Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 65

Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 65
63SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Íslenska björkin er mjög til yndisauka á Drumboddsstöð- um. Heimabirki verður að vísu ekki nema 2-3 metra hátt, en yrkið Embla og afkomend- ur valinna Bæjarstaðarbjarka eru beinvaxin, limfögur og bærilega hraðvaxta. Þau henta til skjóls og gera alla skógar- jaðra blíðlegri að sjá. Asparrækt hefur gengið vel á Drumboddsstöðum og hefur stiklingum af a.m.k. 40 klón- um verið stungið í jörð. Gaml- ir klónar frá því fyrir 1963 vaxa margir vel en einna fal- legastur verður Sæland, bein- vaxinn og formfagur klónn sem þolir vel ryðsvepp. Þá eru Pinni og Brekkan líka fallegir og ýmsir nafnlausir klónar af norðlenskum fræplöntum lofa góðu. Þess verður væntanlega skammt að bíða að öspin fari að sá sér út og má þá vera að hún fari víð- ar en þar sem hún er velkomin. Víðir hefur lítið verið notaður í skjólbelti; þau krefjast góðs undirbúnings ef þau eiga að duga. Eins og fleiri hafa rekið sig á er skammgóður vermir að alaskavíðinum; þótt hann spretti vel í æsku verður hann fyrr en varir gisinn og valtur á fótum. Viðjan hefur því hentað okkur betur í þessu skyni. Í skjól- sælum hvammi vex bládöggvavíðir frá Magadan en þarf meiri sumarhita. Skrautrunnar ýmsir og berjarunnar prýða nú skógarjaðrana. Nýjast er að reyna hvort ávaxtatré blómstra og þroska ávexti í hinu nýfengna skjóli. Menningin vex í lundi nýrra skóga Eins og hér er rakið hefur skógræktin á Drumbodds- stöðum ekki gengið áfallalaust enda tæplega við slíku að búast. Samt geta þeir sem upphafinu völdu ver- ið stoltir af þeim myndarlega skógi sem þar er vax- inn upp. Breytingin á landinu á aðeins aldarfjórð- ungi sýnir hversu miklu má áorka í þessu efni. Áður er getið um þátt Guðmundar H. Jónssonar, en at- beini Jóns Helga Guðmundssonar forstjóra, annarra stjórnenda og þá ekki síst fjölmargra starfsmanna, sem hafa lagt hönd á plóginn við gróðursetningu um 130 þúsund trjáplantna, er líka ómetanlegur. 25 ár eru skammur tími í skógrækt og nokkur tími mun líða þar til heimaræktaður viður verður í boði í Timbursölu BYKO. Samt hljóta allir sem heimsækja Drumboddsstaði að koma auga á þann ávinning sem þegar hefur orðið af ræktunarstarfinu. Ásýnd landsins er gjörbreytt frá því sem áður var. Það er hlýlegra og skjólbetra og gefur fjölbreyttari tæki- færi til útivistar en áður. Jarðvegsrof heyrir nú sög- unni til og bæði jurta- og dýraríkið eru fjölbreyttari en áður. Skógurinn iðar af fuglalífi og sveppa- og berjaspretta hefur margfaldast. Þá hefur skógræktin mótað menningu fyrirtækisins sem hefur vaxið með Drumboddsstaðaverkefninu og döfnun skógarins er áhugamál og hugðarefni margra starfsmanna þess. Nú síðustu ár hefur lítið verið plantað í landið, en þess í stað lögð áhersla á viðhald skógarins og fegrun. Tvítoppar eru klipptir; greni- og furureitir kvistaðir og kræklótt tré fjarlægð; einstaka plöntu gefinn áburður. Hinn ungi skógur dafnar vel og minnir á hugsjón upphafsmanna hans um sjálf- bæra nýtingu auðlindarinnar; í stað timburskógar sem felldur er skal plantað nýjum trjám. Náttúran þakkar fyrir sig. Státinn síberíuþinur í skógarjaðri. Hann er hér í félagsskap birkis, stafafuru, lindifuru og hvítsitkagrenis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.