Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 13
11SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Mikið var fjallað um alþjóðlegt ár skóga og við-
burði sem tengdust því í Laufblaðinu, á vefsíðu SÍ
og á Facebook-síðum Árs skóga, SR og SÍ, á vefjum
SR, SÍ og LSE, auk heimasíðunnar arskoga2011.is.
Þann 30. september birtist í tilefni af Ári skóga grein
í vikublaðinu Austurglugganum eftir Helga Hall-
grímsson þar sem hann stiklar á ýmsu í rúmlega 100
ára sögu skógræktar á Íslandi.
SÍ var sérstakur gestur bæjarhátíðarinnar Blóm
í bæ í Hveragerði í júní en þema hátíðarinnar var
,,skógurinn“ í tilefni af Ári skóga. Starfsmenn SÍ
kynntu þar starfsemi félagsins auk þess sem þeir
buðu gestum og gangandi upp á rjúkandi ketil-
kaffi. Þá var haldið upp á Öskjuhlíðardaginn í fyrsta
skipti þann 7. maí. Dagurinn er samstarfsverkefni SÍ,
Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík (HR).
Fjölbreytt skemmti- og fræðsludagskrá var víðsveg-
ar í Öskjuhlíð í tilefni dagsins. Jafnframt var skrif-
að undir samstarfssamning milli SÍ, Reykjavíkur-
borgar og HR um að efla og bæta Öskjuhlíð sem
úti vistarsvæði. Auk þessa stóðu skógræktarfélög og
félög skógarbænda um land allt fyrir skógargöngum
og öðrum uppákomum í tilefni af Ári skóga. Fánar
með merki ársins blöktu við húna allt árið víða um
land hjá SÍ, skógræktarfélögum, SR, LSE og aðildar-
félögum skógarbænda.
Ár skóga naut 5 milljón króna stuðnings frá Poka-
sjóði til ýmissa viðburða og verkefna. Þá studdi IKEA
aprílráðstefnuna og Elkem, umhverfisráðuneytið og
Barri studdu októberráðstefnuna. Landsbankinn
studdi gerð heimasíðu Árs skóga og fyrirtækin Tal,
Samhentir, Eimskip og Olís studdu gerð og sendingu
Þjóðarkortsins til allra landsmanna. Þessum aðilum
eru færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Stuttmyndin Skógurinn og við (e. Of Forests and Men) var
frumsýnd með íslensku tali á ráðstefnunni Heimsins græna
gull, en myndin var gerð af Yann Arthus-Bertrand fyrir Sþ
í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga. Myndin fjallar um skóga
og nauðsyn þess að mannkyn sýni samheldni „eins og tré í
skógi“ í varðveislu og viðhaldi mikilvægra skógarvistkerfa.
Fyrir atbeina Gísla Gestssonar kvikmyndagerðarmanns,
fékk Ísland leyfi Yanns og Sþ til að talsetja myndina og lagði
Egill Ólafsson til rödd, en Hulda Guðmundsdóttir þýddi
textann. Ljósmyndavörur ehf unnu myndina endurgjalds-
laust. Myndina má sjá á www.arskoga2011.is.