Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201242
Hlutfall steinefna og eiturefna í jarðvegi er hátt í út-
hverfalandslagi og afrennsli næringar- og mengunar-
efna umtalsvert.10
Götutré eru að uppruna skógartré sem hafa verið
flutt í framandi aðstæður, en þau þarfnast mikillar
umhirðu.11 Götutré í miðbæjum eru almennt lágvax-
in, við slæma heilsu og verða skammlíf.17 Vaxtarrými
er mun takmarkaðra í miðbæjum, tré eru gjarnan
gróðursett nálægt steinsteyptum eða malbikuðum
yfirborðum, í litlum pyttum og nærri stærri trjám.8
Götutré á íbúðarsvæðum hafa hinsvegar meira
vaxtarrými, eru stærri og langlífari. Á slíkum svæð-
um geta tré t.d. verið gróðursett á svæði sem er á
milli götu og gangstéttar, þau vaxa þá gjarnan undir
gangstéttar og inn í nærliggjandi garða til þess að
finna nægjanlegt vaxtarrými.17
Trjágróður í húsagörðum er margbreytilegur og
eykur fjölbreytni borgarskóga, en trjágróður í görð-
um er gjarnan um helmingur borgarskóga. Trjá-
tegundaval endurspeglar oftast smekk landeigenda
frekar en viðmiðanir fagfólks og í eldri íbúðarhverf-
um eru stærri og eldri tré gjarnan ríkjandi.17
Í borgum eru víða svæði þar sem gróður og jarð-
vegur hefur þurft að víkja fyrir malbiki og steypu,
en þess kyns fletir draga í sig geislun og hitna. Vegna
þessa háa hlutfalls af ógegndræpum yfirborðum og
vegna þess að borgir nota gjarnan mikla orku til
þess að losa afgangshita, er jafnan talsvert hlýrra
á þéttbyggðum svæðum heldur en á minna byggð-
um svæðum.11,17 Trjágróður í borgum getur því, auk
þess að binda CO2 úr andrúmslofti, gefið margvís-
lega aðra vistþjónustu, s.s. að mynda skjól, draga
úr lofthita og sía svifryk úr rykmenguðu lofti borg-
anna.2,12
Rannsókn á áhrifum trjágróðurs í byggðum
hverfum
Reykjavík hefur í seinni tíð oft verið kölluð stærsti
skógur á Íslandi. Borgin er frekar strjálbýl og trjá-
rækt í görðum hefur verið stunduð af miklu kappi.
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá og Reykja-
víkurborg ákváðu að hefja rannsókn á áhrifum trjá-
gróðurs í byggðum hverfum Reykjavíkur á bindingu
CO2 úr andrúmslofti. Úr varð nemendaverkefni til
BSc gráðu skógfræði við Landbúnaðarháskóla Ís-
lands. Markmið verkefnisins var að meta með vett-
Birki við Háteigsveg. Dæmi um borgartré sem hefur mikið vaxtarrými og getur breytt úr trjákrónunni. Mynd: Brynjólfur
Jónsson.