Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 43
41SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
Reykjavík hefur í seinni tíð oft verið kölluð stærsti
skógur á Íslandi. Borgin er frekar strjálbýl og trjá-
rækt í görðum hefur verið stunduð af miklu kappi.
Þessi trjágróður veitir ýmsa vistfræðilega þjónustu;
ein þeirra er upptaka koldíoxíðs (CO2) úr andrúms-
lofti og varðveisla kolefnis (C) í lífmassa trjánna.
Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er sagt frá
var að áætla magn kolefnisforða og árlega kolefn-
isbindingu trjáa innan byggðra hverfa Reykjavíkur,
ásamt því að áætla flatarmál svæða sem teljast til
garða/trjáræktar eða runnabeða innan þessa svæðis.
Niðurstöður rannsóknar sýndu að flatarmál
garða/trjáræktar og runnabeða í byggðum hverfum
Reykjavíkur er um 890 – 1.160 hektarar. Kolefnis-
forði sem bundinn er í trjágróðri á þessu svæði er á
bilinu 12.800 – 19.800 tonn C og kolefnisbinding
trjáa á þessu svæði nemur um 5.000 til 7.600 tonn-
um af CO2 á ári hverju.
Af þessu má ljóst vera að trjágróður í þéttbýli
Reykjavíkur gegnir ekki síður mikilvægu hlutverki
við að sporna við aukningu gróðurhúsalofttegunda
í andrúmslofti en borgarskógarnir í nágrenni þétt-
býlisins. Því þarf að brýna fyrir borgarbúum og
borgaryfirvöldum að varðveita eins og kostur er
þann trjágróður sem fyrir er í borginni og sinna hon-
um þannig að hann haldi áfram að taka upp CO2 úr
andrúmslofti.
Inngangur
Sameiginlegt álit flestra vísindamanna er að þær
hröðu loftslagsbreytingar sem eiga sér stað í dag
stafi af aukningu gróðurhúsalofttegunda í andrúms-
lofti. Vegna brennslu jarðefnaeldsneytis (olía, jarð-
gas og kol) og víðtækrar skógar-, gróður- og jarð-
vegseyðingar eykst styrkur gróðurhúsalofttegunda í
andrúmslofti. Koldíoxíð (CO2) á stærstan þátt í að
fanga ákveðnar bylgjulengdir útgeislunar af yfir-
Kolefnisforði og kolefnis-
binding trjágróðurs í byggðum
hverfum Reykjavíkurborgar
Höfundar Gústaf Jarl Viðarsson og Arnór Snorrason
borði jarðar og stuðlar að um helmingi af heildar
gróðurhúsaáhrifum.15
Styrkur CO2 í andrúmslofti hefur aukist um 4%
á áratug undanfarið.7 Þessi framvinda gæti leitt til
tvöfalds styrks CO2 í andrúmslofti innan næstu 50 -
100 ára, ef miðað er við styrk þess fyrir iðnbyltingu.
Flestar rannsóknir benda til þess að þessi tvöföldun
gæti leitt til þess að meðalhiti hækki um 1,4 – 5,8
°C.15
Áhyggjur alþjóðasamfélagsins af hlýnun jarðar af
völdum gróðurhúsaáhrifa hafa aukið áhuga á því
að nýta trjágróður til þess að draga úr styrk CO2 í
andrúmslofti.4 Skógar og trjágróður í borgum geta
bundið kolefni og þannig haft áhrif á losun CO2 frá
borgarsamfélögum, sem oft eru meginuppsprett-
ur losunar gróðurhúsalofttegunda.13 Talsvert hefur
verið rætt um innan vísinda og stjórnmála að nýta
skógrækt sem einn helsta svelg á þurrlendi jarðar
fyrir bindingu CO2 úr andrúmslofti.6,19
Skógar í borgum eru svæði sem einkennast af
trjám og öðrum gróðri í tengslum við menn og fram-
kvæmdir þeirra.14 Skilgreina má skóga í borgum sem
samtölu allra trjákenndra plantna og annars gróðurs
sem tengist umhverfi þéttrar byggðar manna, allt frá
litlum samfélögum til stórborga. Til borgartrjáa telj-
ast tré sem eru á vegum borgaryfirvalda, eins og tré
sem standa við vegi, í almenningsgörðum eða um-
hverfis opinberar byggingar. Í Bandaríkjunum eru
tré í almenningseigu almennt um 10% borgartrjáa,
en 90% er að finna í einkagörðum, í görðum fyrir-
tækja og á iðnaðarsvæðum.11
Landslag úthverfa borga eru afar frábrugðin því
landslagi sem algengt er í dreifbýli. Eitt einkenni út-
hverfalandslags er mikil tegundafjölbreytni, þar sem
gjarnan hafa verið gróðursettar erlendar og aðr-
ar aðfluttar tegundir. Þar eru ósérhæfðar tegund-
ir ríkjandi en sérhæfðar tegundir fyrirferðarminni.