Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 35
33SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Um aldamótin 1900 fer að bera á ræktunar vakningu
hér á landi. Aldamótaljóð Hannesar Hafstein ber
þessum ræktunaranda vott:
Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Á Norðurlandi kemur þessi áhugi fram í því að
nokkrir hugsjónamenn reyna að virkja almenning til
ræktunarframkvæmda.
Trjáræktarstöðin
Árið 1899 hafði amtsráð Norðuramtsins gengist
fyrir stofnun trjáræktarstöðvar á Akureyri og var
henni valin staður við hlið Akureyrarkirkju hinnar
fyrstu, þar sem nú er Minjasafnið á Akureyri, Að-
Höfundar Bjarni E. Guðleifsson og Hallgrímur Indriðason
Gamla Gróðrarstöðin á Akureyri
alstræti 56, og var hún nefnd Trjáræktarstöðin á
Akureyri. Saga Trjáræktarstöðvarinnar hefur verið
kynnt í Skógræktarritinu2 og verður hún ekki gerð
að verulegu umfjöllunarefni hér. Sá sem átti frum-
kvæði að stofnun þeirrar stöðvar var án efa Páll
Briem amtmaður, síðar fyrsti formaður Ræktunar-
félags Norðurlands. Hann fékk Sigurð Sigurðsson,
síðar búnaðarmálastjóra, til að veita framkvæmd-
um forstöðu til að byrja með, en Jón Chr. Stepháns-
son sá um Trjáræktarstöðina eftir það. Fyrstu fjög-
ur árin var þessi staður nefndur Gróðrarstöðin en
vegna landþrengsla voru gróðurtilraunir fluttar að
nýrri gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands við
Naustagil, innar við Aðalstræti. Síðan var einung-
is trjáræktartilraunum fram haldið við kirkjuna og
garðurinn nefndur Trjáræktarstöðin í nærri 30 ár og
síðan Ryelsgarður í nærri 30 ár og nú er hann nefnd-
ur Minjasafnsgarðurinn. Þar má enn greina tré frá
1. mynd. Horft norður yfir svæði Gróðrarstöðvarinnar. Fyrstu framkvæmdir Ræktunarfélags Norðurlands, líklega
sumarið 1904. Mynd: Ljósmyndari ókunnur