Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 91
89SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
og hafa ekki orðið fyrir teljandi skemmdum vegna
framkvæmdanna. Á Svæði D, sem er fyrir utan
áhrifasvæði framkvæmdanna, er vöxtur trjánna
eðlilegur, reyndar verður smá afturkippur í vexti
þeirra sumarið 2009 miðað við árin á undan, líklega
vegna óvenju lítillar úrkomu í júlí 2009 eða um 11,5
mm. Vaxtartapið árið 2009 í öspunum má að ein-
hverju leyti rekja til hinna miklu þurrka sem urðu
það sumar.
Uppgröftur á ösp, niðurstöður
Þykkt jarðvegsfyllingar, frá nýja yfirborði hljóðman-
ar að því gamla, var 234 cm á svæði A þar sem öspin
var grafin upp. Gömlu meginrætur trésins voru um
15 cm undir gamla jarðvegsyfirborðinu (efra borð
rótanna) en grunnur rótarkerfisins (neðri brún meg-
inróta/stoðróta) var á 38 cm dýpi frá gamla yfir-
borði, minni rætur og fínrætur ná síðan mun lengra
niður (mynd 10).
Nýjar meginrætur höfðu myndast út frá trjá-
bolnum á um 20-40 cm dýpi frá yfirborði fyllingar.
Lifandi barkarvefur fannst niður á 86 cm dýpi og
neðstu lifandi rætur náðu jafn djúpt (86 cm frá nýja
jarðvegsyfirborði). Allur viðarvefur sem lá neðan
við 86 cm dýpi reyndist dauður sem bendir til þess
að fyrir neðan 86 cm dýpi í núverandi mön, á svæði
A, er súrefnisfirrt umhverfi (mynd 10).
Teknar voru tvær sneiðar úr stofni trésins sem
grafið var upp úr hljóðmöninni til mælinga á ár-
hringjavexti. Neðri sneiðin var tekin á 140 cm dýpi
í hljóðmön, 40 cm ofan við gamla rótarkerfi trésins.
Önnur sneið var tekin úr trénu ofan jarðvegsfylling-
ar, á svipuðum stað á stofni og borkjarnarnir sem
teknir voru úr hinum trjánum haustið 2011 (mynd
10). Breidd árhringja var mæld í báðum sneiðum.
Með því að bera saman breytileikann í árhringja-
breiddum lifandi trjáa á svæði A og B og árhringja-
breiddum sneiðar á 140 cm dýpi í hljóðmön sést
að síðasta sumar þvermálsvaxtar neðan jarðvegs-
fyllingar var sumarið 2007, þ.e sumarið áður en
framkvæmdir við hljóðmön hófust. Rannsóknirnar
sýna að engin frumuskipting átti sér stað í vaxtar-
vef trjánna á 140 cm dýpi í hljóðmön strax eftir að
fyllt er að trjánum (vorið/sumarið 2008) (mynd 9).
Ástæða þessa er líklega sú að á þessu dýpi í hljóð-
möninni var þegar orðið súrefnisfirrt umhverfi (t.d.
Pirone o.fl. 1988).
Umræður og ályktanir
Aspirnar á svæði A og B eru illa farnar og munu
8. mynd. Meðal-
tal árlegrar
aukningar á
grunnflatarmáli
trjánna eftir
svæðum (A-D).