Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 96

Skógræktarritið - 15.05.2012, Page 96
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201294 Gróðursetning nýrra trjátegunda í skógarskjóli Höfundur Ólafur Sturla Njálsson 1. mynd. Eplatré gróðursett í sumarbústaðaland. Undir- búningur jarðvegs fyrir svona dýrgripi þarf að vera mjög góður, einnig frágangur eftir gróðursetningu og upp- binding er bráðnauðsynleg fyrstu 3 árin. Búið var til pláss fyrir eplatrén í blágreniskógi sem var grisjaður mikið, en haldið eftir þéttum skógarvegg á móti austri og norðri til að hindra kælandi vind inn á svæðið og viðhalda hlýlegum aðstæðum í skjólinu. Skógarbotninn er iðulega ekki alveg nógu næringarríkur fyrir kröfuharðari trjátegundir, en bæta má úr því eins og sýnt er í myndaröðinni. 2. mynd. Fyrst þarf að fjarlægja torfið eða þá gróðurþekju sem er til staðar og nóg er yfirleitt af jarðraski einhvers staðar nálægt sem má þekja með þessu. Algengt er að torf- inu sé snúið á hvolf og sett ofan á moldina í kringum tréð eftir gróðursetningu, en ég mæli ekki með því, þar sem grasvöxtur verður óstjórnlegur þrátt fyrir það og nýtur áburðargjafarinnar sem tréð fékk. 3. mynd. Betra er að grafa meira en nógu stóra holu heldur en of nauma! Góð regla er að hafa holuna minnst 60 cm breiða og langa, og einnig 60 cm djúpa, eða eins og mögu- lega er hægt á hverjum stað. Á myndinni sést að frekar stutt er niður í jökulurð og kom því mikið upp af grjóti. Grjótið var sett til hliðar, en mold og annar jarðvegur í aðra hrúgu. Grjótið er gott að eiga einhvers staðar í hrúgu til seinni tíma brúks, til dæmis sem undirlag í vegagerð og stígagerð, jafnvel í hleðslur. Sé mjög grunnt niður á fast, vinnur maður holuna ennþá breiðari til að koma nógri næringu fyrir til hliðanna í staðinn. Í skógarskjóli er hlýrra heldur en á bersvæði og freistandi að auka tegundafjölbreytni, gróðursetja eik, beyki, linditré, álm, hlyn, silfurþin, eðalþin, svar- telri, ask, hvítþin, hrossakastaníu, perutré, plómu- tré, kirsuberjatré, eplatré og margt, margt fleira. Skógarbotninn er ið ulega ekki alveg nógu næring- arríkur fyrir kröfuharðari trjátegundir, en bæta má úr því eins og sýnt er í myndaröðinni. Þegar skógar- trén hafa vaxið í 10–20 ár, eru þau að nálgast 2–4 metra hæð, stundum meira ef vel er gefið af næringu frá byrjun og undirbúningur er góður fyrir gróður- setningu. Á bersvæði er alltaf vindur, bara mismik- ill. Sums staðar leggst vindur í strengi og skógartrén eru lengur að tosast upp og mynda skjól. Það er allt- af mikil ánægjutilfinning sem maður upplifir, þegar maður hefur náð upp skógi og skógarskjóli í bar- áttunni við vindguðinn hann Kára! Að heyra í vind- inum gnauða í trjátoppunum, en finna bara andvara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.