Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 44

Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201242 Hlutfall steinefna og eiturefna í jarðvegi er hátt í út- hverfalandslagi og afrennsli næringar- og mengunar- efna umtalsvert.10 Götutré eru að uppruna skógartré sem hafa verið flutt í framandi aðstæður, en þau þarfnast mikillar umhirðu.11 Götutré í miðbæjum eru almennt lágvax- in, við slæma heilsu og verða skammlíf.17 Vaxtarrými er mun takmarkaðra í miðbæjum, tré eru gjarnan gróðursett nálægt steinsteyptum eða malbikuðum yfirborðum, í litlum pyttum og nærri stærri trjám.8 Götutré á íbúðarsvæðum hafa hinsvegar meira vaxtarrými, eru stærri og langlífari. Á slíkum svæð- um geta tré t.d. verið gróðursett á svæði sem er á milli götu og gangstéttar, þau vaxa þá gjarnan undir gangstéttar og inn í nærliggjandi garða til þess að finna nægjanlegt vaxtarrými.17 Trjágróður í húsagörðum er margbreytilegur og eykur fjölbreytni borgarskóga, en trjágróður í görð- um er gjarnan um helmingur borgarskóga. Trjá- tegundaval endurspeglar oftast smekk landeigenda frekar en viðmiðanir fagfólks og í eldri íbúðarhverf- um eru stærri og eldri tré gjarnan ríkjandi.17 Í borgum eru víða svæði þar sem gróður og jarð- vegur hefur þurft að víkja fyrir malbiki og steypu, en þess kyns fletir draga í sig geislun og hitna. Vegna þessa háa hlutfalls af ógegndræpum yfirborðum og vegna þess að borgir nota gjarnan mikla orku til þess að losa afgangshita, er jafnan talsvert hlýrra á þéttbyggðum svæðum heldur en á minna byggð- um svæðum.11,17 Trjágróður í borgum getur því, auk þess að binda CO2 úr andrúmslofti, gefið margvís- lega aðra vistþjónustu, s.s. að mynda skjól, draga úr lofthita og sía svifryk úr rykmenguðu lofti borg- anna.2,12 Rannsókn á áhrifum trjágróðurs í byggðum hverfum Reykjavík hefur í seinni tíð oft verið kölluð stærsti skógur á Íslandi. Borgin er frekar strjálbýl og trjá- rækt í görðum hefur verið stunduð af miklu kappi. Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og Reykja- víkurborg ákváðu að hefja rannsókn á áhrifum trjá- gróðurs í byggðum hverfum Reykjavíkur á bindingu CO2 úr andrúmslofti. Úr varð nemendaverkefni til BSc gráðu skógfræði við Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Markmið verkefnisins var að meta með vett- Birki við Háteigsveg. Dæmi um borgartré sem hefur mikið vaxtarrými og getur breytt úr trjákrónunni. Mynd: Brynjólfur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.