Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 47
45SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Tölfræðileg öryggismörk eru frekar há. Skýring
þess er sú að það svæði sem var mælt var afar fjöl-
breytt og ekki var til nein frekari landflokkun til þess
að beita við lagningu mæliflata. Nákvæmari flokk-
un á landi innan hverfa auk þéttara nets mæliflata
þyrfti til að öryggismörk væru lægri. Í rannsókninni
var reynt að flokka mælifleti eftir kolefnisforða en
sú flokkun skilaði lítilli aukningu í tölfræðilegri ná-
kvæmni og fyrir kolefnisbindinguna minnkaði ná-
kvæmnin.5
Sökum minni krónuþekju, er kolefnisforði trjá-
gróðurs í borgum almennt minni á flatareiningu en
í skógum utan borga.12 Þessi rannsókn staðfestir
þetta. Meðaltalskolefnisforði í Reykjavík var 19,4
tonn C á ha en sambærileg tala fyrir 40-50 ára skóg-
lendi sem mælt var í svokölluðu Skógvistarverk-
efni var 77-140 tonn C á ha.3 Kolefnisforði í yngri
skógum var í sömu rannsókn mun minni og svip-
aður meðalforða í Reykjavík. Ef hinsvegar er miðað
við einstakar einingar skógarlunda í borgum, getur
forði C verið meiri en í hefðbundnum skógarlund-
um. Ástæður þess eru hærra hlutfall stærri trjáa í
borgarumhverfi og hlutfallslega stærra vaxtarrými
sem skapast gjarnan í borgarskógum.13 Einstök tré
í borgum hafa að geyma að meðaltali fjórfalt magn
kolefnis á við einstök skógartré. Þessi munur er til-
kominn vegna mismunar á vaxtarrými og næringar-
ástandi trjáa í skógum annarsvegar og trjáa í borg-
um hinsvegar.12
Séu niðurstöður þessarar rannsóknar bornar sam-
an við niðurstöður rannsóknar á kolefnisforða og
kolefnisbindingu skógarins í Heiðmörk16 þá er kol-
efnisforði Heiðmerkurskógar minni en kolefnisforði
trjágróðurs í byggðum hverfum Reykjavíkur. Ár-
leg kolefnisbinding skógarins í Heiðmörk er aftur á
móti öllu hærri en árleg kolefnisbinding trjágróðurs
í byggðum hverfum Reykjavíkur.
Flokkun sú er notuð var við gerð þessarar rann-
sóknar fól í sér að útivistarsvæði borgarinnar voru
ekki innan úrtaksþýðis. Þessi útivistarsvæði eru mis-
munandi, þar má t.d. nefna Öskjuhlíð og Elliðaárdal,
sem skilgreind eru sem skógar í landsskógarúttekt
og hafa verið mæld sem skógar þar1. Almennings-
garðar og kirkjugarðar voru heldur ekki með í þýði.
Ef svo hefði verið má gera ráð fyrir að í niðurstöðum
hefði magn kolefnisforða aukist, sem og árleg kol-
efnisbinding, þar sem þau innihalda að öllum líkind-
um hærra hlutfall trjáa en byggð hverfi. Ennfremur
má gera ráð fyrir að niðurstöður fyrir kolefnisforða
og árlega kolefnisbindingu mundi aukast ef runna-
lagi væri bætt við þá útreikninga sem liggja að baki
þessari rannsókn.
Þau gögn sem safnað var bjóða upp á ýmsa aðra
möguleika við úrvinnslu, s.s. nánari greiningu á sam-
setningu trjá- og runnategunda í görðum Reykjavík-
ur. Áhugavert var að sjá hversu algengt birki reynd-
ist vera í borginni hlutfallslega, samanborið við t.d.
alaskaösp, sem þó hefur verið mun meira í um-
ræðunni um borgartré undanfarin ár. Líklega stafar
það af því að birkið er almennt mun lágvaxnara og
ber því minna á því.
Mögulegt er að endurtaka mælingar að nokkrum
árum liðnum til að sjá hvort kolefnisforðinn eykst
eða minnkar vegna þess að verið er að fjarlæga trjá-
gróður í meira mæli en vex árlega. Þessar greiningar
og rannsóknir bíða betri tíma.
Lokaorð
Nokkuð hefur borið á því að borgarbúar hafi geng-
ið hart fram í að láta fjarlæga stór tré í görðum sín-
um. Hafa ýmsir fagmenn kynnt undir þessar aðgerð-
ir með staðhæfingum um skaðsemi stórra trjáa sem
engan veginn standast nánari skoðun.
Af þessari rannsókn má ljóst vera að trjágróður
í þéttbýli Reykjavíkur gegnir ekki síður mikilvægu
Plöntusala
Bakka- og pottaplöntur.
Fura, greni, lauftré
og runnar.
OPIÐ
frá kl. 10 - 19
Reykholti Biskupstungum - S: 694 7074
gardkvistar@simnet.is - www.kvistar.is