Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 43

Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 43
41SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Reykjavík hefur í seinni tíð oft verið kölluð stærsti skógur á Íslandi. Borgin er frekar strjálbýl og trjá- rækt í görðum hefur verið stunduð af miklu kappi. Þessi trjágróður veitir ýmsa vistfræðilega þjónustu; ein þeirra er upptaka koldíoxíðs (CO2) úr andrúms- lofti og varðveisla kolefnis (C) í lífmassa trjánna. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er sagt frá var að áætla magn kolefnisforða og árlega kolefn- isbindingu trjáa innan byggðra hverfa Reykjavíkur, ásamt því að áætla flatarmál svæða sem teljast til garða/trjáræktar eða runnabeða innan þessa svæðis. Niðurstöður rannsóknar sýndu að flatarmál garða/trjáræktar og runnabeða í byggðum hverfum Reykjavíkur er um 890 – 1.160 hektarar. Kolefnis- forði sem bundinn er í trjágróðri á þessu svæði er á bilinu 12.800 – 19.800 tonn C og kolefnisbinding trjáa á þessu svæði nemur um 5.000 til 7.600 tonn- um af CO2 á ári hverju. Af þessu má ljóst vera að trjágróður í þéttbýli Reykjavíkur gegnir ekki síður mikilvægu hlutverki við að sporna við aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti en borgarskógarnir í nágrenni þétt- býlisins. Því þarf að brýna fyrir borgarbúum og borgaryfirvöldum að varðveita eins og kostur er þann trjágróður sem fyrir er í borginni og sinna hon- um þannig að hann haldi áfram að taka upp CO2 úr andrúmslofti. Inngangur Sameiginlegt álit flestra vísindamanna er að þær hröðu loftslagsbreytingar sem eiga sér stað í dag stafi af aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúms- lofti. Vegna brennslu jarðefnaeldsneytis (olía, jarð- gas og kol) og víðtækrar skógar-, gróður- og jarð- vegseyðingar eykst styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Koldíoxíð (CO2) á stærstan þátt í að fanga ákveðnar bylgjulengdir útgeislunar af yfir- Kolefnisforði og kolefnis- binding trjágróðurs í byggðum hverfum Reykjavíkurborgar Höfundar Gústaf Jarl Viðarsson og Arnór Snorrason borði jarðar og stuðlar að um helmingi af heildar gróðurhúsaáhrifum.15 Styrkur CO2 í andrúmslofti hefur aukist um 4% á áratug undanfarið.7 Þessi framvinda gæti leitt til tvöfalds styrks CO2 í andrúmslofti innan næstu 50 - 100 ára, ef miðað er við styrk þess fyrir iðnbyltingu. Flestar rannsóknir benda til þess að þessi tvöföldun gæti leitt til þess að meðalhiti hækki um 1,4 – 5,8 °C.15 Áhyggjur alþjóðasamfélagsins af hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsaáhrifa hafa aukið áhuga á því að nýta trjágróður til þess að draga úr styrk CO2 í andrúmslofti.4 Skógar og trjágróður í borgum geta bundið kolefni og þannig haft áhrif á losun CO2 frá borgarsamfélögum, sem oft eru meginuppsprett- ur losunar gróðurhúsalofttegunda.13 Talsvert hefur verið rætt um innan vísinda og stjórnmála að nýta skógrækt sem einn helsta svelg á þurrlendi jarðar fyrir bindingu CO2 úr andrúmslofti.6,19 Skógar í borgum eru svæði sem einkennast af trjám og öðrum gróðri í tengslum við menn og fram- kvæmdir þeirra.14 Skilgreina má skóga í borgum sem samtölu allra trjákenndra plantna og annars gróðurs sem tengist umhverfi þéttrar byggðar manna, allt frá litlum samfélögum til stórborga. Til borgartrjáa telj- ast tré sem eru á vegum borgaryfirvalda, eins og tré sem standa við vegi, í almenningsgörðum eða um- hverfis opinberar byggingar. Í Bandaríkjunum eru tré í almenningseigu almennt um 10% borgartrjáa, en 90% er að finna í einkagörðum, í görðum fyrir- tækja og á iðnaðarsvæðum.11 Landslag úthverfa borga eru afar frábrugðin því landslagi sem algengt er í dreifbýli. Eitt einkenni út- hverfalandslags er mikil tegundafjölbreytni, þar sem gjarnan hafa verið gróðursettar erlendar og aðr- ar aðfluttar tegundir. Þar eru ósérhæfðar tegund- ir ríkjandi en sérhæfðar tegundir fyrirferðarminni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.