Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201274
að koma á samstarfi franskra og íslenskra aðila um
mögulega varðveislu erfðamengis lerkis úr háfjöllum
Frakklands uppi á Íslandi, en talsverð hætta er talin
á að lerkið á þessum slóðum muni verða illa úti í yf-
irvofandi loftslagsbreytingum. Evrópulerkið kallast
Mélèze d´Europe upp á franska tungu. Stefnan var
sett á tvö Alpahéruð Frakklands, Savoie í norðri og
Hautes-Alpes í suðri.
Í bænum Chamonix (rétt norðan við Mont-Blanc)
hittum við fyrir Gabriel leiðsögumann og túlk, eft-
ir snarpan akstur austan úr mið Sviss, m.a. gegn-
um vínræktina í Martigny en þar var uppskeruvinna
að hefjast með látum. Gabriel er góður í ensku og
vel slarkfær á íslensku enda hefur hann starfað í
tvö sumur hjá Skógræktarfélagi Íslands við kort-
lagningu og á auk þess íslenska unnustu. Ekið var
með Gabriel suður í Grenoble borg þar sem áð var
og svipast um í bókabúðum bæjarins eftir bókum á
ensku um náttúru eða skóga í frönskum Ölpum en
án árangurs að mestu.
Fyrsti áfangastaður til næturgistingar í Frakk-
landi var bærinn Briançon en þangað er 2 ½ klst.
akstur í austur frá Grenoble. Briançon er frá fornu
fari í þjóðleið til Ítalíu (Torino) og hefur mörg hild-
urin verið háð á þeim slóðum í baráttu þjóðanna
um yfirráð og tollheimtu. Síðustu alvarlegu átökin
á þessu svæði voru undir lok síðari heimsstyrjaldar
þegar Þjóðverjar voru að hopa frá Ítalíu en þá voru
mörg fjallaþorp lögð í rústir.
Á leiðinni austur var ekið um Lautaret skarð (Col
du lautaret) í yfir 2.000 m hæð en þar í skarði er
merkilegur Alpa-grasagarður sem til stendur að
skoða nánar síðar. Skammt austan skarðsins stopp-
uðum við og gátum ekki stillt okkur um að lesa
köngla af fallegum lerkitrjám í vegkantinum í um
1.900 m hæð. Ásýnd lerkisins virtist nokkuð frá-
brugðin því sem augað mundi frá Sviss, krónan
breiðari og greinar lengri og gildari. Þarna uppi var
bergfuran lík því sem við þekkjum en það átti eftir
að kveða við annan tón í þeim efnum síðar. Við tók-
um eftir mikilli sauðfjárbeit í dölum beggja vegna
skarðsins og augljós ofbeit var víða og virkt jarð-
vegsrof í fullum gangi.
Gist var í Briançon og kvöldið notaði Gabriel til
að leiða mörlanda í allan sannleik um ágæti franska
eldhússins á veitingastað í miðbænum.
Cerviérs - Col d´Izoard - La Casse – Abriés-
Cimé du Mélézet
Í svellköldu morgunsári tók leiðsögumaður dags-
ins á móti okkur. Þetta var maður að nafni Michel
Sappia frá frönsku skógstjórninni (ONF). Sappia er
skógarvörður á þessu svæði; Cerviérs þjóðgarðinum.
Sappia, sem státaði af sérlega myndarlegu yfirvara-
skeggi, hoppaði upp í bílinn og ók upp í þorpið Cer-
viérs í um 1.600 m hæð þar sem hann fræddi okkur
um búsetusögu svæðisins. Þarna hefur verið stund-
uð kvikfjárrækt í a.m.k. 5.000 ár og skógar allir eru
mjög mótaðir af beit húsdýra. Samfélagsbreytingar
síðastliðin 50-60 ár hafa leitt til 80-90% fækkun-
ar fólks í sveitaþorpum Queyras og víðar í fjallahér-
uðum sem þessu. Augljóslega eru auraráð þorpsbúa
ekki hin sömu og hjá stallsystrum og bræðrum í sviss-
neskum þorpum, en ferðaþjónusta er eini nýi vaxtar-
Gólfborð úr sembrafuru. Á innfelldu myndinni er kistill úr
sembrafuru verðlagður á €950. Mynd: SKÞ.
Jarðvinnsla í lerkiskógi til að hvetja sjálfsáningu. Mynd:
Sighvatur Jón Þórarinsson.