Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 61

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 61
59SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Ekki dugar að nota ársgamlar bakkaplöntur, held- ur þurfa þær að vera a.m.k. tveggja ára og kröft- ugar. Í neyð er ráð að forrækta þær í beði með því að stinga niður um svart plast og planta svo hnaus- plöntum eftir 2-3 ár. Þetta er tafsöm aðferð, en tryggir næstum fullkomna lifun og þrif, einkum ef lúku af skít er laumað með þegar plantan er komin á áfangastað. Þá stendur hún af sér næðing og nær upp úr sinulubba og frosti. Áburðargjöf; tafla af seinleystum áburði í holuna sjálfa þar sem plantan situr ein að henni bætir þrif og lifun. Þar sem frosthætta er mikil er hvítsitkagreni (sitkabastarður) vænlegra en hreint sitkagreni. Það síðarnefnda þolir hinsvegar næðinginn betur. Grasvexti má halda í skefjum með því að úða Round-up að hausti. Með heppni flýtir þetta fyrir trjávexti, en til þess að svo sé þurfa aðstæður að vera góðar fyrir úðun og tímasetning rétt. Ekki er öruggt að plöntur skaðist ekki fyrr en undir lok ágústmán- aðar og ef úðað er mikið seinna verða áhrif á gras- vöxtinn lítil. Áhrifin eru líka fremur skammvinn. Kraftmiklar plöntur lifa af vornæðinginn en vaxa hægt í skjólleysi. Til þess að fá skjól má stinga asp- arstiklingum í plógstreng með 5-8 metra bili. Best er að skjólið sé komið áður en greninu er plantað, en í reynd er greni og ösp oft plantað samtímis eft- ir að land hefur verið plægt. Jarðvinnslunnar nýt- ur nefnilega ekki lengi við; grasvöxtur lokar landinu fljótlega aftur. Ef nægt stiklingaefni er til staðar er hinsvegar engin ástæða til að kaupa bakkaplöntur af ösp. Aspargræðlingur í plógstreng sem fær lúku af áburði nær metershæð á 2-3 árum. Yndisskógur og timburskógur? Þótt hið upphaflega markmið hafi verið að rækta timburskóg á Drumboddsstöðum varð mönnum snemma ljóst að með litlum tilkostnaði má fegra skóginn og auka útivistargildi hans. Þetta er t.d. hægt að gera með því að má út beinar línur skógar- jaðra, gera þá óreglulega og skreyta með fleiri teg- undum, m.a. blómstrandi trjám og runnum. Einn- ig með því að leyfa einstaka rjóðrum að halda sér, sleppa því t.d. að planta í skjólsæla hvamma sem henta vel til viðdvalar í gönguferðum. Þá má nota nýjar tegundir þegar bætt er í eyður. Yfirleitt er einni tegund plantað í hvern reit, en þeir þurfa ekki að vera stórir. Stærstir teigar eru með (hvít)sitkagreni, alaskaösp og stafafuru og er greni og ösp víða blandað saman. Lerki hefur verið not- Sama sjónarhorn veturinn 2012.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.