Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 39

Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 39
37SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 þrýstnar og þroskamiklar eins og gras í góðviðri. Oss finnst þær iða af æskufjöri, þar sem þær vagga sjer í vindblænum, kinnka glettnislega til vor kolli eins og til að segja: “Lítið á okkur! Við vorum eitt sinn litlar, en þið stór; bráðum eruð þið lítil en við stórar.”i Þessi orð áttu svo sannarlega eftir að rætast og í Gróðrarstöðinni standa nú, hundrað árum síðar, há- vaxin tré. Árið 1913, á 10 ára afmæli Ræktunarfélagsins, flutti Stefán Stefánsson grasafræðingur og formaður félagsins erindi9 og minnist á trjáræktartilraun- ir félagsins þar sem björk og reynir, innfæddu teg- undirnar, bera af. Hann sér eftirfarandi framtíðar- sýn: „Eftir nokkra áratugi ættu laufgaðar limkrónur að bærast yfir hverjum bæ, hverju koti, og ilmandi birkilundar að vaxa þar sem nú má sjá ógeðslega sorphauga og fúlar forarvilpur. Skortur á fegurð- artilfinningu og ræktarsemi við landið okkar geta hamlað því að svo verði, ekkert annað.“ii i Jakob H. Líndal. 1911. Bls. 77. ii Stefán Stefánsson, 1913, bls. 39. Jakob H. Líndal skrifaði stórmerka grein í Ársritið árið 19166 sem hann nefnir Um trjárækt. Þá er enn gengið um Trjáræktarstöðina og Gróðrarstöðina og einstökum trjám gefin umsögn. Mesta aðdáun vekur trjáplanta sem köll- uð er grenikóngurinn og var plantað í Trjáræktarstöð- ina árið 1900. Grenikóngurinn er enn sýnilegur í Minja- safnsgarðinum. Hann var árið 1916 2,45 metrar á hæð og er nú líklega hæsta og elsta rauðgrenitré á Íslandi. Í Gróðrarstöðinni vekja athygli trjágöng norður frá íbúð- arhúsinu í átt að verkfærahúsinu með birki að austan- verðu og reyni að vestanverðu. Birkinu var plantað 1905 og er 2,50-3,75 metra hátt en reyninum var plantað 1910 og er tæplega 2 metra hár. Í lok greinar sinnar skrifar Jakob góða lýsingu á þeim trjátegundum sem reyndar hafa verið hjá Ræktunar- félaginu og er þetta líklega fyrsta uppgjör á trjáræktartil- raunum sem gert var á Íslandi. Enda þótt víða séu skráð latnesk heiti fer stundum á milli mála um hvaða tegund er að ræða. Hér er ekki rúm til að taka upp lýsingar á ein- stökum trjátegundum, en úr umsögnunum var dreginn eftirfarandi tafla: Mynd 5. Horft austur yfir Gróðrarstöðina um 1930. Mynd: Ljósmyndari ókunnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.