Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 22

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201220 pendula (hengibjörk), B. pubescens (ilmbjörk) og B. nana (fjalldrapa)10. Rannsókn okkar12,16 leiddi í ljós 13 mismunandi arfgerðir (cpDNA haplotypes) meðal 345 einstaklinga úr 12 íslenskum skóglend- um. Flestar arfgerðirnar eða 10 voru séríslenskar en hinar þrjár voru algengar meðal bjarkartegunda í Evrópu. Síðarnefndu arfgerðirnar þrjár, T, C og A, voru einnig algengastar á Íslandi. Þær greindust hjá 49%, 19% og 15% plantna og í öllum litnunarhóp- unum, þ.e. í birki, fjalldrapa og skógviðarbróður. Dreifing arfgerðanna um landið var þó ekki jöfn. T arfgerðin fannst um allt land en hinar tvær skipt- ust eftir landshlutum, þ.e. arfgerð A var algengust í skóglendum Vestur- og Suðvesturlands en arfgerð C var ríkjandi á austur- og norðaustur hluta lands- ins. Arfgerð A er ríkjandi meðal birkis (B. pubes- cens) og hengibjarkar (B. pendula) í Evrópu, þ.á.m. í Noregi og á Bretlandseyjum10. Arfgerð C er hins vegar algengari meðal beggja tegunda auk fjalldrapa á meginlandi Evrópu, í norðurhluta Skandinavíu og í Rússlandi. Birki frá mismunandi stöðum úr Evrópu gæti því hafa numið land á vesturhluta og austur- hluta Íslands á mismunandi tíma. Algengasta arfgerðin á Íslandi, T, fannst í flestum birkiplöntum úr Bæjarstaðarskógi en hvorki arfgerð A né C. Hins vegar greindist þar arfgerð M sem er mjög sjaldgæf og fannst aðeins á einum öðrum stað, þ.e. í fjalldrapa og skógviðarbróður úr Kjálkafirði á Barðaströnd. Stofnerfðafræðileg greining sem nefn- ist Minimum Spanning Tree benti til þess að sjald- gæfar arfgerðir sem eingöngu finnast á Vesturlandi, eins og M og N, séu skyldari A og T arfgerðum en arfgerð C. Sjaldgæfar arfgerðir á Austurlandi virð- ast hins vegar skyldari C sem er þar ríkjandi (óbirt- ar niðurstöður). Í stuttu máli bendir því sameinda- erfðafræðileg greining á erfðamengjum grænukorna annað hvort til þess að (1) Bæjarstaðarbirki sé skyldara birki í skóglendum Vesturlands en Austur- lands eða að (2) Bæjarstaðarbirkið sé óskylt öðru ís- lensku birki en að genaflæði hafi orðið frá því í átt til vesturs. Í eldri rannsókn könnuðum við RFLP breytileika í ríbósómgenum (rDNA) birkis (B. pubescens) en þau tilheyra kjarnaerfðamengi. Notuð var þáttatenging á himnu (Southern blotting) skv. ECL (Enhanced Chemiluminescence) aðferð1. Notuð voru sýni sem Aðalsteinn Sigurgeirsson hjá Skógrækt ríkisins safn- aði af samtals 92 plöntum úr íslenskum skógum víða af landinu. Auk þess fengust birkisýni frá erlendum samstarfsaðilum. Matti Sulkinoja hjá Kevo Subarc- tic rannsóknarstofnuninni í Norður-Finnlandi sendi 9 birkisýni af mismunandi uppruna og Jon Dietrich- son hjá Norwegian Forest Research Institute í Ási útvegaði fræ af tveimur norskum birkistofnum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru settar upp sem skyldleikatré með hjálp forritanna Ntedit og NTSYSpc (2.02). Fyrrnefnda forritið kom gögnun- um á rétt form fyrir það síðarnefnda en það not- aði tvær aðgerðir: 1) Similarity-SimQual sem met- ur fjarlægðir milli einstaklinga með stuðlinum SM (Simple Matching) 2) Clustering-SAHN sem skiptir einstaklingum í hópa á grundvelli fjarlægða úr fyrri aðgerðinni með UPGMA aðferð (Unweighted Pair- group Method, Arithmetic average). Skyldleikatré (Fan diagram) úr rDNA-RFLP grein ingunni (5. mynd) sýnir hópaskiptingu í nokkr- ar greinar. Flest sýni úr Bæjarstaðarskógi (Ba) til- heyra greininni sem sýnd er græn. Myndin bendir til þess að Bæjarstaðarbirkið sé skyldara birki úr skóg- 5. mynd. Skyldleikablævangur birkis (Betula pubescens) úr mismunandi skógum og skóglendum á Íslandi: Ba: Bæjarstaðarskógur; Br: Brekkuskógur í Biskupstungum; Da: Sökkólfsdalur í Dalasýslu; Ha: Hallormsstaðarskóg- ur; Hk: Haukadalur; Jo: Jórvík í Breiðdal; Sk: Skaftafells- brekkur; Tu: Tungudalur við Ísafjörð; og Vg: Vaglaskógur. Erlend birkisýni voru höfð með í rannsókninni. Bp1 – Bp5 eru tré frá Kevo í Utsjoki, Norður-Finnlandi; Bp6 er frá Suður-Finnlandi; Bp7 – Bp9 eru úr grasagarði í Turku en komu upphaflega frá Skotlandi, Noregi og Grænlandi; Bp10 – Bp11 eru norsk tré af fræstofni Betula odorata og hafa verið eftirsótt kvæmi til ræktunar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.