Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 97
95SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
4. mynd. 10 lítra pottur með trjáplöntunni mátaður í hol-
una. Það sést vel að nóg er plássið fyrir mikla jarðvinnslu
og innblöndun með húsdýraáburði, enda alltaf gott að búa
vel í haginn fyrir tréð og fá í staðinn kraftmeiri vöxt frá
byrjun. Íslenskur móajarðvegur er frekar rýr og mörg nær-
ingarefnanna lítt aðgengileg, þar sem þau eru yfirleitt mjög
fastbundin og leysast hægt út í moldina. Sérstaklega vantar
betra aðgengi að fosfór og nitur.
5. mynd. Ef maður vill ekki sóða gróinn svörðinn í
kring út með mold, er þægilegt að leggja plast ofan á og
moka jarðveginn úr holunni á það. Á myndinni sést að
tvær hrúgur eru malarblönduð mold og þriðja er gróft
grjót. Einar hjólbörur með húsdýraáburði bíða tilbúnar.
Einn hjólböruskammtur fer í þetta stóra holu. Sauðatað,
hrossatað, molta eða annað lífrænt er nauðsynlegt að
blanda við malarkenndan jarðveginn til að bæta jarðvegs-
bygginguna og fá húmus-ríkari mold. Lífrænn áburður
gefur einnig af sér næringarefni í langan tíma, brotnar
hægt niður og tryggir betra aðgengi að snefilefnum jafnt
sem aðal næringarefnum.
6. mynd. Hér er notað sauðatað. Gott er að blanda taðinu
og jarðveginum lag fyrir lag, byrja með 15 cm lag af
sauðataði og 15 cm lag af jarðvegi, blanda þeim saman,
svo aftur þar ofan á 15 cm af hvoru og blanda þeim, svona
áfram koll af kolli þangað til holan er full.
7. mynd. Svona lítur jarðvegurinn út þegar búið er að
blanda húsdýraáburðinum saman við. Jarðvegurinn er
ekki lengur eins þéttur og loftlaus og hann var. Hann er
orðinn bæði einkorna og samkorna, sem auðveldar rót-
unum að vaxa út í hann.
niður við jörðu. Skreppa svo út fyrir skóginn sinn,
þegar er rok og rifja upp hvernig ástandið var, þegar
maður var að gróðursetja og næstu 10 ár!
Allan skóg er skynsamlegt að grisja og auka bilið
á milli trjánna, taka burt mestu vesalingana, jafn-
vel nýta þá í eldivið og til smíða, jafnvel sækja sér
jólatré, taka upp minni plöntur með hnaus og gróð-
ursetja í nýjan skóg. Þegar á að gróðursetja sérstök
tré, eins og til dæmis eplatré eða eik, er nauðsyn-
legt að nægilegt rými sé búið til fyrir þau í skógin-
um; að um þau leiki næg birta, helst skíni sól á þau
að minnsta kosti hálfan daginn. Einnig er skynsam-
legt að ganga úr skugga um hvernig snjórinn leggst í
skóginn. Miklir snjóskaflar mega ekki myndast þar
sem maður ætlar að hafa nýju trjátegundirnar.
Í villtum skógi eru það frumherjategundirnar
sem koma fyrst upp og leggja undir sig nýtt land
eða vaxa hraðast upp eftir skógarhögg. Seinna meir
koma smám saman fleiri tegundir inn í skóginn sem
nýta sér skógarskjólið hjá frumherjunum. Í Suðaust-
ur-Alaska eru frumherjategundirnar víðir, elri, aspir
og sitkagreni sem mynda fyrsta skóginn. Einhvers
staðar í nálægðinni í eldri skógum vaxa marþöll og