Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 71

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 71
69SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 pass austur af Aldorf í einhverju mikilfenglegasta landslagi sem svissnesku Alparnir bjóða upp á. Lítið var um aðgengileg tré á leið okkar í réttri hæð en upplifun og útsýni þeim mun glæsilegra. Fjallvegurinn um skarðið sjálft (1.950 m), mannlífið og búskapurinn þarna er hreint augnayndi og á leið okkar voru talsverðir og tafsamir kúarekstrar á veg- um, enda verið að færa skepnur úr sumar seljum nið- ur í byggð og spáð vetrarbyrjun daginn eftir. Lauf- skógur, aðallega garðahlynur (Acer pseudoplatanus) var talsverður í beitarlandi dalanna en annars var aðgengilegur skógur ekki í nema 1.600 – 1.700 m hæð. För var hraðað á hraðbrautum þar sem það var í boði austur með Walensee og stefnu haldið aust- ur í Graubünden. Leiðin lá um fjallaskarðið Flüela- pass rétt austan við Davos en þar gafst okkur hið besta færi á að skoða sembrafurur í 1.950-2.150 m hæð. Þarna uppi var sembran einráð að mestu en þó stöku lerkitré á skýlli stöðum. Við náðum að safna sembra fræi í trjámörkum en þar eru aðeins litlir lundir af furu og stök tré. Söfnun gekk vel og sem- brafuran var einkar aðgengileg og öfugt við það sem við lentum oftar en ekki í þá voru flestir könglar enn á trjánum og því töldum við gæði fræsins nokkuð örugg. Annars urðum við víða að láta okkur nægja leif- ar af borðum fugls nokkurs af hröfnungaætt sem slær könglana til jarðar og plokkar hneturnar úr til átu. Þessi fugl ber nafnið hnotbrjótur á íslensku1, sjá nánar í rammagrein. Að afloknu Flüelapass hröðuðum við okkur aust- ur yfir Engadin dalinn og upp í Ofenpass og vonuð- umst til að ná þar í sembrafræ á mjög svo aðgengi- legu svæði sem við höfðum frétt af. Lítið bar hins vegar á sembrafurunni en þeim mun meir á glæsi- legum skógum bergfuru og var það niðurstaða að safna þar svolitlu af fræjum hennar á tveimur stöð- Hreinn bergfuruskógur í 2.200 m hæð í Ofenpass, hér sýnir tegundin allan hugsanlega breytileika í hæð og vaxtarlagi. Mynd: SKÞ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.