Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201218
drapa í Bæjarstaðarskógi. Þetta er ólíkt því sem al-
mennt gerist í skóglendum hér á landi þar sem bjark-
artegundirnar tvær, birki og fjalldrapi, vaxa gjarnan
hlið við hlið þrátt fyrir mun á búsvæðum, þ.e. fjall-
drapi sækir meira í blautan jarðvegi og ofar í land en
birki er algengara á þurru láglendi. Á svæðum þar
sem bæði birki og fjalldrapa er að finna er nokkuð
öruggt að þrílitna kynblendingar (skógviðarbróðir)
finnist. Erfðafræðilegar rannsóknir á íslensku birki
hafa sýnt fram á víxlfrjóvgun á milli birkis og fjall-
drapa og myndun þrílitna kynblendinga3,4. Með
endurtekinni bakvíxlun við foreldrategundir getur
erfðaefni flust á milli tegunda í gegnum kynblend-
ingana við svokallaða erfðablöndun (e. introgressive
hybridisation, introgression). Erfðablöndun getur
því leitt til skörunar á erfða- og svipgerðarbreyti-
leika tegunda. Slík skörun er sérlega áberandi meðal
íslenska birkisins2,8.
Doktorsritgerð Ægis Þórs Þórssonar16 lýsir ná-
kvæmlega erfðablöndun íslenska birkisins á grund-
velli breytileika í svipgerð. Tvenns konar matskerfi
var notað við greiningu á honum, þ.e. bæði sjón-
rænt mat og mælingar. Sjónræna matið byggðist á 8
eiginleikum sem teljast sértækir fyrir tegundirnar en
flestir þeirra eru mælikvarði á lögun laufblaða. Fyrir
hvern eiginleika voru gefin 0-1 eða 0-2 stig og heild-
areinkunn hverrar plöntu var því að lágmarki 0 sem
samsvarar útliti fjalldrapa (B. nana) og að hámarki
13 sem samsvarar útliti hreins birkis (B. pubescens)
skv. Flora Europeae15. Heildareinkunn hvers einstak-
lings köllum við útlitsgildi (e. morphology index).
Eiginleikar plöntu voru metnir út frá a.m.k. 30 lauf-
blöðum af mismunandi stöðum. Almennt greindist
mjög lítill eða enginn breytileiki innan plantna.
Niðurstöður stóru rannsóknarinnar13 á 461
plöntu úr 14 skóglendum voru þær að tvílitna fjall-
drapi greindist að meðaltali með útlitsgildið 1,3, þrí-
litna skógviðarbróðir að meðaltali með 4,1 og fer-
litna birki að meðaltali með gildið 8,3. Samkvæmt
þessu hefur nær allt birki á Íslandi blendingsútlit,
skógviðarbróðir hefur útlit mitt á milli blendings
og fjalldrapa en fjalldrapinn sjálfur er auðþekktur
þrátt fyrir að vera ekki erfðafræðilega hreinn. Í þess-
ari rannsókn var útlitsgildi birkis úr mismunandi
skóglendum borið saman í fyrsta skipti (3. mynd). Á
vesturhluta Íslands, m.a. í Herdísarvík í Reykjanesi,
Brekkuskógi í Biskupstungum og Kaldalóni í Ísa-
fjarðardjúpi var útlitsgildi lágt, um 6-7 stig eða ná-
lægt miðju skalans. Þar hefur erfðablöndun greini-
lega verið mikil. Minni erfðablöndun hefur hins
vegar átt sér stað á norður- og austurhluta lands-
ins en þar greindust einkunnir um og yfir 8, hugsan-
lega vegna ákjósanlegra umhverfisaðstæðna. Hæsta
útlitsgildið sem greindist á landinu var fyrir Bæjar-
staðarbirkið, eða 8,9 að meðaltali (3. mynd), og
endurspeglar það bæði birkiútlit og lítinn breytileika
innan skógarins. Af 15 trjám greindust 13 með út-
litsgildið 10 og tvö með gildin 8 eða 9. Erfðablöndun
hefur því ekki verið mikil í Bæjarstaðarskógi. Hluti
skýringarinnar er sá að fjalldrapi finnst ekki í skóg-
inum. Almennt virðist genaflæði vegna erfðablönd-
unar verða frekar í átt frá fjalldrapa að birki en öf-
ugt. Sýnt hefur verið fram á að víxlfrjóvgun innan
bjarkarættar heppnast betur þegar móðurplantan
hefur minna erfðamengi (lægri litningatölu) en frjó-
kornagjafinn4. Því er líklegt að frjókorn geti borist
úr Bæjarstaðarskógi, til dæmis til Skaftafells og víxl-
frjóvgað þar fjalldrapa og skógviðarbróður. Bæjar-
staðarskógur er þó erfðafræðilega einangraður.
Tegundasérhæfðir svipgerðareiginleikar plantn-
anna voru einnig metnir með hjálp forritsins Win-
Folia (Leaf Morphology Analysis Program)13,16.
Þannig voru 9 eiginleikar mældir en þeir tengdust
lögun laufblaða, m.a. lengd þeirra og flatarmáli,
3. mynd. Samanburður á útlitsgildum birkiplantna úr mis-
munandi skóglendum. Hámarkseinkunnin 13 samsvarar
útliti hreins birkis (B. pubescens). Ferlitna birki á Íslandi
greindist hins vegar með einkunnina 8,3 að meðaltali.
Samkvæmt því hefur nær allt birki á Íslandi útlit tegunda-
blendinga. Tölurnar sýna fjölda plantna sem rannsakaður
var úr hverju skóglendi.