Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 20

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201218 drapa í Bæjarstaðarskógi. Þetta er ólíkt því sem al- mennt gerist í skóglendum hér á landi þar sem bjark- artegundirnar tvær, birki og fjalldrapi, vaxa gjarnan hlið við hlið þrátt fyrir mun á búsvæðum, þ.e. fjall- drapi sækir meira í blautan jarðvegi og ofar í land en birki er algengara á þurru láglendi. Á svæðum þar sem bæði birki og fjalldrapa er að finna er nokkuð öruggt að þrílitna kynblendingar (skógviðarbróðir) finnist. Erfðafræðilegar rannsóknir á íslensku birki hafa sýnt fram á víxlfrjóvgun á milli birkis og fjall- drapa og myndun þrílitna kynblendinga3,4. Með endurtekinni bakvíxlun við foreldrategundir getur erfðaefni flust á milli tegunda í gegnum kynblend- ingana við svokallaða erfðablöndun (e. introgressive hybridisation, introgression). Erfðablöndun getur því leitt til skörunar á erfða- og svipgerðarbreyti- leika tegunda. Slík skörun er sérlega áberandi meðal íslenska birkisins2,8. Doktorsritgerð Ægis Þórs Þórssonar16 lýsir ná- kvæmlega erfðablöndun íslenska birkisins á grund- velli breytileika í svipgerð. Tvenns konar matskerfi var notað við greiningu á honum, þ.e. bæði sjón- rænt mat og mælingar. Sjónræna matið byggðist á 8 eiginleikum sem teljast sértækir fyrir tegundirnar en flestir þeirra eru mælikvarði á lögun laufblaða. Fyrir hvern eiginleika voru gefin 0-1 eða 0-2 stig og heild- areinkunn hverrar plöntu var því að lágmarki 0 sem samsvarar útliti fjalldrapa (B. nana) og að hámarki 13 sem samsvarar útliti hreins birkis (B. pubescens) skv. Flora Europeae15. Heildareinkunn hvers einstak- lings köllum við útlitsgildi (e. morphology index). Eiginleikar plöntu voru metnir út frá a.m.k. 30 lauf- blöðum af mismunandi stöðum. Almennt greindist mjög lítill eða enginn breytileiki innan plantna. Niðurstöður stóru rannsóknarinnar13 á 461 plöntu úr 14 skóglendum voru þær að tvílitna fjall- drapi greindist að meðaltali með útlitsgildið 1,3, þrí- litna skógviðarbróðir að meðaltali með 4,1 og fer- litna birki að meðaltali með gildið 8,3. Samkvæmt þessu hefur nær allt birki á Íslandi blendingsútlit, skógviðarbróðir hefur útlit mitt á milli blendings og fjalldrapa en fjalldrapinn sjálfur er auðþekktur þrátt fyrir að vera ekki erfðafræðilega hreinn. Í þess- ari rannsókn var útlitsgildi birkis úr mismunandi skóglendum borið saman í fyrsta skipti (3. mynd). Á vesturhluta Íslands, m.a. í Herdísarvík í Reykjanesi, Brekkuskógi í Biskupstungum og Kaldalóni í Ísa- fjarðardjúpi var útlitsgildi lágt, um 6-7 stig eða ná- lægt miðju skalans. Þar hefur erfðablöndun greini- lega verið mikil. Minni erfðablöndun hefur hins vegar átt sér stað á norður- og austurhluta lands- ins en þar greindust einkunnir um og yfir 8, hugsan- lega vegna ákjósanlegra umhverfisaðstæðna. Hæsta útlitsgildið sem greindist á landinu var fyrir Bæjar- staðarbirkið, eða 8,9 að meðaltali (3. mynd), og endurspeglar það bæði birkiútlit og lítinn breytileika innan skógarins. Af 15 trjám greindust 13 með út- litsgildið 10 og tvö með gildin 8 eða 9. Erfðablöndun hefur því ekki verið mikil í Bæjarstaðarskógi. Hluti skýringarinnar er sá að fjalldrapi finnst ekki í skóg- inum. Almennt virðist genaflæði vegna erfðablönd- unar verða frekar í átt frá fjalldrapa að birki en öf- ugt. Sýnt hefur verið fram á að víxlfrjóvgun innan bjarkarættar heppnast betur þegar móðurplantan hefur minna erfðamengi (lægri litningatölu) en frjó- kornagjafinn4. Því er líklegt að frjókorn geti borist úr Bæjarstaðarskógi, til dæmis til Skaftafells og víxl- frjóvgað þar fjalldrapa og skógviðarbróður. Bæjar- staðarskógur er þó erfðafræðilega einangraður. Tegundasérhæfðir svipgerðareiginleikar plantn- anna voru einnig metnir með hjálp forritsins Win- Folia (Leaf Morphology Analysis Program)13,16. Þannig voru 9 eiginleikar mældir en þeir tengdust lögun laufblaða, m.a. lengd þeirra og flatarmáli, 3. mynd. Samanburður á útlitsgildum birkiplantna úr mis- munandi skóglendum. Hámarkseinkunnin 13 samsvarar útliti hreins birkis (B. pubescens). Ferlitna birki á Íslandi greindist hins vegar með einkunnina 8,3 að meðaltali. Samkvæmt því hefur nær allt birki á Íslandi útlit tegunda- blendinga. Tölurnar sýna fjölda plantna sem rannsakaður var úr hverju skóglendi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.