Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 37
35SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Einnig voru haldin ræktunarnámskeið í mörg ár í
Gróðrarstöðinni þar sem mönnum var meðal annars
kennt að ala upp og planta út trjáplöntum.
Sögu Ræktunarfélagsins má auðveldlega lesa í
Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands sem kom út
nær árlega frá 1903 til 1989. Í fyrsta ársritinu 1903
skrifar Sigurður Sigurðsson ítarlega grein um gróð-
ursetningu trjáa og runna8. Er þetta líklega fyrsta
leiðbeiningin um trjárækt sem skrifuð er á íslensku.
Árið 1909 skrifar Sigurður um tilraunir með trjá-
rækt á Norðurlandi sem Ræktunarfélagið hafði
gert9. Annar framkvæmdastjóri Ræktunarfélags-
ins, Jakob H. Líndal, skrifaði svo um trjárækt í rit-
ið árið 19165. Af þessu sést að trjárækt hefur ver-
ið hugsjónamönnunum mikið áhugamál ekki síður
en hefðbundinn landbúnaður, sem þó var aðalvett-
vangur Ræktunarfélagsins. Rétt er að benda á það
að þeir Ræktunarfélagsmenn tala ætíð um trjárækt
en ekki skógrækt, enda má kannski segja að mun-
urinn á þessum tveimur hugtökum sé sá að í öðru
tilvikinu er talað um stök tré en í hinu um söfn-
uð trjáa, skóg. Þar sem tvö tré koma saman þar er
skógur, eru fleyg orð, og sagt er að menn sjái ekki
skóginn fyrir trjánum. Því hefur hugsunin í upphafi
bara verið að koma upp stökum trjám heima við
bæina, enda nefnist fyrsta grein Sigurðar Sigurðs-
sonar7 Stuttur leiðarvísir um gróðursetningu trjáa
og runna í kringum hús og bæi.
Aðaltilraunastöðin í Naustagili
Hugsjónamennirnir þurftu stærra landssvæði en
Trjáræktarstöðina til að geta sinnt hugsjóninni. Á
fundi sem haldinn var á Akureyri 1903 var borin
fram tillaga um að æskilegt væri að félagið keypti
land undir gróðrarstöð. Sama ár afhendir Akureyr-
arbær endurgjaldslaust land undir starfsemi félags-
ins í landi Nausta syðst í bæjarlandinu, rúma 8 hekt-
ara, til þess að koma á fót ræktunarstöð. Land þetta
var að hluta til neðst við Naustagil en hluti þess uppi
í brekkunni. Ætla má að undirbúningsframkvæmdir
á svæðinu við Naustagil hefjist þegar árið 1904 með
skipulagningu og jarðvinnslu. (sjá mynd 1).
Fyrstu framkvæmdir sem getið er um og tengj-
ast tilraunastarfi Ræktunarfélags Norðurlands við
Naustagil voru jarðvinnsla, girðingarframkvæmd-
ir, uppsetning vatnsveitu og bygging á 30 fermetra
geymsluhúsi. Tilraunastöðinni í Naustagili er í upp-
hafi gefið nafnið Aðaltilraunastöð Ræktunarfélags
Norðurlands en síðar er hún nefnd Gróðrarstöðin.
Eftir að gróðrarstöð reis í Kjarna 1947 er farið að
3. mynd. Horft suður eftir trjágöngunum 17. ágúst 1915. Birki að austanverðu plantað 1905 og reyni að vestanverðu
plantað 1910. Þessar trjáplöntur standa margar enn. Mynd: Hallgrímur Einarsson/Minjasafnið á Akureyri