Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 86

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201284 Hnetur sembrafurunnar eru eins og hnetur frænk- unnar í austri, lindifurunnar, stórar og bústnar og þykja herramannsmatur. Víða eru þær kallaðar „Rússahnetur“ til aðgreiningar frá smærri furuhnet- um sem seldar eru í verslunum um allar jarðir. Fersk- ar furuköngla-sneiðar með hnetum eru notaðar m.a. til að fá rétta bragðið í furusnafsinn (zirbenschnaps). Til vinstri: sembrafuruhneturi. Til hægri: aukaafurðir sembra furunnarii. Könglar furunnar eru stórir (4-8 cm) en all frá- brugðnir öðrum furukönglum, mjúkir og líkjast fremur ávexti viðkomu svo lengi sem þeir sitja á trénu. Í vel þroskuðum köngli geta verið tugir hneta í snyrtilegum röðum. Hnetur sembrafuru eru stórar og þungar og berast ekki auðveldlega langt frá trénu nema með utanaðkomandi aðstoð og sú aðstoð er tiltekinn fugl; hnotbrjótur. Á vefsíðu EUFORGEN má sjá eftir- farandi umfjöllun um samhjálp sembra- furunnar og hnotbrjótsins (í lauslegri þýðingu)iii: „Fræjum furunnar P. cembra er að mestu leyti dreift af hnotbrjótnum [e: European nutcracker] (Nucifraga ca- ryocatactes), fuglstegund sem á í sam- hjálpar- eða samlífssambandi (mu- tualism) við sembrafuruna. Fuglinn tekur köngla af trénu og hneturnar (fræin) sem hann ekki étur strax fel- ur hann í lausu sópi skógarbotnsins og á þær þar til vetrarforða. Flestar hneturnar enda í maga fuglsins næsta vetur og vor en allnokkrar verða þó eftir og sumar á ákjósanlegum stöðum þar sem þær spíra. Hnot- brjóturinn er afkastamikill og hver fugl getur ár- lega falið yfir 25.000 furuhnetur á landi í allt að 15 km fjarlægð frá trénu og á 700 m hæðarbili“. Þannig tryggir hnotbrjóturinn endurnýjun sembra- furunnar. Hvorki sembran né hnotbrjóturinn er þó alveg háð hvort öðru (óskilyrt samlíf; faculative mu- tualism) en rauði íkorninn (Sciurus vulgaris) getur komið í stað fuglsins við frædreifingu og hnotbrjót- urinn er líkt og aðrir hröfnungar ekki mjög vandfýs- inn á tiltekna mataruppskrift og lætur sér nægja gre- nifræ og heslihnetur þegar furuhnetur þroskast ekki. Sembrafura, hnetur og hnotbrjótur Myndtexti: 1. Uppskera af einu tré í 2.100 m. hæð í Flüelapass. 2. Hnetur í „magasíni“ sínu. 3. Hnotbrjóturinn, hjálpsami „skógræktarfuglinn“. 4. Vinnuborð fuglsins, gjarna hart undirlag, steinn eða trjábolur. 5. Eini hnotbrjóturinn sem við sáum fylgdist óhress með boðflennum á hnetuborði sínu. 6. Hér hefur forðabúr ekki verið tæmt og sex sembrafurur að gægjast upp. i Wikipedia Foundation Inc. 2011. Swiss Pine. Af vefsíðu október 2011. http://en.wikipedia.org/wiki/Swiss_Pine. ii Án höfundar. Af vefsíðu október 2011. http://zirbengeist.info. iii European Forest Genetic Resources Programme. Af vefsíðu október 2011. http://www.euforgen.org/fi leadmin/bioversity/ publications/pdfs/928.pdf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.