Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201288
hvað þykkust og rætur á mesta dýpinu. Uppgröftur
á trénu fór fram haustið 2010. Ástand trjáa á svæði
A var nokkuð misjafnt, þó voru flest tré illa farin,
m.a. með kal í toppi og greinaendum og börkur víða
skaddaður. Sjá einnig í töflu 1. Tréð sem varð fyrir
valinu var þokkalega vel útlítandi og nokkuð heil-
brigt á að líta.
Byrjað var á að skera aðliggjandi grassvæði ofan
af yfirborði til að skaða trjárætur í yfirborði eins lít-
ið og mögulegt var. Í ljós kom nokkur rótarmyndun
á stofni í u.þ.b. 20 cm dýpi undir grasyfirborði. Nýj-
ar rætur höfðu myndast á stofni á bilinu 20-80 cm
undir yfirborði. Mestur grunnflötur róta og virkustu
ræturnar voru á svæðinu 20-40 cm undir yfirborði
manar (mynd 7).
Dýpi frá yfirborði manar að gamla jarðvegsyfir-
borði (grasi) reyndist vera um 234 cm. Grunnur rót-
arkerfis (neðri brún meginróta) var á 38 cm dýpi frá
gamla yfirborði, þ.e. á um 270 cm dýpi frá yfirborði
manar (mynd 7 og 10).
Sá hluti trjábarkar sem lá á um 80 cm dýpi und-
ir núverandi yfirborði reyndist vera blautur, laus og
morkinn. Megn ólykt var af berkinum og ljóst að
rot / ýlda var komin í barkarvefinn. Litur á ysta við-
arlagi undir berki var bláleitur. Gamla rótarkerfið
hafði verið nokkuð öflugt og reyndist erfitt að losa
um öspina. Að lokum voru stærstu ræturnar sagað-
ar í sundur og tókst þá að lyfta trénu upp úr holunni
(mynd 7).
Niðurstöður rannsókna
Áhrif á þvermálsvöxt trjánna
Lagt var mat á árlega aukningu á grunnflatarmáli,
sem er mælikvarði á vaxtaraukningu trjáa og trjá-
reita milli ára, þ.e hversu mikið tré bæta við sig ár-
lega. Árlega aukningu á gunnflatarmáli trjánna eftir
svæðum (A-D) má sjá á mynd 8. Þvermál trjánna var
mismunandi á milli svæða, sjá töflu 1.
Vöxtur trjánna á svæði A fellur sumarið 2008
miðað við sumrin á undan. Fyllt var að trjánum fyrri
hluta sumarsins 2008. Vöxturinn er í lágmarki sum-
arið 2009 og lítill 2010 og 2011. Þó er vöxturinn
aðeins að taka við sér 2011. Á svæði A er mest um
brot og skemmdir á trjánum. Á svæði B fellur vöxtur
lítillega sumarið 2008 en mest sumarið 2009, einu
ári eftir að framkvæmdum lýkur við hljóðmönina,
trén bæta litlu við sig eftir það. Á svæði C, þar sem
trén eru við góða heilsu í dag og vel laufguð sum-
arið 2011, verður smá afturkippur í vextinum sum-
arið 2009 en trén á þessu svæði eru í góðu ástandi
7. mynd. Myndir af
gömlum rótum (A),
nýjum rótum (B,
C) og berki (D).
Sjá nánar teikningu
á mynd 10.
A
B
C D