Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201212
Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði var stofn-
aður árið 1973 með markmið Lions hreyf ingarinnar
að leiðarljósi, að láta gott af sér leiða. Klúbburinn
hefur komið að fjölmörgum verkefnum í sínu nær-
umhverfi og tekið þátt í verkefnum á landsvísu.
Sterkt vináttusamband milli klúbbfélaga og fjöl-
skyldna þeirra hefur einnig í tímans rás styrkt starf-
semi klúbbsins. Á liðnu ári kom upp sú hugmynd
meðal klúbbfélaga að feta sig inn á nýjar brautir og
stuðla að heilbrigðu líferni, útivist og andlegri jafnt
sem líkamlegri vellíðan allra þeirra sem sækja upp-
land Hafnarfjarðar heim. Klúbbfélagar heimsóttu
star fsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og ósk-
uðu þess að fá að leggja fjármagn til gerðar sérstaks
stígs, sem auðvelt yrði fyrir fólk að fara um og njóta
útiveru í fögru umhverfi Hvaleyrarvatns á svæði
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Málaleitaninni var
vel tekið og var hafist handa við gerð stígsins í júní
mánuði árið 2011, með styrk úr minningarsjóði
Gísla S. Geirssonar sem lést langt fyrir aldur fram
Værðarstígur í Höfðaskógi
Hverjum einstaklingi er nauðsynlegt að hvílast, sækja sér styrk fyrir líkama og
sál. Þar finnur hver sinn takt. Einn kýs að iðka íþróttir af kappi, annar kýs
að setjast niður við lestur góðra bóka á meðan sá þriðji kýs ef til vill eitthvað
allt annað. Þannig finnum við hvert okkar leið til þeirrar afþreyingar sem veitir okkur
yndi og sálarró. Að láta gott af sér leiða, rækta vináttuna, gleðjast með öðrum og veita
af sjálfum sér er góð leið til að öðlast gleði í sál og sinni. Uppsprettu margra félaga má
rekja til þeirra þátta sem hér eru nefndir.
Höfundur Magnús Gunnarsson
Félagar í Lionsklúbbnum Ásbirni hlýða á formann klúbbsins, Magnús Gunnarsson, við vígslu Værðarstígs.