran né hnotbrjóturinn er þó
alveg háð hvort öðru (óskilyrt samlíf; faculative mu-
tualism) en rauði íkorninn (Sciurus vulgaris) getur
komið í stað fuglsins við frædreifingu og hnotbrjót-
urinn er líkt og aðrir hröfnungar ekki mjög vandfýs-
inn á tiltekna mataruppskrift og lætur sér nægja gre-
nifræ og heslihnetur þegar furuhnetur þroskast ekki.
Sembrafura, hnetur og hnotbrjótur
Myndtexti:
1. Uppskera af einu tré í 2.100 m. hæð í Flüelapass.
2. Hnetur í „magasíni“ sínu.
3. Hnotbrjóturinn, hjálpsami „skógræktarfuglinn“.
4. Vinnuborð fuglsins, gjarna hart undirlag, steinn
eða trjábolur.
5. Eini hnotbrjóturinn sem við sáum fylgdist óhress
með boðflennum á hnetuborði sínu.
6. Hér hefur forðabúr ekki verið tæmt og sex
sembrafurur að gægjast upp.
i Wikipedia Foundation Inc. 2011. Swiss Pine. Af vefsíðu október 2011. http://en.wikipedia.org/wiki/Swiss_Pine.
ii Án höfundar. Af vefsíðu október 2011. http://zirbengeist.info.
iii European Forest Genetic Resources Programme. Af vefsíðu október 2011. http://www.euforgen.org/fi leadmin/bioversity/
publications/pdfs/928.pdf.