Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 98
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201296
10. mynd. Hátt í 10 lítra af
vatni þarf til að bleyta jarð-
veginn almennilega í gróður-
setningunni. Vatnið sígur yfir-
leitt fljótt niður og síðan er
klárað að fylla jarðveginn að
rót trésins. Ef jarðvegur er mikið blautur fyrir, er ekki þörf
á svona mikilli vökvun. Við seina haustgróðursetningu,
vetrargróðursetningu og gróðursetningu í frekar köldu
veðri snemma vors er ekki þörf á að vökva. Ef vökvað er
mikið þegar hitastig er að nálgast frostmark, geta rætur
undirkælst, þær „sjokkerast“ og rótarendarnir drepast.
11. mynd. Frágangur að lokinni gróðursetningu. Fyrsta
sumarið er gott að hafa gróp í moldinni kringum trjástofn-
inn. Það auðveldar vökvun þannig að almennilegur pollur
myndist beint fyrir ofan rótina. Vatnið fer þá beint niður
og nýtist trénu einu. Í þurrkatíð skiptir öllu máli að vatnið
komist beint á rótina og renni ekki út til hliðanna.
12. mynd. Gott er að vera nákvæmur með magnið af
tilbúnum, auðleystum kornáburði. Slíkur áburður svíður
mikið, komist hann í beina snertingu við rótina. Þess
vegna á EKKI að blanda honum í jarðveginn fyrir gróður-
setningu. Tilbúnum áburði á að dreifa á moldina í kringum
tréð eftir gróðursetningu. Fyrir 60 x 60 cm moldarbeð eru
40 grömm af alhliða garðáburði passlegt magn á hverju
ári fyrstu árin. Það er góð regla að kalka alltaf í upphafi
þegar moldarblandan er undirbúin fyrir tréð. Sex til sjö
hnefum af áburðarkalki er stráð í jarðveginn þegar verið
er að blanda húsdýraáburði saman við. Sem sagt, óhætt er
að blanda áburðarkalki saman við jarðveginn, en alhliða
auðleystum áburði er eingöngu stráð OFAN Á jarðveginn
eftir gróðursetninguna. Húsdýraáburður inniheldur ekki
mikla næringu og hún leysist út í jarðveginn í langan tíma.
Þess vegna er gott að gefa auðleystan tilbúinn áburð eftir
gróðursetningu svo að plantan fái örugglega nóga næringu
sem fyrst eftir gróðursetningu.
9. mynd. Holan fyllt næstum því upp með húsdýrablönd-
uðum jarðvegi. Góð regla er að hafa ekki taðkögglana
liggjandi beint við rætur.
8. mynd. Grafið í jarðvegsblönduna fyrir rót trésins. Það
hentar rótum mjög illa að vera settar dýpra en þær voru
áður í pottinum! Eftir gróðursetningu á ekki að vera meira
en 2-3 cm moldarlag yfir efstu rótunum. Jarðvegur er
hlýjastur efst og þar verður rótarvöxtur mestur. Ef gróður-
sett er mjög djúpt og jarðvegurinn nær 15-20 cm upp á
stofninn, lenda neðstu ræturnar of djúpt og vilja drepast.
Þegar neðstu ræturnar drepast, þá drepst toppurinn á
trénu líka! Dauður toppur á tré tveimur til þremur árum
eftir gróðursetningu bendir til að tréð hafi verið gróðursett
of djúpt. Meira að segja aspir skaðast af djúpri gróðursetn-
ingu. Margar trjátegundir, til dæmis birki og reynir, fara í
vaxtarkyrking og þrífast illa strax eftir of djúpa gróður-
setningu. Ef tréð er hávaxið við gróðursetningu, marg-
borgar sig að setja frekar staura og góðar uppbindingar,
en að gróðursetja dýpra!