Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 37

Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 37
35SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Einnig voru haldin ræktunarnámskeið í mörg ár í Gróðrarstöðinni þar sem mönnum var meðal annars kennt að ala upp og planta út trjáplöntum. Sögu Ræktunarfélagsins má auðveldlega lesa í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands sem kom út nær árlega frá 1903 til 1989. Í fyrsta ársritinu 1903 skrifar Sigurður Sigurðsson ítarlega grein um gróð- ursetningu trjáa og runna8. Er þetta líklega fyrsta leiðbeiningin um trjárækt sem skrifuð er á íslensku. Árið 1909 skrifar Sigurður um tilraunir með trjá- rækt á Norðurlandi sem Ræktunarfélagið hafði gert9. Annar framkvæmdastjóri Ræktunarfélags- ins, Jakob H. Líndal, skrifaði svo um trjárækt í rit- ið árið 19165. Af þessu sést að trjárækt hefur ver- ið hugsjónamönnunum mikið áhugamál ekki síður en hefðbundinn landbúnaður, sem þó var aðalvett- vangur Ræktunarfélagsins. Rétt er að benda á það að þeir Ræktunarfélagsmenn tala ætíð um trjárækt en ekki skógrækt, enda má kannski segja að mun- urinn á þessum tveimur hugtökum sé sá að í öðru tilvikinu er talað um stök tré en í hinu um söfn- uð trjáa, skóg. Þar sem tvö tré koma saman þar er skógur, eru fleyg orð, og sagt er að menn sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Því hefur hugsunin í upphafi bara verið að koma upp stökum trjám heima við bæina, enda nefnist fyrsta grein Sigurðar Sigurðs- sonar7 Stuttur leiðarvísir um gróðursetningu trjáa og runna í kringum hús og bæi. Aðaltilraunastöðin í Naustagili Hugsjónamennirnir þurftu stærra landssvæði en Trjáræktarstöðina til að geta sinnt hugsjóninni. Á fundi sem haldinn var á Akureyri 1903 var borin fram tillaga um að æskilegt væri að félagið keypti land undir gróðrarstöð. Sama ár afhendir Akureyr- arbær endurgjaldslaust land undir starfsemi félags- ins í landi Nausta syðst í bæjarlandinu, rúma 8 hekt- ara, til þess að koma á fót ræktunarstöð. Land þetta var að hluta til neðst við Naustagil en hluti þess uppi í brekkunni. Ætla má að undirbúningsframkvæmdir á svæðinu við Naustagil hefjist þegar árið 1904 með skipulagningu og jarðvinnslu. (sjá mynd 1). Fyrstu framkvæmdir sem getið er um og tengj- ast tilraunastarfi Ræktunarfélags Norðurlands við Naustagil voru jarðvinnsla, girðingarframkvæmd- ir, uppsetning vatnsveitu og bygging á 30 fermetra geymsluhúsi. Tilraunastöðinni í Naustagili er í upp- hafi gefið nafnið Aðaltilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands en síðar er hún nefnd Gróðrarstöðin. Eftir að gróðrarstöð reis í Kjarna 1947 er farið að 3. mynd. Horft suður eftir trjágöngunum 17. ágúst 1915. Birki að austanverðu plantað 1905 og reyni að vestanverðu plantað 1910. Þessar trjáplöntur standa margar enn. Mynd: Hallgrímur Einarsson/Minjasafnið á Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.