Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201234
upphafsárum Trjáræktarstöðvarinnar og þar hafa
verið hæstu birki- og reyniviðartré landsins.
Ræktunarfélag Norðurlands
Það voru þrír ræktunarhugsjónamenn sem árið
1903 gengust fyrir stofnun Ræktunarfélags Norður-
lands. Þeir voru fyrrnefndir Páll Briem og Sigurður
Sigurðsson ásamt Stefáni Stefánssyni á Möðruvöll-
um, síðar skólameistara. Brennandi ræktunaráhugi
norðlenskra bænda kemur vel fram í ljóði sem Guð-
mundur Friðjónsson frá Sandi flutti á aðalfundi
félagsins árið 1905:
Gjörvöll landsins fen og flóa,
fúakeldur, holt og móa
á að láta grasi gróa,
gjöra að túni alla jörð,
jafnvel holt og blásin börð.
Drengir, sem að hjörðum hóa
hlotið geta síðar
óðalsrétt um yrktar dalahlíðar.
Í fyrstu ársskýrslu félagsins árið 1903 er Páli Briem
formanni tíðrætt um það með hvaða hætti félagið
nái bestum árangri í fræðslu til bænda og ræktenda7.
Hann sér fyrir sér öflugt tilraunastarf í ýmsum grein-
um búvísinda, áburðartilraunir, tilraunir með græn-
meti og rótarávexti, innflutning og kynningu á nýj-
ustu landbúnaðaráhöldum og að menn fari að rækta
tré á Íslandi. Páll sér væntanlega fyrir sér öfluga
leiðbeiningarþjónustu við bændur, en strax á fyrstu
árum félagsins er lagður grundvöllur að slíku.
Þó Ræktunarfélag Norðurlands hafi upphaflega
verið stofnað í því skyni að rannsaka og efla hefð-
bundinn landbúnað kemur ljóslega fram í stefnu-
málum félagsins áhugi á skóg- og trjárækt og þeim
möguleikum sem slík ræktun gæti haft til stuðn-
ings við hinn hefðbundna landbúnað. Þannig seg-
ir í fyrstu fjárhagsáætlun félagsins að hlutverk þess
sé meðal annars að rækta og útvega mönnum trjá-
plöntur og kenna mönnum gróðursetningu. Bænd-
um voru því lengi útvegaðar trjá- og runnaplöntur
bæði frá Trjáræktarstöðinni og Gróðrarstöðinni.
2. mynd. Horft austur yfir Gróðrarstöðina um 1910. Mynd: Hallgrímur Einarsson/Minjasafnið á Akureyri