Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 23
21SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
lendum Vesturlands, eins og úr Sökkólfsdal í Dala-
sýslu (Da), en birki frá austur- og norðausturhluta
landsins eins og Hallormsstaðarskógi (Ha), Jórvík í
Breiðdal (Jo) og Vaglaskógi í Fnjóskadal (Vg). Þess-
ar niðurstöður eru í samræmi við þær niðurstöður
greininga erfðamengja grænukorna sem greint var
frá hér að ofan.
Áhugavert er að sjá að fjögur af erlendu birkisýn-
unum (Bp8 – Bp11) hópast með birki úr Bæjarstað-
arskógi (5. mynd) en landfræðilegur uppruni þeirra
er sá sami. Þessi sýni eru öll af beinvöxnum trjám.
Sýni Bp10 og Bp11 koma af trjám sem tilheyra eft-
irsóttum norskum birkistofni og hafa mikið verið
nýtt til fræöflunar. Hin sýnin sjö sjást á víð og dreif
um skyldleikatréð. Fimm þeirra (Bp1-Bp5) koma frá
Norður-Finnlandi (Utsjoki) en þar finnst kræklótt
birki. Niðurstöðurnar gætu bent til þess að Bæjar-
staðarskógur hafi upphaflega verið ræktaður skógur
og upprunninn af fræjum af eftirsóttum skandinav-
ískum birkistofnum. Full ástæða er til þess að rann-
saka erfðafræði Bæjarstaðarbirkisins enn frekar og þá
með stærra sýnasafni. Það gæfi kost á nákvæmri töl-
fræðigreiningu og þar með marktækari niðurstöðum.
Þakkir:
Aðalsteini Sigurgeirssyni er þakkað kærlega fyrir
mikilvæga þátttöku í rannsóknum okkar á erfða-
fræði íslenska birkisins. Höfundar vilja einnig þakka
Snæbirni Pálssyni, Anna Palmé og Martin Lascoux
fyrir aðstoð er sneri að sameindaerfðafræðilegum
og tölfræðilegum greiningum cpDNA gagna. Birki
Bragasyni og Vigni Sigurðssyni er þakkað fyrir að-
stoð við greiningu ríbósómgena og Gilles Benjamin
Leduc við greiningu á skyldleika.
Heimildir:
1. Anamthawat-Jónsson K. & Heslop-Harrison J.S. 1995.
Molecular cytogenetics of Icelandic birch species: physi-
cal mapping by in situ hybridization and rDNA poly-
morphism. Canadian Journal of Forestry Research 25
(1): 101-108.
2. Anamthawat-Jónsson K. & Thórsson Æ.Th. 2003.
Natural hybridization in birch: Triploid hybrids bet-
ween Betula nana and B. pubescens. Plant Cell Tissue
and Organ Culture 75 (2): 99-107.
3. Anamthawat-Jónsson K. & Tómasson T. 1990. Cyto-
genetics of hybrid introgression in Icelandic birch. Her-
editas 112 (1): 65-70.
4. Anamthawat-Jónsson K. & Tómasson T. 1999. High
frequency of triploid birch hybrid by Betula nana seed
parent. Hereditas 130 (2): 191-193.
5. Anamthawat-Jónsson K. 2004. Preparation of chro-
mosomes from plant leaf meristems for karyotype ana-
lysis and in situ hybridization. Methods in Cell Science
25: 91-95.
6. Anamthawat-Jónsson K. 2012. Hybridisation, intro-
gression and phylogeography of Icelandic birch. In:
(Anamthawat-Jónsson K. ed.) Current Topics in Phylo-
genetics and Phylogeography of Terrestrial and Aquatic
Systems. InTech – Open Access Publisher, Croatia, bls.
117-144, ISBN 978-953-51-0217-5.
7. Hörður Kristinsson. 1989. Plöntuhandbókin. Bókaút-
gáfan Örn og Örlygur. Bls. 208.
8. Kesara Anamthawat-Jónsson & Ægir Þór Þórsson.
2004. Tegundablöndun birkis og fjalldrapa í nátt-
úrunni. Rit Fræðaþings Landbúnaðarins. Bls. 136-140.
9. Kesara Anamthawat-Jónsson. 2011. Skógviðarbróðir-
inn. Skógræktarritið 2011 (1): 75-77.
10. Palmé A.E., Su Q., Palsson S. & Lascoux M. 2004. Ex-
tensive sharing of chloroplast haplotypes among Euro-
pean birches indicates hybridization among Betula
pendula, B. pubescens and B. nana. Molecular Ecology
13 (1): 167-178.
11. Stefán Stefánsson. 1948. Betuláceæ. Bjarkættin. Flóra
Íslands, gefin út af Hinu Íslenzka Bókmenntafjelagi,
Kaupmannahöfn. Bls. 124-126.
12. Thórsson Æ.Th., Pálsson S., Lascoux M. & Anamtha-
wat-Jónsson K. 2010. Introgression and phylogeog-
raphy of Betula nana (diploid), B. pubescens (tetraplo-
id) and their triploid hybrids in Iceland inferred from
cp-DNA haplotype variation. Journal of Biogeography
37 (11): 2098-2110.
13. Thórsson Æ.Th., Pálsson S., Sigurgeirsson A. &
Anamthawat-Jónsson K. 2007. Morphological varia-
tion among Betula nana (diploid), B. pubescens (tet-
raploid) and their triploid hybrids in Iceland. Annals of
Botany 99 (6): 1183-1193.
14. Thórsson Æ.Th., Salmela E. & Anamthawat-Jónsson
K. 2001. Morphological, cytogenetic, and molecular
evidence for introgressive hybridisation in birch. Journ-
al of Heredity 92 (5): 404-408.
15. Walters S.M, 1964. Betulaceae. Í: (Tutin T.G. et al. eds.)
Flora Europaea, vol. 1. Cambridge, Cambridge Univer-
sity Press. Bls. 57-59.
16. Ægir Þór Þórsson. 2008. Genecology, introgressive
hybridisation and phylogeography of Betula species in
Iceland. Doktorsritgerð, Háskóli Íslands. ISBN 978-9979-
70-481-2.