Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201254
ummerki um reynivið í „setlögum í Svínafelli í Öræf-
um, sem eru líklega um 500.000 ára gömul“.i Telja
má þannig líklegt að reyniviðurinn hafi lifað hér-
lendis á þeim tímabilum jarðsögunnar þegar skilyrði
voru honum hagstæð. Þar sem þrestir eru þekktustu
fræberar reynisins er líklegt að hann hafi borist með
þeim í farflugi frá suðlægari nágrannalöndum.
Þó svo reyniviður sé á svæðinu kemur einnig ber-
lega í ljós að beit hefur stór og afgerandi áhrif á end-
urnýjun hans og útbreiðslu. Búsvæðaval á stöðum
sem beitardýr komast ekki á eða eiga erfitt aðgengi
að og þar sem snjóa leysir seint, bendir til að beit
geti verið takmarkandi fyrir viðgang reyniviðarins.11
Þetta þyrfti þó að skoða frekar í Trostansfirði með
nákvæmari rannsóknum á svæðinu, meðal annars
að skrá magn og dreifingu ungra reyni plantna sem
voru ekki teknar með í rannsókninni, ljúka yfirferð
um svæðið og mæla fleiri reynitré. Margrét Hall-
dórsdóttir12 veltir upp þeirri spurningu hvort þétt-
leiki birkiskóganna geti haft einhver áhrif á við-
gang reynisins? Þegar birkiskógarnir grisjuðust við
og upp úr landnámi hafi myndast fræset fyrir reyni-
fræin og reyniviðurinn náð sé á strik? Til að fá vís-
bendingar um hvort þessar hugmyndir gætu staðist
þyrfti að rannsaka og vakta, yfir langan tíma, birki-
skóglendi með mismunandi umhirðu en sambærilegt
fræframboð.
Ef beitarálag verður lítið eða ekkert og sumur
halda áfram að vera hlý eða jafnvel hlýrri en ver-
ið hefur er næsta víst að reyniviður mun verða enn
meira áberandi í vestfirskum birkiskógum.
Æskilegt væri að rannsaka fleiri svæði á landinu
svo staðfesta megi betur þær vistfræðilegu vísbend-
ingar sem fram koma í þessari rannsókn á vexti og
viðgangi reyniviðarins.
Nánari lýsingu á rannsókninni og úrvinnslu má
nálgast í BS – ritgerð höfundar sem er m.a. aðgengi-
leg á heimasíðu Skjólskóga (http://www.skjolskogar.
is/_private/Sighvatur%20_BS-ritgerd.pdf )
Að lokum vil ég færa leiðbeinanda mínum, Ólafi
Eggertssyni, þakkir fyrir samstarfið og þá vinnu sem
hann lagði í verkefnið.
Heimildir
Auður I. Ottesen (ritstj.). 2006. Ættkvísl Sorbus – reyni-
ættkvísl. Í: Lauftré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn,
Reykjavík. Bls. 93-96.
Decaulne A. & Sæmundsson Þ. 2008. Dendrogeomorpho-
i Margrét Hallsdóttir, 1995, bls. 25.
logy as a tool to unravel snow-avalanche activity: Prelim-
inary results from the Fnjóskadalur test site, Northern Ice-
land. Norsk Geografisk Tidsskrift - Norwegian Journal of
Geography (62), 55-65.
Fritts, H.C. 1976. Tree Rings and Climate. Caldvell. Endur-
prentun annarrar útgáfu frá 1976. The Blackburn Press,
New Jersey , U.S.A. 567 bls.
Gerður Guðmundsdóttir & Bjarni D. Sigurðsson. 2003.
Photosynthetic temperature response of mountain birch
(Betula pubescens Ehrh.) compared to two other broad-
leaved tree species in Iceland. Icelandic Agricultural Scien-
ces 2003 (18), 1843-1851.
Gunnhildur I. Georgsdóttir & Ólafur Eggertsson. 2005.
Áhrif veðurfars á vöxt sitkagrenis og stafafuru í Heið-
mörk. Fræðaþing landbúnaðarins, 2005, 364 – 368.
Hákon Bjarnason. 1987. Reynir. Í: Ræktaðu garðinn þinn.
Þriðja útgáfa 1987. Iðunn, Reykjavík. Bls.101-103.
Heikkilä, R. 1991. Moose browsings in a Scots Pine planta-
tion mixed with deciduous tree species. Acta Forestalia
Fennica 224, 1-13.
Hildur Arna Gunnarsdóttir. 2007. Íslenskur reyniviður á
Vestfjörðum. Sumarhúsið og garðurinn (6), 2007, 28 – 30.
Hjältén, J. & Palo, T. 1992. Selection of deciduous trees by
free ranging voles and hares in relation to plant chemistry.
Oikos, 6, 477 – 484.
Johansson, T. 1984. Sheep grazing on reforestation areas.
Commun.inst. For. Ferm, 120, 109 – 113.
Kullman, L. 1986. Temporal and spatial aspects of subalp-
ine populations of Sorbus aucuparia in Sweden. Ann. Bot.
Fennici, 23, 267 – 275.
Margrét Hallsdóttir 1995. On the pre-settlement history of
Icelandic vegetation. Búvísindi (9), 17-29.
Ólafur Eggertsson. 2006. Fornskógar. Í: (Guðmundur Hall-
dórsson ritstj.) Skógarbók grænni skóga. Landbúnaðarhá-
skóli Íslands, Akureyri. Bls. 23 – 28.
Ólafur Eggertsson. 2008. Aldur og þroski reyniviðar og
birkis í Ásbyrgi. Fræðaþing landbúnaðarins, 5, 413 – 417.
Ólafur Sturla Njálsson. 2005. Sorbus-Reyniættkvíslin. Í:
Tré og runnar, 4 hluti. Önnur útgáfa í janúar 2005. Bls.
360 og 365-366.
Sigurður Blöndal. 1997. Botn í Geirþjófsfirði. Landgræðslu-
sjóður, 1997.
Sigurður Blöndal. 2000. Reyniviður (Sorbus aucuparia L.)
á Íslandi- og nokkur almenn atriði um tegundina. Skóg-
ræktarritið 2000 (1), 17-46.
Stefán Friðbjarnarson. 2011. Patrekur og Trostan. Morgun-
blaðið, 10.06.2001. Af vefsíðu 05.03.2010: http://www.
mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=610676
Stoffel, M., Bollschweiler, M., & Hassler, G.-R. 2006. Diffe-
rentiating past events on a cone influenced by debris-flow
and snow avalanche activity – a dendrogeomorphological
approach. Earth Surface Processes and Landforms (31),
1424–1437.
Stokes, M. A. & Smiley,T. L. 1968. An introduction to Tree-
ring Dating. The University of Chicago Press, Ltd., Lond-
on W.C.1. 73 bls.