Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 49

Skógræktarritið - 15.05.2012, Blaðsíða 49
47SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Markmið rannsóknar þeirrar sem fjallað er hér um, var að svara því hvers vegna reyniviður (Sorbus aucuparia L.) hefur orðið meira áberandi í birki- skóglendum Vestfjarða hin síðari ár. Til að skoða þetta var aðferðum árhringjafræðinnar beitt. Kann- aður var aldur trjánna, vaxtarhraði þeirra út frá árhringja breiddum og fjöldi trjáa á flatareiningu. Valdir voru dalirnir Sunndalur og Norðdalur í Trostansfirði sem rannsóknarsvæði. Í rannsókninni kemur fram að reyniviður er hrað- vaxta í æsku og hefur mikla hitasvörun á fyrstu ára- tugum æviferils síns. Einnig eru sterk tengsl á milli beitar og endurnýjunar. Þessir tveir þættir geta skýrt aukinn sýnileika reyniviðarins í birkiskógum Vest- fjarða. Einnig kom fram, þó ekki væri það mark- mið rannsóknarinnar, að hægt er að greina með árhringja mælingum vísbendingar um ofanflóð. Inngangur Áhugi á hinum íslenska reynivið (Sorbus aucuparia L.) hefur farið vaxandi undanfarið. Auk þess telja athugulir menn að hann sé farinn að verða meira áberandi hin síðari ár í birkiskóglendum landsins. Ekki síst á þetta við á Vestfjörðum þar sem reyni- viðurinn hefur í gegnum tíðina verið hluti af flóru birkiskóganna.6,8,17 Sem lokaverkefni (BS-ritgerð) við skógfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands valdi höfundur að skoða þetta nánar og ákvað að kanna vistfræði reyniviðar á Vestfjörðum, með að- ferðum árhringjafræðinnar, aldur, vaxtarhraða og þéttleika, með það að markmiði að geta svarað því hvers vegna reyniviðurinn hafi orðið meira áberandi hin síðari ár. Hvað valdi því? Hlýnandi veðurfar, minna beitarálag vegna fækkunar sauðfjár í birki-/ reyni-skóginum, eða mun eitthvað annað koma í ljós sem veldur þessari „meintu“ aukningu á reyni- trjám í vestfirskum birkiskógum? Ekki er kunnugt um rannsóknir hérlendis sem ná yfir þetta svið. Þó Vistfræði reyniviðar (Sorbus aucuparia L.) í Trostansfirði – aldur, vaxtarhraði og þéttleiki Höfundar Sighvatur Jón Þórarinsson og Ólafur Eggertsson eru til erlendar og innlendar rannsóknir á einstaka þáttum sem koma fyrir í rannsókninni og verður þeirra nánar getið hér á eftir þar sem við á hverju sinni. Þar sem of viðamikið var, vegna umfangs verk- efnisins, að rannsaka öll skógarsvæði á Vestfjörðum þar sem reynitré finnast, var valið afmarkað svæði sem gæti verið dæmigert fyrir vestfirskan birkiskóg með reyni-ívafi. Fyrir valinu sem rannsóknarsvæði urðu dalirnir Sunndalur og Norðdalur í Trostans- firði en þar er vöxtulegur birkiskógur með reyni- trjám í bland. Þeim sem vilja fræðast nánar um reyniviðinn skal bent á grein Sigurðar Blöndal um reynivið (Sorbus aucuparia L.) á Íslandi, sem birtist í Skógræktarrit- inu 1. tbl. 2000. 1. mynd. Trostansfjörður í Arnarfirði. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir. Rannsóknarsvæðið –Trostansfjörður Í Trostansfirði hefur sennilega verið búskapur frá landnámi. Nafnið Trostan er líklega dregið af nafn- inu Drostan sem var keltneskur trúarleiðtogi, eink- um dýrkaður á Austur-Skotlandi til forna.18 Gæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.