Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 22
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201220
pendula (hengibjörk), B. pubescens (ilmbjörk) og
B. nana (fjalldrapa)10. Rannsókn okkar12,16 leiddi í
ljós 13 mismunandi arfgerðir (cpDNA haplotypes)
meðal 345 einstaklinga úr 12 íslenskum skóglend-
um. Flestar arfgerðirnar eða 10 voru séríslenskar en
hinar þrjár voru algengar meðal bjarkartegunda í
Evrópu. Síðarnefndu arfgerðirnar þrjár, T, C og A,
voru einnig algengastar á Íslandi. Þær greindust hjá
49%, 19% og 15% plantna og í öllum litnunarhóp-
unum, þ.e. í birki, fjalldrapa og skógviðarbróður.
Dreifing arfgerðanna um landið var þó ekki jöfn. T
arfgerðin fannst um allt land en hinar tvær skipt-
ust eftir landshlutum, þ.e. arfgerð A var algengust
í skóglendum Vestur- og Suðvesturlands en arfgerð
C var ríkjandi á austur- og norðaustur hluta lands-
ins. Arfgerð A er ríkjandi meðal birkis (B. pubes-
cens) og hengibjarkar (B. pendula) í Evrópu, þ.á.m.
í Noregi og á Bretlandseyjum10. Arfgerð C er hins
vegar algengari meðal beggja tegunda auk fjalldrapa
á meginlandi Evrópu, í norðurhluta Skandinavíu og
í Rússlandi. Birki frá mismunandi stöðum úr Evrópu
gæti því hafa numið land á vesturhluta og austur-
hluta Íslands á mismunandi tíma.
Algengasta arfgerðin á Íslandi, T, fannst í flestum
birkiplöntum úr Bæjarstaðarskógi en hvorki arfgerð
A né C. Hins vegar greindist þar arfgerð M sem er
mjög sjaldgæf og fannst aðeins á einum öðrum stað,
þ.e. í fjalldrapa og skógviðarbróður úr Kjálkafirði á
Barðaströnd. Stofnerfðafræðileg greining sem nefn-
ist Minimum Spanning Tree benti til þess að sjald-
gæfar arfgerðir sem eingöngu finnast á Vesturlandi,
eins og M og N, séu skyldari A og T arfgerðum en
arfgerð C. Sjaldgæfar arfgerðir á Austurlandi virð-
ast hins vegar skyldari C sem er þar ríkjandi (óbirt-
ar niðurstöður). Í stuttu máli bendir því sameinda-
erfðafræðileg greining á erfðamengjum grænukorna
annað hvort til þess að (1) Bæjarstaðarbirki sé
skyldara birki í skóglendum Vesturlands en Austur-
lands eða að (2) Bæjarstaðarbirkið sé óskylt öðru ís-
lensku birki en að genaflæði hafi orðið frá því í átt
til vesturs.
Í eldri rannsókn könnuðum við RFLP breytileika í
ríbósómgenum (rDNA) birkis (B. pubescens) en þau
tilheyra kjarnaerfðamengi. Notuð var þáttatenging
á himnu (Southern blotting) skv. ECL (Enhanced
Chemiluminescence) aðferð1. Notuð voru sýni sem
Aðalsteinn Sigurgeirsson hjá Skógrækt ríkisins safn-
aði af samtals 92 plöntum úr íslenskum skógum víða
af landinu. Auk þess fengust birkisýni frá erlendum
samstarfsaðilum. Matti Sulkinoja hjá Kevo Subarc-
tic rannsóknarstofnuninni í Norður-Finnlandi sendi
9 birkisýni af mismunandi uppruna og Jon Dietrich-
son hjá Norwegian Forest Research Institute í Ási
útvegaði fræ af tveimur norskum birkistofnum.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru settar upp
sem skyldleikatré með hjálp forritanna Ntedit og
NTSYSpc (2.02). Fyrrnefnda forritið kom gögnun-
um á rétt form fyrir það síðarnefnda en það not-
aði tvær aðgerðir: 1) Similarity-SimQual sem met-
ur fjarlægðir milli einstaklinga með stuðlinum SM
(Simple Matching) 2) Clustering-SAHN sem skiptir
einstaklingum í hópa á grundvelli fjarlægða úr fyrri
aðgerðinni með UPGMA aðferð (Unweighted Pair-
group Method, Arithmetic average).
Skyldleikatré (Fan diagram) úr rDNA-RFLP
grein ingunni (5. mynd) sýnir hópaskiptingu í nokkr-
ar greinar. Flest sýni úr Bæjarstaðarskógi (Ba) til-
heyra greininni sem sýnd er græn. Myndin bendir til
þess að Bæjarstaðarbirkið sé skyldara birki úr skóg-
5. mynd. Skyldleikablævangur birkis (Betula pubescens)
úr mismunandi skógum og skóglendum á Íslandi: Ba:
Bæjarstaðarskógur; Br: Brekkuskógur í Biskupstungum;
Da: Sökkólfsdalur í Dalasýslu; Ha: Hallormsstaðarskóg-
ur; Hk: Haukadalur; Jo: Jórvík í Breiðdal; Sk: Skaftafells-
brekkur; Tu: Tungudalur við Ísafjörð; og Vg: Vaglaskógur.
Erlend birkisýni voru höfð með í rannsókninni. Bp1 – Bp5
eru tré frá Kevo í Utsjoki, Norður-Finnlandi; Bp6 er frá
Suður-Finnlandi; Bp7 – Bp9 eru úr grasagarði í Turku en
komu upphaflega frá Skotlandi, Noregi og Grænlandi;
Bp10 – Bp11 eru norsk tré af fræstofni Betula odorata og
hafa verið eftirsótt kvæmi til ræktunar.