Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 72

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201270 um þar sem hún er fallegust, í rúmlega 1.800 m hæð og efst í skarðinu í rúmlega 2.100 m hæð. Athygli vakti útlit bergfurunnar sem þarna er beinvaxin og einstofna, gjörólík því vaxtarlagi sem við þekkjum gjarna af kvæmum sem mikið eru notuð á Íslandi (Hanstholm). Kemur þetta heim og saman við frá- sögn Jóhanns Pálssonar2 af vaxtarlagi bergfurunn- ar í vestanverðum Alpafjöllum og áttum við eftir að sannreyna það Frakklands megin. Efsti hluti dalsins og skarðið sjálft er þjóðgarður sem sagður er sá elsti í Alpafjöllum og markmið að mannshöndin snerti þar sem allra minnst. Ekkert fræ var á lerki ofan við 1.800 m hæð. Uppi í skarði hafði regn og slydda náð til okkar og gekk á með þungum skúrum með hagl- éljum og skruggum stórum. Aftur var horfið niður í Engadin dalinn og eft- ir honum til suðvesturs gegnum bæinn St. Moritz að fjallvegi sem liggur til vesturs upp úr þorpinu Silvaplana. Dalbotninn þarna er í um 1.800 m hæð og má vænta að Silvaplana-kvæmi evrópulerkis sé vænlegt. Það er einmitt evrópulerkið sem vestfirskir skógarbændur hafa notað undanfarin ár. Yfir skarðið Julierpass liggur vegur hæst í rúm- lega 2.300 metrum. Þarna var komið hið versta slag- veður og máttum við hafa okkur alla við að brjótast að nokkrum föngulegum lerkitrjám í 2.050 m hæð en náðum þar allnokkrum könglum sem reyndust kökk-fullir af trjákvoðu (harpix) og hið versta mál að þreskja. Vestan við skarðið komum við auga á tvo íslenskulega skógreiti (frímerki) en þegar betur var að gáð voru þetta afgirtar skógræktar-tilraunir með ungum trjám sembrafuru, bergfuru, rauðgrenis og lerkis. Vöxtur virtist ágætur þótt reitirnir stæðu í tæplega 2.100 m. hæð. Skóglaust var umhverfis og má ætla að beit ráði því fremur en vaxtarskilyrði. Myrkur var að skella á og haustveður válynt svo héðan var stefnan tekin heim í kofa Tómasar og set- ið við fræverkun fram undir morgun. A.m.k. 20 m há bergfura í 1.800 m hæð í Ova Spin vestan við Ofenpass. Mynd: Sighvatur Jón Þórarinsson. Glæsilegir sembrafuru öldungar ásamt stöku rauðgreni í 1.850 m hæð í Genthal. Mynd: SKÞ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.