Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 47

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 47
45SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Tölfræðileg öryggismörk eru frekar há. Skýring þess er sú að það svæði sem var mælt var afar fjöl- breytt og ekki var til nein frekari landflokkun til þess að beita við lagningu mæliflata. Nákvæmari flokk- un á landi innan hverfa auk þéttara nets mæliflata þyrfti til að öryggismörk væru lægri. Í rannsókninni var reynt að flokka mælifleti eftir kolefnisforða en sú flokkun skilaði lítilli aukningu í tölfræðilegri ná- kvæmni og fyrir kolefnisbindinguna minnkaði ná- kvæmnin.5 Sökum minni krónuþekju, er kolefnisforði trjá- gróðurs í borgum almennt minni á flatareiningu en í skógum utan borga.12 Þessi rannsókn staðfestir þetta. Meðaltalskolefnisforði í Reykjavík var 19,4 tonn C á ha en sambærileg tala fyrir 40-50 ára skóg- lendi sem mælt var í svokölluðu Skógvistarverk- efni var 77-140 tonn C á ha.3 Kolefnisforði í yngri skógum var í sömu rannsókn mun minni og svip- aður meðalforða í Reykjavík. Ef hinsvegar er miðað við einstakar einingar skógarlunda í borgum, getur forði C verið meiri en í hefðbundnum skógarlund- um. Ástæður þess eru hærra hlutfall stærri trjáa í borgarumhverfi og hlutfallslega stærra vaxtarrými sem skapast gjarnan í borgarskógum.13 Einstök tré í borgum hafa að geyma að meðaltali fjórfalt magn kolefnis á við einstök skógartré. Þessi munur er til- kominn vegna mismunar á vaxtarrými og næringar- ástandi trjáa í skógum annarsvegar og trjáa í borg- um hinsvegar.12 Séu niðurstöður þessarar rannsóknar bornar sam- an við niðurstöður rannsóknar á kolefnisforða og kolefnisbindingu skógarins í Heiðmörk16 þá er kol- efnisforði Heiðmerkurskógar minni en kolefnisforði trjágróðurs í byggðum hverfum Reykjavíkur. Ár- leg kolefnisbinding skógarins í Heiðmörk er aftur á móti öllu hærri en árleg kolefnisbinding trjágróðurs í byggðum hverfum Reykjavíkur. Flokkun sú er notuð var við gerð þessarar rann- sóknar fól í sér að útivistarsvæði borgarinnar voru ekki innan úrtaksþýðis. Þessi útivistarsvæði eru mis- munandi, þar má t.d. nefna Öskjuhlíð og Elliðaárdal, sem skilgreind eru sem skógar í landsskógarúttekt og hafa verið mæld sem skógar þar1. Almennings- garðar og kirkjugarðar voru heldur ekki með í þýði. Ef svo hefði verið má gera ráð fyrir að í niðurstöðum hefði magn kolefnisforða aukist, sem og árleg kol- efnisbinding, þar sem þau innihalda að öllum líkind- um hærra hlutfall trjáa en byggð hverfi. Ennfremur má gera ráð fyrir að niðurstöður fyrir kolefnisforða og árlega kolefnisbindingu mundi aukast ef runna- lagi væri bætt við þá útreikninga sem liggja að baki þessari rannsókn. Þau gögn sem safnað var bjóða upp á ýmsa aðra möguleika við úrvinnslu, s.s. nánari greiningu á sam- setningu trjá- og runnategunda í görðum Reykjavík- ur. Áhugavert var að sjá hversu algengt birki reynd- ist vera í borginni hlutfallslega, samanborið við t.d. alaskaösp, sem þó hefur verið mun meira í um- ræðunni um borgartré undanfarin ár. Líklega stafar það af því að birkið er almennt mun lágvaxnara og ber því minna á því. Mögulegt er að endurtaka mælingar að nokkrum árum liðnum til að sjá hvort kolefnisforðinn eykst eða minnkar vegna þess að verið er að fjarlæga trjá- gróður í meira mæli en vex árlega. Þessar greiningar og rannsóknir bíða betri tíma. Lokaorð Nokkuð hefur borið á því að borgarbúar hafi geng- ið hart fram í að láta fjarlæga stór tré í görðum sín- um. Hafa ýmsir fagmenn kynnt undir þessar aðgerð- ir með staðhæfingum um skaðsemi stórra trjáa sem engan veginn standast nánari skoðun. Af þessari rannsókn má ljóst vera að trjágróður í þéttbýli Reykjavíkur gegnir ekki síður mikilvægu Plöntusala Bakka- og pottaplöntur. Fura, greni, lauftré og runnar. OPIÐ frá kl. 10 - 19 Reykholti Biskupstungum - S: 694 7074 gardkvistar@simnet.is - www.kvistar.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.